Iðjuþjálfinn - 01.05.2006, Blaðsíða 42
Hér verður fjallað um starfsendurhæfingu á Norðausturlandi. Í byrjun verður því ferli
sem fram fór þegar starfsendur
hæfingarferlið byrjaði á Húsavík gerð
skil, hvernig það verkefni byggðist upp
og þróuninni hingað til lýst. Eins verður
stuttlega sagt frá þeirri vinnu sem farin
er af stað á Akureyri, en hún byggist að
mestu leyti á því ferli sem fram fór á
Húsavík. Kraftar, reynsla og vitneskja
þeirra sem stóðu að verkefninu þar,
verður nýtt í framtíðinni.
Starfsendurhæfing á Íslandi á sér
langa sögu, en hingað til hefur skort á
sameiginlega stefnu þrátt fyrir vilja
margra aðila til að standa að þessum
málaflokki. (Guðmundur Hilmarsson
o.fl. 2005). Þegar kemur að starfs
endurhæfingu þurfa margir fagaðilar
að vinna saman og ólíkar stofnanir að
stilla saman strengi. Starfsendurhæfing
beinist að þeim einstaklingum sem
ekki hafa komist inn á vinnumarkað,
hafa horfið af eða eiga á hættu að
hverfa af vinnumarkaði vegna félags
legra og /eða læknisfræðilegra vanda
mála. Markmið starfsendurhæfingar
innar er að styðja einstaklinginn með
markvissri og skipulagðri, líkamlegri,
andlegri og félagslegri þjálfun og þannig
öðlast fótfestu á vinnumarkaði.
Á Norðurlandi eystra er hæsta
tölulega hlutfall öryrkja á Íslandi og því
er nauðsynlegt að fyrirbyggja ótímabæra
örorku með markvissum aðferðum sem
starfsendurhæfing er. (Guðmundur
Hilmarsson o.fl. 2005).
Almennt um starfsendurhæfingu
Markmið hennar miðar að því að
koma fólki til vinnu á nýjan leik eftir
sjúkdóma eða slys. Þannig er leitast við
að auka lífsgæði þessara einstaklinga
og fjölskyldu þeirra. Lokamarkið
verður svo að sem flestir fái starf við
hæfi að endurhæfingu lokinni eða haldi
áfram að mennta sig. (Geirlaug Björns
dóttir, 2005).
Flestir vita hvaða merkingu menn
leggja í vinnuna sem athöfn og hvernig
n I‹JUÞJÁLFINN 1 / 2006
n Elsa S. Þorvaldsdóttir
iðjuþjálfi á Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga
Starfsendurhæfing á
Norðausturlandi
vinnan tengist sjálfsmynd manna. Hún
er til að halda ákveðinni stöðu í
samfélaginu. Ennfremur er vinnan talin
leið til að halda sjálfsvirðingu og fá
viðurkenningu og virðingu annara.
Vinna er því afar mikilvæg fyrir flesta
fullorðna einstaklinga. Hæfnin til að
vera virkur þjóðfélagsþegn hefur í för
með sér bæði líkamlega og sálarlega
vellíðan. (Elsa S. Þorvaldsdóttir,
2001).
Neikvæð afleiðing þess að vera án
vinnu er ekki bara fjárhagslegs eðlis
heldur líka hlutverkamissir, félagsleg
einangrun, lélegt sjálfsmat og
sjálfsvirðing. (Sawney og Challenor,
2003). Að hverfa af vinnumarkaði við
þessar aðstæður getur haft mjög
neikvæð áhrif á líf fólks og lífsgæði,
sjálfsöryggi og sjálfsbjargarviðleitni. Því
er afar brýnt að mögulegt sé að grípa
mjög fljótt inn í þennan vítahring með
starfsendurhæfingu, þannig að við
komandi verði ekki að óþörfu öryrki
fyrir lífstíð. Slíkt er einstaklingnum og
samfélaginu dýrkeypt. Þess vegna verða
þeir sem koma að endurhæfingu að
samhæfa krafta sína, fjármuni og
framtíðarsýn. Þeir einstaklingar sem
geta nýtt sér slíka þjónustu eru m.a.
þeir sem eru mjög óvirkir og með lág
lífsgæði. (Árni Magnússon, 2001).
Starfsendurhæfingin
á Húsavík „Byr“
Það var að frumkvæði Heil
brigðisstofnunar Þingeyinga árið 2002
að boðað var til fundar um starfs
endurhæfingu öryrkja. Í samstarfs
teyminu sem sá um að koma þessari
vinnu af stað voru yfirmenn Heil
brigðisstofnunnarinnar, Félags og
skólaþjónustunnar og Framhaldsskóla
Húsavíkur. Iðjuþjálfi kom að verkefninu
sem fulltrúi frá Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga. Iðjuþjálfinn hafði reynslu
af því að vinna með einstaklingum,
sem áttu það sameiginlegt að hafa þurft
að hætta vinnu vegna líkamlegra eða
andlegra veikinda. Einnig var þroska
þjálfi sem fulltrúi frá Félags og skóla