Iðjuþjálfinn - 01.05.2006, Blaðsíða 46
n I‹JUÞJÁLFINN 1 / 2006
mánuði. Auk þess fengum við frítt
fæði, en urðum að greiða húsnæði sjálf.
Að þessum 8 mánuðum loknum vorum
við í skólanum í 2 mánuði, þar sem við
fengum viðbótarkennslu, upprifjun og
lukum þeim prófum, sem eftir voru.
– Hvaða námsgreinar voru kenndar?
Náminu var skipt í tvennt, bóklegt
og verklegt, en meira var lagt upp úr
því bóklega.
Aðal bókleg fögin voru:
Líffærfræði, ca. 170 stundir, aðaláherzla
var lögð á vöðva, bein og hreyfingar,
sérstaklega hendur og fætur.
Sjúkdómafræði, ca. 170 stund
ir, aðaláherzla lögð á beinbrot,
taugasjúkdóma og vöðvabólgur.
Lífeðlisfræði, ca. 90 stundir, geð
sjúkdómafræði, ca. 70 stundir, sálar
fræði, ca. 40 stundir, reikningshald,
ca. 20 stundir og auk þess voru ýmis
smáfög.
Aðal verklegu fögin voru:
Handavinna, ca. 200 stundir, tré,
málm og beinsmíðar, ca. 200
stundir, knippling ca. 150 stundir.
Að lokum var hagnýt sjúkrakennsla.
Þá fórum við í heimsókn á sjúkrahús
í borginni og næsta nágrenni, skoðuðum
þessar stofnanir og fengum síðan 1–2
sjúklinga að sjá og spjalla við og áttum
við svo, þegar heim kom, að skrifa um
þá ritgerðir, skipuleggja vinnu þeirra
og meðhöndlun hjá sjúkrakennara.
Mikil áherzla var lögð á hjálpargögn
fyrir sjúklinga og hvaða hreyfingar og
verkefni hæfði þeim í hverju tilfelli.
Í þessum aðalnámsgreinum lukum
við prófi, en auk þess lærðum við
vefnað, bast og tágavinnu, leirsmíði,
málningu á efni (stoftryk) og sitt
hvað fleira. Ýmsar aðrar stofnanir en
sjúkrahús heimsóttum við, svo sem
söfn og verksmiðjur og hlustuðum á
fjölmarga fyrirlestra um sjúkdóma og
sjúkrakennslu.
– Hvað getur þú sagt mér um starfið
sjálft, um sjúkrakennsluna sjálfa?
Á flestum sjúkrahúsum í Danmörku
fer sjúkrakennsla fram, bæði á
deildunum og sérstökum vinnustofum.
Álitið er að kennsla á vinnustofunni
sé betri, að öðru leyti en því, að
þá fer sjúkrakennarinn á mis við þá
snertingu við starfslið deildanna, sem
er bráðanauðsynleg, eigi að skapast góð
samvinna. Í vinnustofunum eru meiri
möguleikar á starfsgreinum og betra
og léttara fyrir okkur sjúkrakennara
að vinna, þar sem við höfum öll okkar
verkfæri. Í stórum dráttum er hægt að
skipta sjúkrakennslu í tvennt, kennslu
eða þjálfun fyrir þá , sem haldnir eru
líkamlegum sjúkdómum og þá, sem eru
haldnir andlegum sjúkdómum.
Æfingarnar má svo flokka í:
Liðamótaæfingar, æfingar til að byggja
upp vöðvastyrkleika og meðhöndlun á
skjálfta, á jafnvægisskyni, vöðvaspennu,
svima og fleiru, sem of langt væri upp
að telja. Efni og áhöld eru valin með
tilliti til hvað æfa þarf og er það allt
frá grófu, þykku og þungu efni í létt og
fíngert.
Ýmiss konar áhöld og breytingar á
fatnaði má kenna sjúklingum að nota.
Má þar nefna höld á skeiðar og gaffla,
löng sköft á greiður, þvottahanzka með
vasa fyrir sápu, nagla í brauðbretti,
króka og lykkjur á föt og margt annað
er auðveldar starf þeirra.
Meðhöndlun á andlega sjúkum er
afar breytilegt. Þá er lagt kapp á að
ná eftirtekt sjúklings og byggja upp
andlegan þrótt, lífsáhuga og sjálfstraust.
Reynt er að halda sjúklingum í sambandi
við umheiminn og raunveruleikann
og endurvekja starfs og atvinnugetu.
Á sumum sjúkrahúsum hefur verið
komið upp eldhúsum, saumastofum,
skrifstofum o.fl. slíku.
Öll kennsla okkar miðar að því að
hjálpa sjúklingi til að hjálpa sér sjálfur.
– Finnst þér ekki sárt, Kristín, að hafa
ekki betri starfsskilyrði, en þú hefur
hér hjá okkur?
Jú, ekki er hægt að neita því.
Sérstaklega þegar ég fæ sjúkling, sem
ég sé, að ég gæti hjálpað eitthvað,
ef ég hefði stærra húsnæði og fleiri
hjálpargögn. En þetta er auðvitað
allt á byrjunarstigi og t. d. hér áður
fyrr varð sjúkrakennari í Danmörku
oftast að láta sér nægja litlar kytrur,
jafnt í kjöllurum sem háaloftum, en
nú á seinni árum er gert ráð fyrir
sjúkrakennurum við nýjar stofnanir og
byggðar sérstakar, sólríkar og góðar
stofur fyrir starfsemi þeirra.
Þá er líka að athuga, að þar sem ég
get ekki starfað meira að þessu en 3
morgna í viku, get ég ekki vænzt þess,
að fá allt sem mig vanhagar um fyrsta
árið.
Í von um, að sjúkrahúsið bæti
starfsskilyrði sín og megi njóta
starfskrafta Kristínar sem lengst, þakka
ég henni fyrir spjallið.
Ingibjörg R. Magnúsdóttir.