Iðjuþjálfinn - 01.05.2006, Blaðsíða 43
I‹JUÞJÁLFINN 1 / 2006 n
þjónustu Húsavíkur. Hann var með
mikla reynslu af vinnu með
atvinnulausum og hafði aðstoðað
einstaklinga, sem lent höfðu í
fjárhagsörðugleikum, og þurft að
skipuleggja fjármál sín upp á nýtt.
Fulltrúi frá Atvinnuþróunarfélagi
Þingeyinga kom með hugmyndir að
nýsköpun og annar fulltrúi frá
Verkalýðsfélagi Húsavíkur hafði
hugmyndir um sjóði og styrki sem hægt
var að sækja í.
Verkefni fyrsta fundar var að velta
upp hugmyndum um hvernig hægt
væri að mæta þörfum þeirra einstaklinga
sem fara eða eru á leiðinni á
örorkubætur, með endurhæfingu í huga
og auka þar með lífsgæði þessa hóps.
Áður en farið var af stað með
verkefnið á Húsavík þurfti að finna út
hvaða stofnanir kæmu til með að vinna
saman. Farið var yfir hvaða þættir
þyrftu að vera til staðar til að koma af
stað svona starfsendurhæfingu og allt
skráð niður. Í fyrsta lagi þurfti fjármagn
til að fjármagna verkefnið, eins varð að
vera góð samvinna á milli þessara
stofnanna sem stóðu að því að koma
þessu í kring. Til að það gæti orðið
varð að skilgreina ítarlega hvaða
hlutverk hver stofnun hefði, hverjir
væru styrkleikar og veikleikar hverrar
stofnunar fyrir sig og búa til fjölfagleg
teymi: samstarfsteymi og þverfaglegt
teymi.
Þessi hópur hittist síðan reglulega
og velti fyrir sér hvernig æskilegt væri
að mæta þörfum þessara einstaklinga.
Margir hverjir höfðu ekki fengið
endurhæfingu við hæfi, höfðu litla
menntun, stutta atvinnusögu eða unnið
mjög einhæfa vinnu og höfðu oft afar
brotna sjálfsmynd. Það þurfti að skoða
hvaða bjargir við hefðum og hvað
þyrfti að koma til svo að verkefni sem
þetta gæti orðið að veruleika.
Mikilvægt var að finna út hvernig
ætti að fjármagna verkefnið. Leitast var
eftir því að hafa góða samvinnu við
Tryggingastofnun ríkisins. Sótt var um
styrk til Leonardo da Vinci (Starfs
menntunarsjóð Evrópusambandsins)
og samvinna fengin við fjögur önnur
lönd í Evrópu sem voru að gera svipaða
vinnu. Styrkurinn sem fékkst var
bundinn til þriggja ára. (Geirlaug G.
Björnsdóttir, 2002).
Niðurstaða samstarfsteymisins var
að endurhæfingin þyrfti að vera byggð
upp á heildstæðan hátt út frá;
heilbrigðissjónarmiðum, félagslegum
gildum, fjárhagslegri afkomu, endur
menntun og í nánum tengslum við
atvinnulífið. Endurhæfingin ætti að
vera byggð upp á þann hátt að
einstaklingurinn gæti með góðu móti
móttekið endurhæfinguna, án þess að
hafa áhyggjur af afkomu sinni eða
fjölskyldunnar.(Geirlaug Björnsdóttir,
2002). Til að vel tækist til var ljóst að
samvinna milli stofnana væri grund
vallaratriði. Út frá fyrsta hópnum sem
hittist, þróaðist verkefnið í sam
starfsverkefni þriggja stofnanna sem
voru Heilbrigðisstofnun Þingeyinga,
Félags og skólaþjónusta Þingeyinga og
Framhaldsskóli Húsavíkur.
Fyrir utan samstarfsteymið sem í
dag heldur utan um verkefnið og sér
um fjárhagslega afkomu þess, var
stofnað annað teymi sem er þverfaglegt
teymi.
Í þverfaglega teyminu eru verk
efnastjóri, læknir, sjúkraþjálfari, iðju
þjálfi og sálfræðingur. Verkefnastjórinn
heldur utan um verkefnið. Hann styður
þátttakendur í því að setja sér markmið
með starfsendurhæfingunni og aðstoðar
við fjármál. Læknirinn hittir einstakl
inginn og greinir hann út frá læknis
fræðilegum mælikvarða. Sjúkraþjálfar
inn fer yfir líkamsástand einstaklingsins
og sér um hreyfingu tvisvar sinnum í
viku. Iðjuþjálfinn sér um hópefli tvisvar
sinnum í mánuði, ásamt því að leggja
mat fyrir einstaklingana sem aðstoðar
fólk í atvinnuleit og sálfræðingurinn
veitir viðtöl eftir þörfum hvers og eins.
Þetta teymi hittist tvisvar sinnum í
mánuði eða oftar ef þörf krefur. Auk
þess koma að þessari vinnu einstaklingar
sem halda námskeið um ýmiss mál eins
og fjármál sem haldið er þrisvar sinnum
á vetri fyrir sama hópinn.
Hvers vegna er teymisvinna
mikilvæg í starfsendurhæfing-
unni?
Í þjónustu við þennan hóp fólks
þarf íhlutunin að vera margvísleg því
vandamálin eru misjöfn. Með teymis
vinnu er hægt að dreifa álaginu og
vinna með einstaklinginn á heildrænan
hátt. Virk teymisvinna með vel
skilgreindum markmiðum skilar mun
betri árangri heldur en þegar fagaðili
vinnur einn síns liðs. (Þóra Leósdóttir,
2004).
Teymisvinna í starfsendurhæfing
unni er því ekki síður mikilvæg þar
sem bata má ná með árangursríku
stuðningskerfi, þekkingu um mikilvægi
vinnu og fjárhagslegt öryggi, það að
hafa hlutverk í samfélaginu, öðlast
jákvætt sjálfsmat og eiga von um að
komast yfir sjúkdóminn.
Staða starfsendurhæfingarinnar s
Frá því að starfsendurhæfingin
hófst hafa 48 einstaklingar tekið þátt í
starfsendurhæfingunni á Húsavík og
nágrenni. Þar af eru 38 konur og 10
karlar. Þess má geta að fyrsti hópur
starfsendurhæfingarinnar gaf starfs
endurhæfingunni nafnið „Byr“ (sem
þýðir að fá vind undir seglin).
Í virkri endurhæfing eru 14
einstaklingar, sem ennþá eru í fyrsta
hluta prógrammsins og 5 einstaklingar,
eru ennþá í virkri endurhæfingu frá
fyrri hópum.
Húsavikurmódelið breiðir úr sér
Kennsla í gegnum fjarfundarbúnað
frá Heilbriðgisstofnun Þingeyinga til
íbúa á Þórshöfn, Kópaskeri og
Raufarhöfn hófst 2004. Linda Pherson
iðjuþjálfi heldur utan um þann hóp.
Árið 2005 var ákveðið að setja á fót
skipulagða starfsendurhæfingu á
Akureyri undir sömu formerkjum og
„Húsavíkurmódelið“ og reynsla þeirra
notuð í uppbyggingu. Á vinnufundi
sem var haldinn, var eitt af verkefnum
innan Vaxtasamninga Eyjafjarðar að
útfæra aðferðarfræði þeirra sem stóðu
að uppbyggingu starfsendurhæfingar
innar á Norðausturlandi við starfs
endurhæfingu fyrir Norðurland. (Ingvar
Þóroddsson, 2006).
Framtíðarsýn
Framtíðarsýn vinnuhópsins, sem
hleypti af stað starfendurhæfingar
verkefninu á Húsavík, er að þetta
„Húsavíkurmódel“ verði notað á
stöðum út um allt land, þar sem
38
10
n Konur n Karlar
48 þátttakenda hafa
frá upphafi tekið þátt
í endurhæfingunni