Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Page 9

Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Page 9
IÐJUÞJÁLFINN 2 / 2007 • 9 bygg ingu slíks hjálpartækjabanka. Þar í landi rekur MND félagið sinn eigin hjálpartækjabanka. Leiðbeining arnar eru ítarlegar og fara vandlega yfir málin allt frá þrifum á hverju hjálpartæki fyrir sig og upp í skrásetningu búnað­ arins og geymsluleiðbeiningar. Amanda mun einnig leiðbeina í réttri notkun hjálpartækjanna. Mongólía er dásamlegt land. Mong­ ólska þjóðin er upp til hópa hjálpsamt og glaðvært fólk með mikinn metnað fyrir þjóðinni. Sérstaklega finnur mað­ ur fyrir því hjá yngri kynslóðinni. Ég hreifst gríðarlega af þessari miklu menn ingarsögu sem Mongólar eiga, stolti þeirra yfir þjóðarhetjunni Cheng­ gis Chaan, og fallegri óspilltri nátt­ úrunni, sem um leið er svo óvægin við þjóðina. Mikil þörf er á utanaðkomandi að­ stoð heilbrigðisstarfsfólks og vil ég hvetja alla iðjuþjálfa sem og annað heilbrigðis starfsfólk sem áhuga hefur á að víkka út sjóndeildarhringinn og gera virkilegt gagn að hugleiða þann kost að starfa í Mongólíu. Við höfum skapað góð tengsl við fagfólk í landinu og einnig hefur hluti af hópnum sem fór utan stofnað IceMong­styrktarsjóðinn sem hefur að markmiði að styðja við bakið á fátækum barnafjölskyldum í Mongólíu. Fyrsta verkefni sjóðsins var að kaupa „ger“ handa heimilislausum mæðgum þar sem móðirin glímir við lifrarbólgu og getur því lítið unnið. Þessar mæðgur eru af hirðingjaættum og því ekki á neinum manntalsskrám og þurfa algerlega að reiða sig á aðstoð hjálparsamtaka. Þegar við rákumst á þær bjuggu þær inni á vandamönnum og höfðu lifað á hveitiblönduðu vatni í viku. 11 ára stúlkan hafði ekki komist í skólann í nokkra daga því skórnir hennar voru ónýtir. Meðan við vorum við störf í Mong­ ólíu komumst við ekki hjá því að reka augun í götubörnin sem búa í hol­ ræsakerfi borgarinnar. Talið er að þau séu í kringum 2000. Þau hafa svefnstað í holræsunum þar sem er heitt og rakt en um leið stórhættulegt að vera. Þau hafa í sig og á með betli, glæpum og vændi (Unicef, 2003). Við hittum fyrir Ariungerel, 13 ára stúlku sem búið hafði á götunni í tvö ár. Mörg barnanna eiga foreldra á lífi, en hafa hrökklast að heiman sökum óreglu, heimilisofbeldis eða kynferðislegs ofbeldis sem þau hafa mörg hver orðið fyrir. Svo var einnig um Ariungerel. Hún hafði upplifað bæði höfnun foreldra sem og ofbeldi. Í holræsi Ariungerel bjuggu 13 ung­ menni á aldrinum 6­22 ára. Dag­ skrárgerðarmennirnir okkar gerðu inn­ slag í Kompás um götubörnin og feng um við hin tækifæri til að fylgjast með þeim. Skoða má innslögin sem gerð voru í Mongólíu á www.visir.is/ kompas. Það var athyglisvert að heyra að þessir krakkar sem búa við slíkar hörmungaraðstæður eigi sér stóra fram­ tíðardrauma. Vinkonu okkar Ariunger­ el langaði t.a.m. mikið til að verða japanskur túlkur. Það er erfitt að gera sér hugarlund hvernig hún ætlar að nálgast þau markmið sín. Í sjónmáli virtust einhvern veginn fáar leiðir færar frá því lífi sem hún lifði. Ljóst er þó að hjálparstarfssamtök líkt og Save the children og Unicef eru að reyna að aðstoða þessi börn og hafa þau komið upp búðum fyrir þau þar sem sjálf­ boðaliðar aðstoða þau við nám og iðju. Einnig hafa nokkrir erlendir aðilar sem heimsótt hafa Mongólíu hreinlega selt allt sitt og flutt til Mongólíu til að starfa með götubörnunum. Þarna er óplægður akur fyrir iðju­ þjálfa sem vilja láta til sín taka og aðstoða þessi yndislegu börn við að finna tilgang með lífinu og stunda innihaldríka iðju og tómstundir fram yfir það líf sem þau lifa í dag. Sögur ganga að þeim sé rænt og líffærin úr þeim seld til Kína. Það saknar þeirra enginn. Mongólska þjóðin er rík af þjóðerniskennd. Þjóðin lítur þessi börn hornauga og lítið er gert þeim til að­ stoðar annað en að siga lögreglunni á þau. Þessu þarf að breyta. Við gátum fært nokkrum börnum lopapeysur og húfur sem kvenfélagskonur í Selfos­ skirkju höfðu prjónað handa þeim. Þeim veitti svo sannarlega ekki af hlýrri ullinni í fimbulkuldanum. Það er alveg ljóst að eftir svona lífs­ reynslu eins og að fara til Mongólíu verður maður aldrei samur. Öll lífsgildi breytast og áherslur verða aðrar. Mér finnst eins og ég hafi fengið mína köll­ un. Mongólía er landið sem ég í hjarta mínu hef tekið í fóstur. Ég þreytist heldur ekki á að minna á að heimurinn er eitt stórt þorp. Okkur ber að gæta hvers annars. Styrktarreikingur IceMong styrkt­ ar sjóðins til styrktar fátækum barna­ fjöl skyldum í Mongólíu: 1175 05 4120 23. KT. 680907­0130 Hlekkir á skýrslu iðjuþjálfa sem eru að koma iðjuþjálfanámi á koppinn http://www.wfot.org/documents/ VisitMongRep2005web(1).pdf http://www.wfot.org/documents/ Mongolia_Newsletter1.pdf Heimildir: Zinamider, B. (2005). NGO report with the eva­ luation of the Asian­Pacific Decade activities. NGO PERSPECTIVES for Full Participation and Equality, 1. Sótt 23. ágúst 2007, frá gagnasafninu DINF. Unicef (2003). Street Children and Unsupervised children of Mongolia. Sótt 21. ágúst 2007 frá http://www.unicef.org/mongolia/

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.