Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Side 32

Iðjuþjálfinn - 01.11.2007, Side 32
32 • IÐJUÞJÁLFINN 2 / 2007 Þjónusta er ferli, sama hvar og af hverjum hún er veitt. Ferli þjónustu er sú atburðarás sem á sér stað þegar fagmaður vinnur með skjólstæðingi sínum í að leysa vanda hins síðarnefnda. Ýmsir fræðimenn innan iðjuþjálfunar hafa lýst þessari atburðarás á mynd­ rænan hátt og sett hana fram í skil­ greindum þrepum. Með því móti er skapaður rammi um vinnulag iðju­ þjálfans og rökleiðslu hans. Kana díska þjónustuferlið (Canadian Association of Occupational Therapists [CAOT], 2002) og þjónustuferli bandaríska iðjuþjálfafélagsins (American Occupati­ onal Therapy Association [AOTA], 2002) hafa náð víðtækri útbreiðslu, en auk þeirra eru þjónustuferli kennt við líkanið um iðju mannsins (Kielhofner, 2002) og þjónustuferli sett fram af Fisher (Fisher, 1998 og 2006) nokkuð vel þekkt. Í þessari grein er fjallað um þessi fjögur ferli, einkenni þeirra og notagildi. Tilgangur greinarinnar er að auðvelda iðjuþjálfum að átta sig á hvaða ferli falli best að þeirra starfs­ hlutverki og þjónustuaðstæðum og hvernig nýta megi þjónustuferlið til að styrkja faglegt vinnulag og rökleiðslu. Almennt um þjónustuferli Þjónustuferli iðjuþjálfa er í eðli sínu lausnamiðað (Reed og Sanderson, 1999). Lausnamiðað ferli hefst með því að skilgreina vandann og skoða umfang hans. Síðan eru markmið sett og gerð áætlun um aðgerðir til að leysa vandann. Áætlunin er framkvæmd, en er jafnframt í stöðugri endurskoðun og markmiðum og aðgerðum breytt eftir þörfum. Í lokin er árangur metinn og skorið úr um að hvaða marki lausn er fengin. Innan iðjuþjálfunar er þessu lýst með hugtökunum mat, íhlutun og útkoma. Mat felur í sér öflun, úrvinnslu og túlkun upplýsinga um skjólstæðing, iðju hans og aðstæður. Matið er kort­ lagning þar sem mismunandi matsað­ ferðum og matstækjum er beitt til þess að komast að raun um hver vandinn er, hvernig hann lýsir sér og hvað veldur eða stuðlar að honum. Íhlutun stendur fyrir allar þær aðgerðir sem hafa þann tilgang að koma af stað eða ýta undir breytingu á iðju skjólstæðings. Aðgerðirnar taka mið af þeim mark­ miðum er sett hafa verið og stöðugu mati á meðal annars gildi og áhrifum aðgerðanna sjálfra. Íhlutun felur þannig í sér skipulagningu, fram­ kvæmd, símat og aðlögun á fram­ kvæmd. Útkoman er afleiðing af íhlutun inni, það er breytingin sem verður á iðju skjólstæðingsins og þar með á lífi hans vegna þeirrar íhlutunar sem var veitt (AOTA, 2002). Þjónustuferli er „lifandi“ atburðarás. Þjónustuferli verður ekki til við skrif­ borð eða tölvuskjá heldur „gerist“ það smám saman eftir því sem samskiptum og samvinnu iðjuþjálfa og skjólstæðings vindur fram. Atburðarásin er leidd af faglegri rökleiðslu iðjuþjálfans í sam­ spili við gildismat, áhuga og þarfir skjólstæðingsins (Boyt Schell, Crepeau og Cohn, 2003). Skjólstæðingsmiðuð nálgun er samofin grunnhugmynda­ fræði iðjuþjálfunar (AOTA, 2002; CAOT, 2002; Fisher, 2006; Kiel­ hofner, 2002; Townsend og Polatajko, 2007). Grund vallaratriði í skjól stæð­ ings miðaðri iðjuþjálfun eru meðal ann­ ars iðjusýn, deiling valds og efling skjól stæðinga til að leysa eigin vanda (Law og Mills, 1998). Faglegri rökleiðslu hjá reyndum iðju­ þjálfa má lýsa sem ferli í fleiri víddum og hún felur í sér flókinn hugsanagang. Þar nýtir iðjuþjálfinn þekkingu sína á iðju fólks, þáttum sem hafa áhrif á iðju og aðferðum sem leiða til breytinga. Hann samþættir þessa þekkingu við leikni sína í að skilja reynslu fólks og lífssögu og getur því spáð fyrir um mögulega framtíð skjólstæðingsins. Með þetta í farteskinu er iðjuþjálfinn á sérhverju augnabliki tilbúinn og fær um að aðlaga og breyta aðferðum sín­ um þannig að þær falli að þessari framtíðarmynd (Mattingly og Flemm­ ing, 1994; Mendez og Neufeld, 2003). En þrátt fyrir að hin mismunandi þjónustuferli eigi afar margt sam­ eiginlegt eru þau líka um margt ólík og það gildir um þau þjónustuferli sem hér er fjallað um. Það sem fyrst og fremst skilur þau að er hugmynda­ fræðilegur bakgrunnur þeirra, vægi hlutlægra og huglægra upplýsinga og mismunandi útfærsla á skjólstæðings­ og iðjumiðaðri nálgun. Sum þjónustu­ ferli byggja á og stýrast af ákveðnum kenningagrunni meðan önnur einblína fyrst og fremst á vinnuferlið sem slíkt (Hagedorn, 1995). Kanadíska þjón­ ustu ferlið og þjónustuferlið sem kennt er við líkanið um iðju mannsins eru dæmi um kenningamiðuð ferli. Þjónustu ferli bandaríska iðjuþjálfa­ félagsins (hér eftir kallað þjónustuferli AOTA) og þjónustuferli Fisher eru fyrst og fremst ferlismiðuð og þar eru mismunandi kenningar dregnar inn í rökleiðsluna eftir því sem við á hverju sinni. Í umfjölluninni hér á eftir eru þessi tvö ferli sameinuð í eitt undir titlinum óháða þjónustuferlið. Þjónustuferlið kennt við líkanið um iðju mannsins Þetta ferli gengur alla jafna undir heitinu þjónustuferli MOHO. Líkanið um iðju mannsins leggur hér alfarið grunninn að rökleiðslu iðjuþjálfans og önnur hugmyndafræði kemur ekki við sögu. Í skrifum sínum fjallar Kielhofner um tíu fyrirbæri sem hvert um sig spannar fleiri hugtök (Kielhofner, 2002). Þetta eru vilji, vanamynstur, framkvæmdageta, umhverfi, þátttaka, framkvæmd, framkvæmdaþættir, iðju­ sjálf, færni við iðju og aðlögun sem iðjuvera. Rökleiðslan í þjónustuferlinu snýst um að flakka á milli hugmynda­ fræðinnar og hinna sérstöku aðstæðna skjólstæðingsins. Rökleiðslunni er gjarna deilt með skjólstæðingnum, en Þjónustuferli í iðjuþjálfun ■ Guðrún Pálmadóttir Lektor við Háskólann á Akureyri

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.