Skólavarðan - 01.05.2007, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.05.2007, Blaðsíða 8
8 ÁRSFUNDIR SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 7. ÁRG. 2007 Ársfundur Kennarasambands Íslands sem haldinn var á Hótel Sögu 27. apríl 2007 sl. ályktaði um nýja menntastefnu og tíu skrefa samkomulag KÍ og menntamálaráðherra. Fundurinn telur tillögur starfshópa sem hafa unnið á grundvelli samkomulagsins efni í góða menntastefnu um enn betri skóla og aukið jafnrétti til náms. Þar á meðal eru tillögur um að auka og festa í lög réttindi, möguleika og aðstöðu nemenda til náms, um gjaldfrjálsan skóla til 18 ára aldurs og um aukna ábyrgð stjórnvalda á að bjóða nemendum fjölbreytilegt nám og námslok við hæfi. Stjórnvöld eru hvött til að taka þær til efnislegrar meðferðar og taka afstöðu til fram- kvæmdar þeirra og fjármögnunar. Þess er vænst að heildarniðurstaða náist á næstu mánuðum þannig að nemendur, kennarar og samfélagið allt geti vel við unað. Í setningarávarpi fagnaði Eiríkur Jónsson formaður KÍ þeim árangri sem náðst hefur en sagði jafnframt að það hefði valdið vonbrigðum hversu málin vinnast hægt innan veggja mennta-málaráðuneytisins. Eiríkur vitnaði í bréf menntamálaráðherra til Kennara-sambandsins sem gefur tilefni til að ætla að hægt verði að ljúka vinnunni við tíu skrefa samkomulagið á viðunandi hátt fyrir alla aðila. „Ég bind miklar vonir við bréf ráðherra og áframhaldandi vinnu okkar að þessu máli,“ sagði Eiríkur. „Um þetta fæst þó ekki endanlegt svar fyrr en að loknum kosningum þegar við sjáum stefnumál nýrrar ríkisstjórnar. Gildir þar einu hvort sú ríkisstjórn verður óbreytt eða hvort ný öfl komast til valda að hluta eða öllu leyti. Það er vilji stjórnvalda sem öllu skiptir í þessum málum.“ Að loknum ársfundi Kennarasamband- sins var haldinn sameiginlegur fundur skólamálaráðs KÍ og fulltrúa á ársfundi KÍ þar sem fjallað var um tíu punkta samkomulagið og afrakstur starfsins sem unnið hefur verið í starfshópum sem tengjast samkomulaginu. Yfirskrift fundarins var „Menntastefna morgundagsins“. Haldin voru erindi um tillögur starfshópa um nám og námsskipan, um fjar- og dreifnám, náms- og starfsráðgjöf, um breytingar á lögum um lögverndun og lengingu kennaramenntunar og um endurskoðun á lögum um leik-, grunn- og framhaldsskóla. Starfshópar um lagabreytingar hafa ekki skilað lokatillögum og frumvörp hafa ekki verið flutt um málin. Fundargerðir, erindi, skýrslur sjóða og fleiri gögn eru á www.ki.is Margt fróðlegt kom fram í erindum um stöðu einstakra sjóða KÍ og í erindum um starf tíu punkta nefnda sem flutt voru á síðari fundinum eftir hádegi. Sjá nánar á www.ki.is Í umfjöllun sinni um tillögur um náms- og starfsráðgjöf upplýsti Sigríður Bílddal að samkvæmt nýlegri rannsókn, þar sem nokkrir þættir voru kannaðir í tengslum við brottfall, kom í ljós að náms- og starfsráðgjöf er eini þátturinn sem dregur úr brottfalli. „Þetta er fyrirbyggjandi starf, ekki meðferðarstarf,“ sagði Sigríður. Í tillögum er gert ráð fyrir nemendur á ráðgjafa verði að hámarki þrjú hundruð en nú eru þeir allt upp í ellefu hundruð. Sett verði náms- og starfsráðgjafaráætlun sem samanstandi af fræðsluáætlun, einstaklingsáætlun, áætlun um persónu- lega ráðgjöf og loks samráðsáætlun sem haldi utan um hinar þrjár. Þá er lagt til að ráðinn verði verkefnisstjóri til að móta heildarstefnu og að allir nemendur í grunn- og framhaldsskólum Ársfundir KÍ og skólamálaráðs hafi rétt á náms- og starfsráðgjöf en þar er mikill mismunur á milli skólastiga eins og staðan er nú. Margrét Friðriksdóttir fjallaði um skýrslu starfsnámsnefndar sem leit dagsins ljós á undan hinum skýrslunum enda hóf nefndin störf áður en gengið var frá tíu punkta samkomulaginu. Tillögur hafa flestar ratað inn í tillögur annarra nefnda, sérstaklega nefndar um fjölbreytileika og sveigjanleika í skipulagi náms og námsframboðs. Margrét sagði aðgreiningu bók- og starfsnáms gamla arfleifð í samhengi við menntaskóla og iðnskóla og hún hefði aukist mjög með framhaldsskólalögunum sem sett voru 1996. Tillögur starfsnámsnefndar sem gefnar voru út undir heitinu Nýr framhaldsskóli snúast ekki hvað síst um að útrýma þessari aðgreiningu. Athyglisvert var að allir sem sögðu frá starfinu í sinni nefnd ræddu um aukið og raunverulegt jafnrétti til náms við hæfi og segja má að það sé þungamiðjan í tillögum á grundvelli tíu punkta samkomulagsins. Það er greinilegt að KÍ er að sækja mikið í sig veðrið sem mótunarvaldur í íslenskri menntastefnu og að sambandið talar einum rómi þegar kemur að grundvallamarkmiðum á þessu sviði. Á nýlegum fundum um skóla morgundagsins, þar sem rætt var um grunnskólann og framhaldsskólann í tillögum tíu punkta nefnda, höfðu forystumenn aðildarfélaga beggja skóla- stiga framsögur og sami einhugur kom berlega í ljós. Þá má nefna að ákvörðun um að halda ársfund skólamálaráðs með fulltrúum af ársfundi KÍ fyrr um daginn er enn eitt merki þess hversu menntastefna og framkvæmd hennar er sett á oddinn í sambandinu. Unnið er í þeim málum þvert á skólastig og einnig þvert á stofnanir Kennarasambandsins. keg Ályktað um forgangsatriði í menntamálum og tíu skrefa samkomulagið Lj ó sm y n d ir : k e g

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.