Skólavarðan - 01.05.2007, Blaðsíða 20
20
NÁMSFERÐ SÉRKENNARA
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 7. ÁRG. 2007
Dagana 27. maí – 3. júní 2006 lögðu
fimmtán sérkennarar land undir fót
og fóru í náms- og kynnisferð til
Baltimore í Bandaríkjunum. Megin til-
gangur ferðarinnar var að kynna okkur
aðferðir sem notaðar eru til að kenna
nemendum lestur og einnig að fræðast
um skipulag kennslu nemenda með
lestrar örðugleika.
Hópurinn fór fyrir fimm árum í sömu
erindagjörðum til Towson háskóla, en
Towson er ein af útborgum Baltimore.
Sá háskóli hefur sérhæft sig í menntun
kennara og ákváðum við að fara þangað
aftur þar sem skólinn býður upp á
fjölbreytta fyrirlestra um áhugavert efni.
Við höfðum því góða reynslu af þessari fyrri
námsferð en þá hafði aðaltilgangurinn
verið að fræðast um kennslu nemenda
með mismunandi fatlanir.
Jemicy skólinn
Meðal þeirra skóla sem við heimsóttum
að þessu sinni var Jemicy School sem er
sérskóli fyrir nemendur með dyslexíu.
Skólinn er mjög vel staðsettur utan
þéttbýlisins í fögrum skógi og líkist meira
sumarbúðum en skóla. Skólahúsnæðið er
mjög sérstakt enda húsið ekki byggt með
skólastarf í huga. Þetta var upphaflega
bóndabær sem breytt var í sumarbúðir
en skólinn hóf einmitt starfsemi sína sem
sumarskóli. Kennslustofur eru misstórar,
margir gangar og rangalar og kompur,
sem gera skólann mjög hlýlegan og
vinalegan.
Jemicy skólinn var stofnaður 1973
og er einkarekinn. Hann var stofnaður
fyrir nemendur með mikla dyslexíu og
frávik á málþroskasviði en jafnframt
góða námshæfileika. Skólinn er ætlaður
nemendum á aldrinum 6 – 18 ára og er
tvískiptur; sá hluti sem við skoðuðum
var fyrir 6 – 11 ára nemendur en eldri
nemendur voru annars staðar. Það vakti
sérstaka athygli okkar hversu skólinn er vel
mannaður, aðeins þrír nemendur á hvern
kennara. Foreldrar greiða skólagjöld fyrir
börn sín og samsvarar upphæðin meðal-
háum skólagjöldum í virtum háskóla í
Bandaríkjunum. Mikil ásókn er í Jemicy
skólann og fólk flytur milli fylkja til að
koma börnum sínum að. Skólinn velur úr
hópi umsækjenda og þurfa nemendur
að uppfylla tiltekin skilyrði. Tekið er mið
af námsþörfum en einnig er horft til
styrkleika, virkni og áhugamála nemenda
utan skólans. Börn með félags- og til-
finningavanda eru ekki tekin inn. Skólinn
þykir hafa náð mjög góðum árangri með
nemendur með dyslexíu.
Jemicy skólinn byggist á mjög sterkum
fræðilegum grunni og kennarar hafa m.a.
skilgreiningu Samuels T. Ortons á dys-
lexíu að leiðarljósi og kennsluaðferðum
Gillinghams er líka fylgt. Þær byggjast á að
virkja sem flest skilningarvit við kennsluna
(multisensory techniques). Einnig er byggt
á öðrum aðferðum sem gefið hafa góða
raun, svo sem Wilson Reading Method,
Project Read, Lindamood-Bell, Kurzweil
Þú lest ekki nema þú skiljir
Námsferð sérkennara til Baltimore í lok maí 2006
Myndskreyttir
gangar
Hópurinn við skólamiðstöðina í Baltimore
Lj
ó
sm
y
n
d
ir
f
rá
h
ö
fu
n
d
i