Skólavarðan - 01.05.2007, Blaðsíða 5

Skólavarðan - 01.05.2007, Blaðsíða 5
5 SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 7. ÁRG. 2007 GESTASKRIF Í apríl var mér, sem mannréttindafræð- ingi og framkvæmdastjóra Mannrétt- indaskrifstofu Íslands, boðið að taka þátt í ráðstefnu í Doha í Katar. Fyrir þá sem eru ekki sleipir í landafræði er Katar lítið land á Arabíuskaga í Persaflóa. Landið er eitt það ríkasta í heimi, íbúar þess eru um sjö hundruð þúsund en þar af eiga aðeins hundrað og fimmtíu þúsund ættir sínar að rekja til Katar. Ráðstefnan fjallaði um mannréttindi barna með fötlun og var haldin af Shafallah skólanum í Doha. Þetta er í annað sinn sem skólinn stendur fyrir þingi af þessu tagi en viðfangsefnið í ár var að ræða hvernig nota má fjölmiðla til að berjast gegn fordómum í garð fólks með fötlun. Ráðstefnuna sóttu sérfræðingar, kennarar, fjölmiðlafólk og mannréttindafrömuðir alls staðar að úr heiminum og var hún afar áhugaverð. Skólinn sjálfur, Shafallah skólinn, er þó enn áhugaverðari. Shafallah skólinn var stofnsettur fyrir um tíu árum en flutti í fyrra í nýtt húsnæði í útjaðri höfuðborgarinnar Doha. Verndari skólans og einn stofnenda er hennar hátign Sheika Mozah Bint Nasser Bin Abdullah Al-Missned, félagsfræðingur og þriðja eiginkona emírsins af Katar. Hún er formaður fjölskyldumálaráðs Katar og sendifulltrúi UNESCO á vettvangi menntunar. Hún hefur beitt sér fyrir réttindum kvenna og barna í Katar og unnið mikið og merkt starf í þágu barna með sérþarfir. Shafallah skólinn dregur nafn sitt af eyðimerkurblómi sem ber sérstök, smágerð hvít og bleik blóm en nafnið á að gefa til kynna að nemendur skólans eru allir einstakir og geta blómstrað hver á sinn hátt. Skólinn veitir börnum og ungmennum með sérþarfir, á aldrinum 3-21 árs, og fjölskyldum þeirra heildstæða þjónustu. Hann vinnur einnig gegn fordómum og reynir að stuðla að umburðarlyndi í Katar með fræðslu um réttindi og málefni fólks með fötlun. Skólinn starfar á grundvelli fimm meginmarkmiða: 1) að tryggja börnum með sérþarfir menntun, þjálfun, endurhæfingu og félagsstarf, 2) að veita fjölskyldum barna með sérþarfir félagsráðgjöf og sálfræðiþjónustu, 3) að veita fræðslu úti í samfélaginu til að auka skilning á eðli fötlunar og koma í veg fyrir fordóma, 4) að þjálfa starfsfólk annarra stofnana og auka þekkingu í fötlunarfræðum í Katar, og 5) að vera stjórnvöldum til ráðgjafar þegar unnið er að stefnumótun er tengist málefnum barna með sérþarfir. Starfsfólk skólans kemur alls staðar að úr heiminum og úr fjölda greina, m.a. sálfræðingur frá Bandaríkjunum, tónlistar- þerapisti frá Hollandi, þroskaþjálfi frá Íran og almennir kennarar frá fjölda Arabalanda. Starfsfólkið sér börnunum fyrir menntun sem skipulögð er út frá þörfum og getu hvers og eins þeirra. Sum barnanna eru í endurhæfingu, öll fá þjónustu geðlækna, sálfræðinga og félagsráðgjafa, skólinn býður t.d. upp á greindarmat og atferlisgreiningu en einnig er þar að finna fullkomna rannsóknastofu á sviði genarannsókna. Í skólanum er alltaf barnalæknir á vakt, þar fer fram tónlistarmeðferð, ýmsar íþróttir eru stundaðar og börnin fá sérstaka þjálfun sem er ætlað að tryggja þeim eins mikið sjálfstæði og unnt er þegar þau Shafallah skólinn í Doha í Katar Shafallah skólinn dregur nafn sitt af eyðimerkurblómi sem ber sérstök, smágerð hvít og bleik blóm en nafnið á að gefa til kynna að nemendur skólans eru allir einstakir og geta blómstrað hver á sinn hátt. Guðrún D. Guðmundsdóttir L jó sm y n d ir f rá h ö fu n d i

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.