Skólavarðan - 01.05.2007, Blaðsíða 12
12
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 7. ÁRG. 2007
af skólastarfi þó með ólíkum hætti sé,
langflestir sem nemendur. Margir fyrr-
verandi nemendur vilja fjarstýra því
hvernig kennarar sinna störfum sínum
þegar börn þeirra hefja skólagöngu.
Sérfræðingar í skólastarfi virðast margir
trúa því að með því að afhenda kennurum
leiðbeiningar til að fara eftir verði starf
þeirra þægilegt og „rétt“ fyrir alla aðila.
Vegna þess að margar silkihúfur eru yfir
kennara settar reynist þeim oft erfitt að
halda í faglega sjálfsmynd sína í daglegu
starfi. Aðferðir af þessu tagi vekja oft upp
mótstöðu hjá kennurum og geta verið
niðurlægjandi fyrir fólk sem telur sig vera
fagmenn.
Í leiðtogafræðum fyrir skólastjórnendur
kemur fram að aðstæður þar sem aðrir en
kennarar móta stefnu og starfsumhverfi
dragi úr möguleikum þeirra til þess að efla
leiðtogafærni sína. Sergiovanni (2001)
bendir á að þegar ákvarðanir eru teknar af
utanaðkomandi án tillits til skoðana, gilda
og kenninga sem starfsmenn trúa á sé hætt
við togstreitu. Þegar verst lætur komi það
í veg fyrir að að starfsmenn þroski með
sér innsæi, dómgreind, ábyrgð, sjálfstæði
og frumkvæði. Það leiðir aftur til þess að
þeir verða ekki þátttakendur í ferli heldur
ósjálfstæðir og óábyrgir undirmenn, þar
sem þörfum þeirra til að hafa áhrif er ekki
fullnægt. Evans (2001) heldur því einnig
fram að hætt sé við að boð að ofan dragi
úr frumkvæði og Fullan (2001) leggur
áherslu á að mikilvægt sé fyrir kennara að
upplifa að þeir eigi eitthvað í þeirri þróun
sem ætlast er til að verði á störfum þeirra.
Ein leið fyrir kennarann til að auka
áhrif á eigin störf er að taka sér leið-
togastöðu í umræðunni í samfélaginu
og í kennslustofunni. Margt kallar á
að kennarinn styrki sig sem leiðtoga;
fjölbreytilegt sérfræðingaveldi, auknar
upplýsingar og miklar kröfur.
Þó brýnt sé að hver kennari efli
leiðtogafærni sína þurfa yfirvöld mennta-
mála, skólastjórnendur og embættismenn
ekki síður að átta sig á því að kennarinn
er leiðtogi. Fái kennarar ekki tækifæri
til áhrifa ýtir það undir upplifun þeirra
af áhrifaleysi og þar með raunverulegt
valdaleysi. Frumkvæði kennara minnkar
ef ekki er ætlast til annars en að þeir séu
valdalausir starfsmenn kerfisins. Þá fá þeir
heldur ekki tækifæri til að takast á við starf
sitt sem leiðtogar. Störf hinna áhrifalausu
eru oft skilgreind innan þröngs ramma og
því er mikilvægt að kennarar verði meiri
þátttakendur og gerendur á vettvangi,
bæði í umræðu og ákvarðanatöku. Sam-
félagið þarf að samþykkja kennarann sem
leiðtoga, virða það hlutverk og treysta því
að það sé slíkur kennari sem nemendur
þarfnast.
Að kennarar líti á sig sem leiðtoga er
grundvallaratriði í skólaþróun. Það eru
helst kennarar sem eru tilbúnir til að taka
stjórnina, axla ábyrgð, hafa meðvitaða
stefnu, óttast ekki breytingar og eru
tilbúnir að takast á við ögrandi verkefni
sem hafa vilja til að vinna að skólaþróun.
Þess vegna þurfa þeir sem koma að
skipulagi skólamála að gera hvað þeir
geta til að efla kennarann. Áhrifalaus
einstaklingur getur aldrei orðið leiðtogi.
Ný umræða
Kennarastéttin getur ekki tekið sér leið-
togastöðu nema viðhorfabreyting eigi
sér stað, innan stéttarinnar sem utan.
Breytingar eiga sér ekki stað nema allir
séu sammála um að breytinga sé þörf.
Fyrsta skrefið í átt að viðhorfabreytingu
er að tala sig frá kvörtunum í átt að
skuldbindingum og frá ásökunum í átt
að ábyrgð. Hér er átt við að allir breyti því
hvernig þeir fjalla um skólamál og nálgist
viðfangsefnið án kvartana og ásakana.
Komast þarf að sameiginlegri niðurstöðu
um hvar ábyrgð hvers og eins liggur og
svo þarf hver og einn að axla þá ábyrgð
sem honum ber. Samvinna á grundvelli
jákvæðni og uppbyggingar leiðir til
greiningar og lausnar vandamála. Slík
samræða kemur í veg fyrir niðurrífandi
gagnrýni og því að samskiptin einkennist
um of af vörn og undanslætti.
Draga þarf úr alhæfingum um það sem
skortir eða er ábótavant og setja sér þess í
stað markmið sem hægt er að ná. Sýna vilja
til að taka skref í átt að þeim markmiðum
sem sett eru. Skapa þarf vettvang fyrir
sameiginlega ákvarðanatöku með því að
draga úr miðstýringu. Einnig þarf að klæða
umræðuna um skólamál úr sparikápunni
sem hún er oft sett í við kosningar og á
hátíðis- og tyllidögum og viðurkenna,
bæði með orðum og athöfnum, mikilvægi
starfa kennarans allan ársins hring.
Edda Kjartansdóttir og
Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir,
verkefnastjórar hjá Símenntun
Rannsóknir Ráðgjöf – KHÍ
Teikningar: Sigurjón Gunnarsson
Heimildir:
Covey R. Stephen. (1991). 7 venjur þeirra sem ná
raunverulegum árangri, öflugar leibeiningar til
innri forystu. Reykjavík. Aldamót.
Evans, R. (2001). The human side of school change.
Reform, resistance, and the real-life problems of
innovations. San Francisco: Jossey-Bass.
Fullan, Michael. (2001). The new meaning of
educational change. Þriðja útgáfa. New York:
Teachers college press.
Gagnasafn Morgunblaðsins. http://mbl.is/mm/
gagnasafn/.
Sergiovanni,Thomas J. (2001) The principalship. A
reflective practice perspecvtive. Bandaríkin.Allyn
and Bacon.
KENNARINN SEM LEIÐTOGI