Skólavarðan - 01.05.2007, Blaðsíða 16
16
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 7. ÁRG. 2007
gefur tilefni til annars en að álykta að
frumvarp um málið verði lagt fram og
samþykkt. Í samhengi við lögverndun er
í nýjum frumvarpsdrögum að lögum um
leikskóla ákvæði um að fastráða megi
aðra en leikskólakennara í allt að þriðjung
stöðugilda við kennslu og uppeldi.
Að sögn Bjargar er með þessu komið
til móts við þá stöðu sem leikskólinn er í
og um leið hvatt til þverfaglegs samstarfs.
„Það er langur vegur þar til hægt verður
að manna leikskólann að fullu með
leikskólakennurum,“ segir Björg. „Þess utan
leggjum við áherslu á að aðrir starfsmenn
sem ráðnir eru í leikskóla hafi einhverja
menntun og ég tel að það sé mjög gefandi
að fá til dæmis tónlistarskólakennara,
þroskaþjálfa, grunnskólakennara, smiði
eða íþróttakennara til starfa í leikskólum.
Í frumvarpsdrögunum er kveðið á um
að skólastjóri, aðstoðarskólastjóri og
sérkennslustjóri skuli hafa menntun
leikskólakennara og að lágmarki tveir
þriðju hlutar stöðugilda við kennslu,
umönnun og uppeldi nemenda teljist til
stöðugilda leikskólakennara.“ Þröstur
bendir á til viðbótar að bundnar séu vonir
við að breytingar á kennaramenntun
laði fleiri að starfinu. Lögð er áhersla á
mikilvægi góðrar kennaramenntunar
í tíu skrefa samkomulaginu auk þess
sem Kennaraháskólinn hefur gjörbylt
því námi sem hann býður upp á og
kennaradeildin á Akureyri styrkist og
eflist með hverju ári og hefur mikil áhrif
í grenndarumhverfinu.
Of stórir hópar og
slæm vinnuaðstaða
Þrengsli og slæm vinnuaðstaða eru að
sögn Bjargar og Þrastar stærsti daglegi
vandinn sem leikskólinn glímir við auk
kennaraskorts„Þrengslin í leikskólunum
er mikill vandi,“ segir Þröstur. „Þeir eru
hreinlega stútfullir. Það er ekki það að of
mörg börn séu á starfsmann heldur eru
hóparnir sjálfir allt of stórir í allt of litlu
rými. Þetta þarf að skoða og sérstaklega
í ljósi þess að börnin eru yngri þegar þau
byrja í leikskóla nú en áður og stöðugt
fjölgar börnum með sérþarfir og börnum
af erlendum uppruna. Þá er mjög brýnt
að bæta vinnuaðstöðu kennara. Nýju
skólarnir eru þokkalega útbúnir en víða er
aðstaðan alveg hrikaleg.“
Björg segir að ásamt allt of langri við-
veru og kennaraskorti sé það þetta sem
hvíli langþyngst á kennurum. Þá heyrast
að sögn Þrastar æ fleiri kvartanir um
aukin skýrsluskrif og önnur miðstýrð
verkefni sem berast kennurum að ofan.
Fram hefur komið í erlendum rannsóknum
að kennurum finnst aukin reglubinding í
skólastarfi (ítarlegar námskrár, stöðluð
próf, agakerfi o.s.frv.) ásamt eftirliti og
skýrslugerð hefta skapandi og gagnrýna
hugsun kennara og nemenda, draga úr
félagslegri samkennd og minnka samvinnu
í nærsamfélaginu um skólaumbætur.
Undirrituð varpar því fram hér í lokin
til umhugsunar hversu lítt þessi mál eru
rædd hérlendis. Full ástæða er til að skoða
stefnumótun ofan í kjölinn með tilliti til
þessa, ekki síst áður en lögum er breytt.
Of algengt er að starfandi kennarar séu
víðsfjarri þegar kemur að setningu laga og
reglugerða sem varða skólamál. Þá mega
fjölmiðlar gjarnan taka við sér og leggja
sitt af mörkum umfram það sem nú er til
málefnalegrar umfjöllunar um menntun,
stöðu hennar og hlutverk í samtímanum.
keg
Árni Sigurbjarnarson, skólastjóri Tón-
listarskóla Húsavíkur, var meðal fyrir-
lesara á sameiginlegu málþingi Félags
tónlistarskólakennara og Félags leik-
skólakennara sem haldið var síðla í
mars. Fyrirlestur Árna fjallaði um breytt
menningarumhverfi barna, ábyrgð
skólakerfisins í listmenntun og gildi
tónlistar í uppvextinum.
Árni studdist í fyrirlestri sínum að
miklu leyti við skilgreiningu Social-
forskningsinstuttet í Danmörku á menn-
ingarhugtakinu. Þar er átt við menningu
sem aðstæður, í merkingunni þau áhrif
sem fólk verður fyrir í umgengni hvert
við annað. Socialforskningsinstuttet stóð
nýverið fyrir umfangsmikilli rannsókn á
arfgengi menningar. Höfundar skýrslu
um rannsóknina segja eitt mikilvægasta
verkefni velferðarríkja Norðurlanda á
21. öldinni að eyða stéttskiptingu sem
grundvallast á menningu.
Samskipti við tæki en ekki fólk
Árni nefndi nokkrar breytingar á lífsháttum
barna, svo sem að stöðugt hærra hlutfalli
af tíma barnsins er varið í nútímamiðla.
Hann sagði menningu sem verður til
með mannlegum samskiptum, augliti til
auglitis, eiga í vök að verjast. „Þetta er
þróun í átt að einstaklingsupplifun í stað
hópupplifunar,“ sagði Árni. „Skólinn er í
samkeppni við markaðsöflin en á í vök að
verjast í neysluhyggjusamfélaginu þar sem
verslunarmiðstöðvar eru trúarmusteri og
enginn nýtir sér rannsóknir á bernskunni
jafn mikið og auglýsingaiðnaðurinn.“
Árni sagði hugsanleg áhrif aukins áreitis
rafrænna miðla á börn vera til dæmis að
hæfileikinn til að hlusta dofnar (í staðinn
kemur „hæfileiki“ til að útiloka sig frá
umhverfinu) og börn þróa allt annars
konar samskiptafærni, þ.e. samskipti við
tæki en ekki fólk.
Listnám er svarið
„Árangur barna í viðfangsefnum og vel-
líðan þeirra byggist á því að þau finni
samsvörun við menninguna sem þau
eru alin upp við og menninguna sem
bíður þeirra í samfélaginu,“ sagði Árni.
„Mannleg samskipti eru eitt flóknasta
viðfangsefni þeirra eins og alls mannkyns
og samskipti í bekkjarstofunni eru ótrúlega
flókin. Fjölmargar menntarannsóknir sýna
að listræn upplifun, fræðsla um list og
það að læra að meta list þroskar með fólki
hæfileika til að koma auga á sérstakar
eða jafnvel einstakar hliðar mála á ýmsum
sviðum sem tengjast ekki endilega listum
nema óbeint. Þenna hæfileika er erfitt að
þroska með öðrum hætti.“ Árni sagði að
besta leiðin til að skapa mótvægi við áreiti
markaðsafla væri að hefja listnám snemma
og benti á samnýtingu þekkingar og
getu leikskólans og tónlistarskólans í því
samhengi. „Listnám stuðlar að menntun
sem samþættir líkamlega, vitræna og
skapandi eiginleika mannsins og gerir
möguleg dýnamísk og gefandi tengsl
menntunar, menningar og lista,“ sagði
Árni. „Þessir eiginleikar eru sérstaklega
mikilvægir í ljósi þeirra áskorana sem
samfélög standa frammi fyrir á þessari öld.
Börn njóta oft minni athygli foreldra en
áður. Tilfinningaleg og félagsleg vandamál
eru algengari vegna samskiptaleysis og
skorts á innihaldsríkum samskiptum.“ Árni
benti á finnsku leiðina sem fyrirmynd,
en þar er mikil áhersla lögð á listir og
menningu. Sterk sjálfsmynd er talin lykill
að sterku samfélagi og Finnar hafa þróað
aðferðir til tónlistarkennslu barna frá
unga aldri og leggja áherslu á samvinnu
leikskóla og tónlistarskóla.
Aukið listnám er eitt af áherslu-
atriðunum í tíu punkta samkomulagi
menntamálaráðherra og Kennarasam-
bands Íslands og í næsta tölublaði Skóla-
vörðunnar verður sérstaklega fjallað um
þetta efni.
keg
Án tónlistar væri lífið misskilningur
Friedrich Nietzsche
Bernskan: Stofnana- og markaðsvædd einstaklingsupplifun?
ÍSLENSK MENNTUN... FRH. LISTNÁM Í MARKAÐSSAMFÉLAGI