Skólavarðan - 01.05.2007, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 01.05.2007, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 7. ÁRG. 2007 Sumarnámskeið FEKÍ verður 11. – 15. júní í stofu 11 í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Bandarískar bókmenntir við hæfi ungs fólks og skapandi ritun verða í forgrunni hjá Will og Rosalie Weaver sem koma frá Bermidji í BNA. Umsókn hjá EHÍ til 1. júní en nánari upplýsingar gefur Jón Hannesson, jiha@mh.is Einn nýr í stjórn Aðalfundur FEKÍ var haldinn 28. apríl síðastliðinn að Kjarvalsstöðum. Stjórnin var endurkjörin utan hvað Þorgerður Magnúsdóttir gekk úr stjórn. Í hennar stað kom Jóhann Thorarensen, kennari í Foldaskóla. Eftir fjörlegar umræður um starfsemi félagsins hélt Martin Regal bráðskemmtilegan og fróðlegan fyrirlestur um söngleiki. Heimasíða félagsins er feki. ismennt.is Úrslit voru kynnt og verðlaun afhent í landskeppni eTwinning á Íslandi fyrir skólaárið 2006-07 í Iðnó, 4. maí síðastliðinn. Veitt voru fyrstu og önnur verðlaun bæði í flokki grunnskóla og framhaldsskóla. Fyrstu verðlaun í hvorum flokki voru öflug fartölva og önnur verðlaun glæsileg, stafræn myndbandsupptökuvél. eTwinning er hluti Menntaáætlunar Evrópusambandsins og snýst um rafrænt skólasamstarf á milli skóla í Evrópu. Verkefnisstjóri er Guðmundur Ingi Markússon hjá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins. Nánari upplýsingar á heimasíðu landskrifstofunnar: www. etwinning.is Verðlaunahafar í flokki framhaldsskóla: 1. verðlaun: Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, fyrir verkefnið „The Effect of Celestial Phenomena in Our Lives“. Tveir aðstand- enda verkefnisins, Ingileif Oddsdóttir og Kristján Halldórsson, kynntu það og veittu verðlaunum viðtöku. 2. verðlaun: Verzlunarskóli Íslands, fyrir verkefnið „Dansk/islansk sprog og kultur“. Ingib- jörg S. Helgadóttir kennari í Versló veitti verðlaunum viðtöku. Verðlaunahafar í flokki grunnskóla: 1. verðlaun: Síðuskóli, Akureyri, fyrir verkefnið „Young Europeans care, discuss, realise Samninganefnd FL á toppnum! Samninganefnd FL fundaði í Fnjóskadal 30. apríl sl. en þar býr einn fundarmanna. Farið var í gegnum gerð síðasta kjara- samnings og vinna samninganefndar krufin og endurskoðuð. Liður í því að byggja samninganefnd FL upp og skapa góða liðsheild er að fara á fjöll eða aðrar ferðir sem reyna á þol, kjark og úthald. Samninganefndin fór á Kaldbak með snjóplógi og renndi sér svo niður á skíðum eða snjóþotum. Veðurguðirnir voru í góðu skapi þennan apríldag, sól skein í heiði og hitinn var um 20 stig. Kjarasamningurinn við sveitarfélögin sem skrifað var undir í lok september 2006 gildir til 30. nóvember 2008 og í haust hefst undirbúningur að næsta samningi. Það má segja að þessi ferð hafi verið gott upphaf á nýrri lotu. Gunnsteinn Ólafsson tónskáld hafði sam- band og vakti athygli á Þjóðlagaakademíu sem fer af stað á Siglufirði í sumar og hann hefur umsjón með. „Hér er um að ræða námskeið á vegum KHÍ og Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar um þjóðlagaarf okkar,“ segir Gunnsteinn. „Akademían verður samhliða Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði í sumar og hún er hluti af sumar- námskeiðum KHÍ.“ Gunnsteinn upplýsir að á námskeiðinu verði farið yfir meginþætti íslenskrar þjóðlagatónlistar og erlendir gestafyrirlesarar koma einnig á nám- skeiðið og kynna þjóðlög sinnar þjóðar. Námskeiðið er ætlað háskólanemum en hentar ekki síður kennurum og er öllum opið. Tónleikar hátíðarinnar eru hluti námskeiðsins. Sjá nánar á siglo.is/ festival ...“. Sigurður Freyr Sigurðarson kennari við skólann kynnti verkefnið og veittu verðlaunum viðtöku. 2. Verðlaun: Varmárskóli, Mosfellsbæ, fyrir verkefnið, „House, city, field, legend: Our European Home“. Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir kennari í Varmárskóla og frumkvöðull í eTwinning kynnti verkefnið og veittu verðlaunum viðtöku. Landskeppni eTwinning 2006-07 Síðuskóli, Varmárskóli, Versló og FNV hljóta verðlaun Fréttir frá FEKÍ – félagi enskukennara Enskukennarar! Munið sumarnámskeiðið! Á myndinni eru : Sverrir Sverrisson Hafnarfirði, Þröstur Brynjarsson Reykjavík, Björg Bjarnadóttir Reykjavík, Sigrún Jónsdóttir Akureyri, Aðalbjörg Pálsdóttir Egilsstöðum, Snjólaug Brjánsdóttir Akureyri, Erla Stefanía Magnúsdóttir Kópavogi, Ágústa Hilmarsdóttir Reykjavík og Fanney Jónsdóttir Akureyri. Á myndina vantar einn samninganefndarmann, Mörtu D. Sigurðardóttir, en hún er í fæðingarorlofi. Þjóðlagaakademía á Siglufirði er eitt af sumarnámskeiðum KHÍ

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.