Skólavarðan - 01.05.2007, Blaðsíða 26

Skólavarðan - 01.05.2007, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 7. ÁRG. 2007 Í síðasta tölublaði Skólavörðunnar tókst ekki betur til en svo að tvær ágætar konur voru rangfeðraðrar. Steinunn sú sem tók ljósmynd á bls. 20 er Jónasdóttir (ekki Jóns- dóttir) og Lísa Lotta aðstoðarskólastjóri Lyngholts og höfundur greinar á bls. 10-11 er Björnsdóttir (en ekki Geirsdóttir). Þær Steinunn Jónasdóttir og Lísa Lotta Björns- dóttir eru beðnar velvirðingar á þessum mistökum. F-líf, fagfélag lífsleiknikennara í fram- haldsskólum, var stofnað á síðastliðnu ári. Markmið félagsins er að vinna að framförum og umbótum í kennslu í lífsleikni í framhaldsskólum á Íslandi, vera málsvari námsgreinarinnar og vettvangur samráðs, samstarfs og þróunar hennar á skólastiginu. Í stjórn félagsins sitja Guðrún Ragnars- dóttir, Sjöfn Guðmundsdóttir og Ragn- hildur Björg Guðjónsdóttir. Varamenn eru Kolbrún Björnsdóttir og Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir. Á fyrsta starfsári hefur félagið meðal annars staðið fyrir fyrlestrum og námskeiðum á ýmsum sviðum lífsleikni. Einnig efndi félagið til samkeppni meðal framhaldsskólanema á öllu landinu um merki félagsins og bárust fjölmargar tillögur. Á aðalfundi félagsins þann 27. apríl voru veitt verðlaun fyrir þrjár innsendar tillögur. Merkið sem varð fyrir valinu er eftir Huldu Rún Þórðardóttur úr Verzlunarskóla Íslands, í öðru sæti varð tillaga eftir Róbert van Spanje nemanda á margmiðlunarsviði í Iðnskólanum í Reykjavík og í þriðja sæti var merki eftir Sunnu Jónsdóttur nemanda í Kvennaskólanum í Reykjavík. Nánari upplýsingar um félagið veita Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir s. 5577414 og Sjöfn Guðmundsdóttir formaður s. 5642963 Það verður í Reykjavík dagana 26.-30. september 2007. Á þinginu verða fluttir margir góðir fyrirlestrar sem eru áhuga- verðir fyrir listgreinakennara og fleiri kennara. Að auki verða verk nemenda grunn-, framhalds- og listaháskóla sýnd í Norræna húsinu 22. september til 7. október. Í tengslum við þingið verða auk þess sýnd verk sjálfstætt starfandi hönnuða, listiðnaðar- og handverksfólks í Gerðubergi 22. september til 11. nóvember. Dagskrá Heimilisiðnaðarþingsins verður kynnt nánar í næsta tölublaði Skólavörðunnar. Upplýsingar er einnig hægt að nálgast á www.heimilisidnadur.is og hjá Margréti Valdimarsdóttur - verkefnastjóra norræns heimilisiðnaðarþings 2007, Heimilis- iðnaðarfélagi Íslands, Laufásvegi 2, 101 Reykjavík. Skólavörðunni barst bréf frá Hrafnkeli Gíslasyni kennara við Engjaskóla og höf- undi kennsluefnis. Hrafnkell hefur um árabil samið kennsluhugbúnað og dreift án endurgjalds. Nýjasta efni Hrafnkels er á slóðinni engjaskoli.is/lestrarleikur.htm og önnur kennsluforrit hans er að finna á slóðinni engjaskoli.is/kennsluforrit.htm Kennarar eru hvattir til fylgja fordæmi Hrafnkels og senda okkur ábendingar um kennsluefni sem þeir hafa samið og vilja vekja athygli á. Ágústa Elín Ingþórsdóttir fjallar um reynslu unglinga og fullorðinna sem greinst hafa með ADHD í grein sinni Unglingar og fullorðið fólk með AD(H)D – athyglisbrest með (eða án) ofvirkni. Ágústa Elín er formaður Félags náms- og starfsráðgjafa og starfa í Borgarholtsskóla. Greinin er byggð á lokaverkefni höfundar í MA-námi í uppeldis- og menntunarfræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands og fjallar um reynslu unglinga og fullorðinna af því að vera með einkenni athyglisbrests með (eða án) ofvirkni, æsku þeirra og uppvaxtarár, skólagöngu og framtíðarhorfur. „Athyglisbrestur og ofvirkni geta verið jákvæður kraftur sem samfélagið þarfnast,“ segir Ágústa Elín í greininni, „en ef einstaklingum tekst ekki að beina þessari orku í réttan farveg getur hún brotist út í mikilli reiði og andfélagslegri hegðun. Því þurfa allir, F-líf – Félag lífsleiknikennara í framhaldsskólum Stjórn F-líf: Guðrún Ragnarsdóttir, Sjöfn Guðmundsdóttir, Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir, Kolbrún Björnsdóttir og Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir. Hulda Rún Þórðardóttir og Róbert van Spanje taka við verðlaunum. Sunna Jónsdóttir var fjarverandi. einnig skólakerfið, að leggjast á eitt um að búa þessum einstaklingum betra líf.“ Innihaldsrík, vel uppbyggð og hagnýt grein. Þá eru tvær nýjar greinar sem vert er að vekja athygli lesenda á og eru sömuleiðis mjög áhugaverðar: Birtingar- myndir vanlíðanar hjá konum í hópi grunnskólakennara eftir Hólmfríði K. Gunnarsdóttur, Herdísi Sveinsdóttur og Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur og Uppeldi til ábyrgðar - uppbygging sjálfsaga eftir Guðlaugu Erlu Gunnarsdóttur og Magna Hjálmarsson, en þar lýsa höfundar hugmyndafræði um uppeldi til ábyrgðar eða uppbyggingar (restitution) sem Diane Gossen átti upptökin að og allmargir skólar hér á landi byggja á. Fylgist með Netlu – alltaf eitthvað að gerast! Nýjar og spennandi greinar eru komnar í Netlu, veftímarit um uppeldi og menntun netla.khi.is/Kennarar! Munið eftir norræna heimilisiðnaðar- þinginu! Kennsluhugbúnaður Hrafnkels án endurgjalds Afsakið Lísa Lotta og Steinunn!

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.