Skólavarðan - 01.05.2007, Blaðsíða 13

Skólavarðan - 01.05.2007, Blaðsíða 13
13 ÍSLENSK MENNTUN, MENNTASTEFNA OG -FRAMKVÆMD 2.GREIN SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 7. ÁRG. 2007 Leikskólinn hefur jákvæða ímynd í samfélaginu að undanskilinni óánægju foreldra þegar biðlistar myndast eða loka þarf deildum og senda nemendur heim vegna mannfæðar. Slík staða hefur ítrekað komið upp í tengslum við hina svokölluðu þenslu og meðfylgjandi erfiðleika í starfsmannahaldi Staða leikskólans er þó í heildina sterk og kennslan stendur styrkum fótum á grunni samþættingar námsviða, leiks, skapandi starfs og daglegra athafna sem megininntaks náms og námsumhverfis. Að mati margra kennara er engu að síður þörf á að endurskilgreina skóladaginn með tilliti til breyttra aðstæðna. Inn í þá endurskilgreiningu fléttast margir þættir, svo sem skilgreining á grunntíma, gjaldtaka, lögverndun starfsheitis og starfsréttinda leikskólakennara, hækkun launa og aukið samstarf við foreldra. Björg Bjarnadóttir formaður FL (Félags leikskólakennara) og Þröstur Brynjarsson varaformaður, ásamt öðrum í stjórn FL, eru um þessar mundir í fundaherferð um landið þar sem þessi mál eru rædd við kennara. Fundirnir eru haldnir undir heitinu Frá gæslu til skóla - hvernig skóla? en þar er vísað að hluta til samnefndrar bókar Jóns Torfa Jónassonar um tilurð, þróun og sögu leikskóla á Íslandi og ríkjandi hugmyndir í íslenskri leikskólamenntun. Sex klukkustunda leikskóli? „Á fundunum ræðum við um skilgreiningu leikskóladagsins,“ segir Björg. „Í forgrunni er þessi spurning: Eigum við að segja, ákveða og framkvæma þá hugsun að í leikskólum fari fram skipulögð kennsla eða fræðsla í sex klukkustundir á dag og hún sé gjaldfrjáls? Það kemur fram hjá kennurum að þeir telja sex stundir þurfa til að framfylgja námskrármarkmiðum og þetta er í samræmi við stefnu Félags leikskólakennara um sex klst. gjaldfrjálsan leikskóla. Þá þarf að skilgreina þann tíma sem út af stendur. Er um að ræða skipulagða kennslu/fræðslu allan daginn eða annars konar starf?“ Björg og Þröstur leggja áherslu á að umræðan eigi að kalla fram skoðanir félagsmanna til að móta framtíðarsýn í skólastefnu FL. Tillögur verða samdar í kjölfar fundanna og lagðar fyrir aðalfund á næsta ári. Að sögn Þrastar er mjög brýnt að hafa skýra stefnu um gjaldtöku og skilgreiningu skóladagsins, þ.e. að samfélagið komi sér saman um hvað sé æskilegur lágmarkstími sem eigi að vera gjaldfrír og hvernig eigi að verðleggja það sem umfram er. „Á fundunum hefur meðal annars komið fram að þegar boðið er upp á gjaldfrjálsan leikskóla hluta dagsins sækja foreldrar um lengri viðveru. Þar sem boðið er upp á fimm gjaldfrjálsar stundir fyrir elstu nemendur sækja foreldrar, sem áður voru með börn sín í leikskóla þennan tíma, um átta klukkutíma. Þar sem leikskólinn er gjaldfrjáls allan daginn, eða í átta klukkustundir eru foreldrar í einhverjum tilfellum farnir að sækja um níu tíma daglega skóladvöl að sögn kennara. Hugmyndin um afnám eða lækkun leikskólagjalda var ekki sett fram í þeim tilgangi að lengja leikskóladag barnanna,“ segir Þröstur. Meirihluti kennara vinnur við kennslu fyrri hluta dags „Það eru tvær sögulegar skýringar á því að umræðan um þörfina á skilgrein- HVER ER VANDINN? • Mikill kennaraskortur. • Of lítið rými fyrir nemendur og kennara. • Of löng viðvera nemenda með þegjandi samkomulagi stjórnvalda, atvinnurekenda og samfélagsins í heild. • Vinnuaðstaða er víða slæm. • Síðustu klukkustundir skóladagsins eru í mörgum tilfellum án kennara en ekki skilgreindar sérstaklega. • Of lítið og illa skilgreint samstarf við önnur skólastig o.fl. aðila utan leikskólans. • Of lítil þátttaka og áhrif foreldra. • Rýr tækifæri kennara til að stunda rannsóknir og/eða nám sem miðar að skólaumbótum. • Of lítil umræða um inntak, fram- kvæmd og gildi leikskólastarfs í samfélaginu. Hver er staða leikskólans í samfélaginu? Vandi og verkefni leikskólans Ræða þarf í fullri alvöru við aðila vinnumarkaðarins, sveitarfélögin og framkvæmdavaldið um að gera foreldrum kleift að vera meira með börnum sínum. Inntak menntunar og skilgreiningu skólastarfs þurfum við að ræða sem hluta af allri stefnumótun og framkvæmd. Lj ó sm y n d ir : k e g

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.