Skólavarðan - 01.05.2007, Blaðsíða 29
29
SMIÐSHÖGGIÐ
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 7. ÁRG. 2007
Ég má til með að þakka þér, Aðal-
steinn Eiríksson, fyrir greinina Á
síðustu metrunum í Skólavörðunni í
apríl sl. Greinin er skemmtilega skrifuð
og hafði ég mikla ánægju af að lesa
frásagnir þínar af eigin skólagöngu og
hugleiðingar um kennslu og gildi þess
sem var og er enn gert í skólastarfi á
ýmsum stigum. Ég verð þó að játa að
undir lok greinarinnar var ég farinn að
klóra mér dálítið í höfðinu. En það er
nú eins og gerist og gengur – ekki er
manni gefið að skilja allt til hlítar.
Á einum stað í greininni nefnir þú nafn
mitt í tengslum við margrætt reiknilíkan.
Það gefur mér tilefni til að setjast við
tölvuna mína og skrifa þessa grein.
Reiknilíkan
Hugmyndir manna um reiknilíkan fyrir
framhaldsskóla voru orðnar nokkuð
háværar upp úr 1990. Haustið 1992 fóru
Jón Gauti Jónsson fyrrverandi bæjarstjóri
í Garðabæ, Friðrik Friðjónsson þá deildar-
stjóri í menntamálaráðuneytinu, Hjálmar
Árnason þá skólameistari Fjölbrautaskóla
Suðurnesja, Jón F. Hjartarson skólameistari
Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og
Þorsteinn Þorsteinsson skólameistari Fjöl-
brautaskólans í Garðabæ í langa ferð, m.a.
til Kanada og Danmerkur. Við kynntum
okkur hugmyndir manna um aðferðir til
að deila út fjármunum til framhaldsskóla
með reiknilíkönum og svokölluðu taxa-
meterkerfi.
Við fimmmenningarnir lögðum til að
gerð yrði tilraun til að smíða reiknilíkan
til að ákveða sanngjarnar og eðlilegar
fjárveitingar til íslenskra framhaldsskóla.
Skemmst er frá því að greina að tillögum
okkar var tekið vel og í kjölfarið hófst
vinna á ýmsum vígstöðvum, m.a. á vegum
menntamálaráðuneytisins í sérstakri nefnd
sem við Aðalsteinn sátum í og nefndum
gjarnan í gamni Módelsamtökin.
Þróunin
Smátt og smátt varð til reiknilíkan sem
Aðalsteinn hefur að mestu smíðað sjálfur
og sjálfsagt með góðri aðstoð ýmissa
töluglöggra manna. Í mínum huga var
tekin ný og dálítið sérkennileg stefna við
gerð íslensks reiknilíkans. Ég hafði alla
tíð lagt til að við tækjum upp aðferðir
sem reyndar hafa verið úti í hinum stóra
heimi og víðast hvar með góðum árangri.
Niðurstaðan var önnur. Notuð var þekkt
íslensk aðferð – við reyndum að finna upp
hjólið sjálf.
Hugmyndafræðin
Á árunum 1996 og 1997 tók ég m.a. tvo
áfanga í skólastjórnun á meistarastigi við
háskóla í Bandaríkjunum. Grunnhugmynd
fræðanna í þessum áföngum um reikni-
líkan er að mæla fjármagnsþörf á eins
sanngjarnan og réttlátan hátt og unnt er.
Þegar sá útreikningur liggur fyrir taka við
nýjar aðferðir til að láta þá fjármuni duga
sem tiltækir eru hverju sinni. Með öðrum
orðum: Fyrst er að sjá hvað hlutirnir kosta
og síðan eru gerðar áætlanir og ráðstafanir
til að láta peningana duga, svo sem með
kröfu um tiltekinn sparnað í prósentum,
t.d. með flötum niðurskurði.
Í núverandi reiknilíkani er þessu
grautað saman. Settar eru inn forsendur,
sem ekki standast. Framlag vegna meðal-
mánaðarlauna kennara fyrir kennslu,
vegna stjórnunarstarfa, aldursafsláttar og
fleiri þátta hafa jafnan verið of lág. Þetta
er gert til þess að heildarniðurstöðutalan
verði eins hentug og unnt er. Reiknilíkanið
í núverandi mynd er því tæki til að skipta
fyrirfram ákveðinni fjárhæð en ekki tæki
sem segir okkur hvað hlutirnir kosta í raun
og veru.
Staðan nú
Ég hef undanfarið verið talsmaður þess
að við reynum að ná sátt um að taka
þetta reiknilíkan og laga betur að þörfum
framhaldskólastigsins sem á, og er í reynd,
að taka inn mjög breiðan hóp nemenda.
Þetta hefur gengið mjög erfiðlega.
Reiknilíkanið er ekki aðgengilegt. Nefnd
sem átti að endurskoða líkanið var ekki
kölluð saman. Nú hefur reyndar verið gerð
bragarbót á því og mun ný nefnd vonandi
halda fundi og gera tilraunir til að laga
reikniverkið.
Stærsti gallinn
Í lögum um framhaldsskóla er kveðið á
um að framhaldsskólinn skuli vera fyrir
alla nemendur sem lokið hafa grunn-
skólaprófi. Þess vegna taka margir skólar
inn breiðan hóp nemenda - þó ekki allir.
Í þessum breiða hópi eru nemendur
með misgóðar einkunnir á samræmdum
prófum 10. bekkjar grunnskóla og eru því
misvel búnir undir nám í framhaldsskóla.
Ein grundvallarhugmynda áfangakerfis
er að nemendur geti tekið námsefni með
mismunandi hraða. Þess vegna hafa orðið
til hægferðaráfangarnir 102, 122, 202 og
212. Áfangar þessir gefa tvær einingar þótt
vikulegar kennslustundir (6 kennslust.) séu
jafnmargar og í hraðferðaráföngunum
103 og 203. Lengi vel fengu skólarnir lægri
fjárveitingu fyrir hægu áfangana þar sem
einingarnar voru færri. Þetta var leiðrétt
hjá mörgum skólum en þó ekki öllum.
Hægferðaráfangarnir eru ein undir-
staða þess að hægt sé að þróa öflugt
og gott starf á almennum brautum. Á
almennum brautum eru í boði ýmsir
áfangar sem eru nokkuð vel metnir í
reiknilíkaninu en það er ekki lengur hægt
að ganga fram hjá hægferðunum.
Nú er staðan þannig að skólstjórn-
endum finnst ekki fýsilegt að bjóða upp á
hægferðaráfanga. Í þessum áföngum eru
nemendur sem fengið hafa einkunnirnar
4,5 - 6,5 í samræmdum prófum 10. bekkjar
grunnskóla. Þetta eru nemendur sem
þurfa mikla aðstoð og eru jafnan í mikilli
brottfallshættu. Kerfið er þannig að skólum
er miskunnarlaust refsað fjárhagslega ef
þessir nemendur mæta ekki í lokapróf
hverrar annar. Kerfið ýtir því undir að
skólar taki frekar inn nemendur með háar
einkunnir og það er einmitt það sem nú á
sér stað. Hvernig ætlum við að mæta þeirri
skyldu okkar að hafa framhaldsskólann fyrir
alla með fyrirkomulag af þessu tagi? Þessi
stefna gerir að engu menntunartækifæri
ungmenna sem af einhverjum ástæðum
ljúka grunnskólaprófi með slökum árangri.
Er það metnaðarfull menntastefna?
Ég þekki af langri reynslu fjölmörg
dæmi um ungt fólk sem spjaraði sig vel og
lauk góðum prófum, m.a. á háskólastigi,
Vangaveltur og athugasemdir
eftir lestur greinarinnar „Á síðustu metrunum“ eftir Aðalstein Eiríksson.
Ég hafði alla tíð lagt til að við tækjum upp aðferðir sem reyndar
hafa verið úti í hinum stóra heimi og víðast hvar með góðum
árangri. Niðurstaðan var önnur. Notuð var þekkt íslensk aðferð
– við reyndum að finna upp hjólið sjálf.
Þorsteinn Þorsteinsson
Lj
ó
sm
y
n
d
f
rá
h
ö
fu
n
d
i