Skólavarðan - 01.05.2007, Blaðsíða 11
11
KENNARINN SEM LEIÐTOGI
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 7. ÁRG. 2007
persónugerður og kennarinn lítil skrúfa í
stóru gangverki. Þar með er búið að rýra
og smætta starfsheitið kennari og koma
því vandlega fyrir á jaðri umræðunnar.
Nýir leiðtogar
Á leitarvefnum Google fundum við
eina grein þar sem orðin kennari og
leiðtogi koma fyrir í sömu setningu.
Það er ræða forseta Íslands sem hann
hélt á degi símenntunar 1999. Þar segir
forsetinn: „Hefðin byggðist á fastmótaðri
og helgaðri skipan á verkefnum, valdi
og stöðu. Menntunin var bundin við
ákveðinn tíma á yngri árum og þar var
kennarinn leiðtogi í smáu og stóru enda
yfirburðir hans ótvíræðir og afgerandi.“
Að mati forsetans hefur kennarinn misst
formlega leiðtogastöðu sína og yfirburðir
hans því ekki jafn afgerandi og áður.
Leiðtogastaða samkvæmt gamalli hefð
verður ekki endurheimt enda telst það vart
eftirsóknarvert né við hæfi á breyttum
tímum. Síðar í greininni bendir forsetinn
á að með aukinni menntun í samfélaginu
hafi forræði kennara yfir námi og menntun
minnkað. Hann segir jafnframt að umræðu
um menntamál á undanförnum áratugum
hafi einkum verið bundin við samninga,
lög, réttindi, kröfur og skipulag. Því
erum við sammála. Augljóslega felast viss
hættumerki í því að kennarinn er settur til
hliðar í umræðunni og einblínt er um of á
rammann sem honum er búinn. Við teljum
eina afleiðingu þessa vera þá að kennarinn
fái ekki tækifæri til að skilgreina sig sem
leiðtoga né taka sér stöðu sem slíkur.
Brýn þörf er á að kennarinn skilgreini
sig upp á nýtt í og taki sér leiðtoga-
hlutverk sem hæfir í breyttu samfélagi.
Áður voru kennarar sjálfkrafa skilgreindir
leiðtogar en vegna hærra menntunarstigs
í þjóðfélaginu og vilja foreldra til áhrifa
þurfa kennarar að geta rökstutt fyrir
sjálfum sér og öðrum fyrir hvað þeir
standa. Kennarar þurfa því að taka sér
nýja leiðtogastöðu.
Leiðtogi eða leiksoppur?
Leiðtogi er að okkar mati einstaklingur
sem veit fyrir hvað hann stendur og
hvert hann stefnir fremur en handhafi
formlegs valds sem skilgreint er í skipuriti.
Andstæða leiðtogans er leiksoppurinn,
sem samkvæmt íslenskri orðabók merkir
leikbrúða eða handbendi. Leiksoppur upp-
lifir sig ofurseldan forræði annarra og á
því erfitt með að taka stjórn og sjá tilgang
þess að setja sér markmið. Til að lýsa nánar
eiginleikum leiðtoga og leiksopps settum
við upp töfluna hér að neðan.
Margir kennarar geta staðsett sig
í töflunni sem leiðtogar og aðrir sem
leiksoppar. Við teljum leiðtogahlutverkið
eftirsóknarverðara, bæði fyrir einstaka
kennara og stéttina í heild. Að taka sér
leiðtogahlutverk snýst um að finna styrk
sinn, axla ábyrgð, taka stjórnina og fagna
ögrandi verkefnum. Leiksoppurinn afsalar
sér hins vegar áhrifamætti sínum á eigin
fagmennsku, bælir eigin styrk og eflir
veikleika sína. Bæði hlutverkin eru erfið
og krefjast ólíkra fórna og aðlögunar.
Kennarar eiga val um að gerast leið-
togar eða leiksoppar sem samþykkja að
vera handbendi annarra. Leiðtogar benda
ekki á utanaðkomandi þætti sem koma í
veg fyrir að þeir geti styrkt stöðu sína. Þeir
sem það gera efla leiksoppinn í sér sem
dafnar þá líkt og púkinn á fjósbitanum.
Virk afstaða leiðtogans felst í því að
skoða aðstæður og taka ákvarðanir um
viðeigandi viðbrögð við þeim. Leiðtoginn
trúir því að allir geti alið sig upp og
þroskað þannig leiðtogafærni sína. Óvirk
afstaða leiksoppsins er hins vegar sú að
hann trúir ekki að hann geti haft áhrif
á umhverfi sitt, lætur allt yfir sig ganga
og kennir öðrum um það sem miður fer.
Orðfæri hins óvirka leysir hann undan allri
ábyrgð og hann styrkist í þeirri trú sinni að
hann sé leiksoppur sem ráði ekki eigin lífi
og aðstæðum. (Covey, 1991).
Eigi kennarar að öðlast þá stöðu sem
þeim ber þurfa þeir, bæði sem einstaklingar
og sem hópur, að sjá sér hag í að verða
viðurkenndir leiðtogar sem koma auga á
tækifæri, líta á vandamál sem verkefni og
einblína ekki á hindranir.
Kennarar við stjórnvölinn
Velta má fyrir sér hvort fjarvera kennara
í umræðu um skólastarf og kennslu sé
afleiðing aukinnar miðstýringar? Sífelldar
og oft á tíðum misvísandi kröfur eru
gerðar til kennara og þeir fá leiðbeiningar
frá margskonar „sérfræðingum“. Það
gerir þeim erfiðara um vik að þjálfa leið-
togafærni sína. Öll þessi skilaboð ýta undir
frumkvæðis- og valdaleysið sem nærir
leiksoppinn.
Þeir sérfræðingar sem vilja segja
kennurum til eru af ýmsum toga, bæði
ráðnir sem slíkir og úr röðum foreldra
og stjórnmálamanna. Allir hafa reynslu
Leiðtoginn lagður af stað
til móts við nýja tíma
Leiksoppurinn lagður til
hliðar á meðan sérfræðingar
ráða ráðum sínum
Leiðtogi Leiksoppur
Gerandi í eigin lífi •
Þekkir þau gildi sem hann vill starfa eftir•
Hefur meðvitaða stefnu •
Axlar ábyrgð •
Tekur stjórnina•
Setur sér markmið•
Forgangsraðar verkefnum •
Hrífur með sér •
Tekst á við ögrandi verkefni•
Óttast ekki breytingar •
Upplifir áhrifaleysi•
Þekkir ekki eigin gildi •
Lætur reka á reiðanum•
Axlar ekki ábyrgð •
Hindranir vaxa honum í augum •
Treystir á aðra •
Er óöruggur og áhrifagjarn •
Fæst helst við það sem hann þekkir vel•
Óttast breytingar•