Skólavarðan - 01.05.2007, Blaðsíða 18
18
ORLOFSMÁL
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 7. ÁRG. 2007
Félagsmenn í Kennara-
sambandi Íslands:
Mikið er af lausum vikum á Orlofsvefnum
og alltaf bætast við fleiri Flakkarahús.
Af þeim 575 sem fengu úthlutað
orlofsviku í sumar hafa á annað hundrað
skilað úthlutuninni. Þær vikur fara
jafnóðum á Orlofsvefinn: secure.ki.is/
orlofsvefur/
Sala á Flakkaranum hófst 1. maí.
Enn er mikið af gistinóttum óseldar. Ný
Flakkarahús bætast stöðugt bætast við og
því mikilvægt að kennarar sem ætla að
fá húsnæði hjá Orlofssjóði í sumar fylgist
vel með á Orlofsvefnum. Flakkaratilboð í
sumar eru 36 leigueiningar og hægt er að
bóka og borga um leið á netinu.
Verð á orlofshúsnæði
Heyrst hefur af umræðu á kennarastofum um hátt verð á orlofshúsnæði KÍ. Því hefur
verið gerð athugun á leiguverði hjá öðrum stórum stéttarfélögum. Við samanburð kom
í ljós, sjá meðfylgjandi töflu, að meðalverð hjá þessum stéttarfélögum var 18.410. - kr.
fyrir vikuleigu næsta sumar. Hjá Orlofssjóði KÍ er meðalverðið í sumar 18.451.- kr., sjá
töflu 2. Rétt er að benda á að í verðflokki D hjá Orlofssjóði KÍ er verið að leigja glæsileg
90m² heilsárshús sem eru mun stærri en venjuleg orlofshús annarra stéttarfélaga. Því má
segja að verð Orlofssjóðs KÍ sé mjög hagstætt fyrir félagsmenn.
Orlofsgjald vinnuveitenda
Vinnuveitendur greiða orlofsgjald til orlofssjóða stéttarfélaganna. Félagsmenn greiða
ekki þetta gjald. Vinnuveitendur greiða mismunandi orlofsgjald til stéttarfélaga
vegna starfsmanna sinna. Garðabær greiðir til dæmis 0.5% orlofsgjald af launum
leikskólakennara og aðeins 0,25% af launum grunnskólakennara, tónlistarskólakennara
og skólastjóra. Sama gildir um mörg önnur sveitarfélög. Þau greiða hærra orlofsgjald til
bæjarstarfsmannafélaga en Kennarasambandsins. Tekjur orlofssjóða stéttarfélaganna
eru mjög mismiklar og því ekki sanngjarnt að gera kröfu um sama leiguverð hjá þeim
öllum. Mikilvægt er að félagsmenn og forysta Kennarasambandsins beiti sér fyrir því í
næstu kjarasamningum að orlofsgjaldið verði hækkað sbr. samþykkt síðasta fulltrúaþings
KÍ. Það er löngu orðið tímabært að fylgja eftir þeirri lágmarkskröfu að sveitarfélögin
greiði jafnhátt orlofsgjald vegna allra sinna starfsmanna. Fyrsta skrefið gæti verið að
samræma orlofsgjaldið hjá öllum aðildarfélögum Kennarasambandsins.
Samanburður á orlofsgjaldi stéttarfélaga
Aðildarfélög KÍ: Ýmsir aðrir:
FL 0.50% Garðabær 1,80% Ólafsfjörður 0,80%
FG 0.25% Vestmannaeyjar 1,25% Reykjanesbær 0,75%
SÍ 0.25% Kópavogur 1,00% Sjúkraliðafélagið 0,30%
FT 0.25% Skagafjörður 1,00%
FS 0.25% Hafnarfjörður 1,00%
FF 0.25% Samstaða 1,00%
BHM 18000
BSRB 19000
Efling 17600
Félag ísl. hjúkrunarfræðinga 17500
FIT 17000
Flugvirkjar 17000
Rafiðnaðarsambandið 20600
SFR 19500
Sjúkraliðafélagið 18200
Landssamband lögreglumanna 19700
Ný hús og íbúðir á Orlofsvefnum
Rauðhús, Eyjafjarðarsveit
Hrísmóar 9, Signýjarstöðum Borgarfirði
Sandhólar 8, Heiðarbyggð Flúðum
Sumarhús við Faxa í Biskupstungum
Hafnarstræti 81 Akureyri, 4 íbúðir
Hjallalundur 7d Akureyri, íbúð
Nánari kynning á heimasíðu Orlofssjóðs:
www.ki.is/orlof
Ný orlofshús í Ásabyggð
Í sumar verða tekin í notkun tvö ný 75m²
orlofshús í Ásabyggð. Þau verða þau leigð
sem Flakkarahús frá 6. júlí.
Fyrstur kemur, fyrstur fær!
Orlofshús – orlofshús!
Meðalverð Fjöldi húsa
Verðflokkur A 13 - 15.000.- 14.000.- 14
Verðflokkur B 16 - 18.000.- 17.000.- 12
Verðflokkur C 19 - 21.000.- 20.000.- 28
Verðflokkur D 22 - 24.000.- 23.000.- 8
Tafla 1
Tafla 2
FAXI Í BISKUPSTUNGUM
HEIÐARBYGGÐ
HRÍSMÓAR 9, SIGNÝJARSTÖÐUM
ÁSGARÐUR
STYKKISHÓLMUR
HAFNARSTRÆTI Á AKUREYRI
RAUÐHÚS, EYJAFJARÐARSVEIT