Skólavarðan - 01.05.2007, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 01.05.2007, Blaðsíða 28
28 FRUMKVÖÐLASTARF SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 7. ÁRG. 2007 Nemendur í 9. og 10. bekk Heppuskóla í Hornafirði sátu námskeið um frum- kvöðlastarf sem haldið var dagana 3. til 5. nóvember sl. Skemmst er frá að segja að gífurlegur áhugi reyndist vera meðal nemenda á námskeiðinu og verkefnin sem þátttakendur unnu einkenndust af metnaði og hugmyndaauðgi. Guðmundur Ingi Sigbjörnsson skóla- stjóri Heppuskóla segir hér í stuttu máli frá námskeiðinu og afrakstri þess, en hann átti frumkvæðið að því að námskeiðið var haldið. „Það var gamall draumur minn“, segir Guðmundur Ingi aðspurður um hvernig honum datt þetta í hug. Þess má geta að á nú á vorönn tóku 8. bekkingar skólans þátt í samskonar námskeiði og hér er sagt frá. En gefum Guðmundi Inga orðið. Öllum nemendum skólans var gefinn kostur á að sækja um þátttöku í nám- skeiðinu en áður hafði það verið kynnt í hverri bekkjardeild, þ.e.a.s. í 8. til 10. bekk. Gífurlegur áhugi reyndist vera hjá nemendum og tæplega fimmtíu nemendur sóttu um inngöngu á námskeiðið. Þetta leiddi til þess að þátttaka í þessu fyrsta námskeiði var takmörkuð við nemendur úr 9. og 10. bekk, alls 20 nemendur. Þessi mikla þátttaka kom verulega á óvart og sú spurning vaknaði hvers vegna nemendur í 8. til 10. bekk hafa svona mikinn áhuga á frumkvöðlavinnu? Ef til vill er hluti skýringarinnar að lögð hefur verið mikil áhersla nýsköpunarkennslu í grunnskólanum. Einnig er ekki ólíklegt að tilkoma Nýheima og Frumkvöðlasetursins í sveitarfélagið hafi áhrif á nemendur. Frumkvöðlasetrið og starfsemi þess er kynnt fyrir nemendum með skipulögðum hætti og hefur það sennilega áhrif á skoðanir þeirra á þessum málum. Einnig er lögð áhersla á frumkvæði og framtak hvers og eins nemanda í skólanum og það hefur trúlega sitt að segja. Hvað sem þessu líður er ljóst að hópurinn sem tók þátt í þessu námskeiði var ótrúlega frjór í hugsun og gaman að fylgjast með hvernig ungmennin unnu hugmyndir sínar áfram til fullmótaðrar viðskiptahugmyndar. Með vinnu af þessu tagi eru þátttakendur einnig hvattir til að sjá og reyna að nýta þau tækifæri sem liggja ónýtt í þeirra eigin samfélagi. Starf sem þetta með unglingum stuðlar að eflingu samfélagsins þegar fram líða stundir. Námskeiðið fór fram á Hrolllaugsstöðum dagana 3. til 5. nóvember. Aðalleiðbein- andi var G. Ágúst Pétursson og honum til lið-sinnis voru Ari Þorsteinsson sem starfar hjá Frumkvöðlasetrinu og Eiríkur Hansson kennari. Unnið var í hópum og hver hópur hafði eftirfarandi sameiginleg verkefni: • Að koma auga á tækifærin í umhverfinu • Lýsingu hugmynda og markmiðasetningu • Markaðsgreiningu, sölutækni og markaðsfærslu • Fjárhagslega áætlanagerð • Gerð viðskiptaáætlunar • Kynningartækni og framsetningu Í hópastarfinu átti vinna nemenda að gerð viðskiptaáætlana að sýna fram á hvernig hugmyndir þeirra um nýsköpun gætu orðið að veruleika. Sótt var um styrk í Atvinnuþróunarsjóð Austurlands og einnig var sótt um styrki til fyrirtækja á Höfn. Allir þeir aðilar sem leitað var til sýndu hugmyndinni mikinn skilning og styrktu verkefnið. Verkefnin Alls störfuðu sjö hópar á námskeiðinu. Verkefnin sem þeir unnu að voru sem hér segir: Tækniþörf Fyrirtæki á tæknisviði gerir auglýsingar, tekur myndir og býr til heimasíður Frú Lára Fyrirtækið býður upp á blóm, blóma- skreytingar og veisluþjónustu. Heilsu Tunglið Skyndibitastaður með hollan, góðan og ódýran mat Tíu litlir fingur Fyrirtæki sem tekur að sér barnapössun og veitir börnunum þroskandi afþreyingu Beauty & Beast Fyrirtæki á sviði hönnunar og sölu fatnaðar úr minkaskinni Súpubarinn Fyrirtækið býður upp á góðar og ódýrar súpur með brauði Fjórhjólafélagið ehf. Fyrirtækið býður upp á ferðir í nágrenni Hafnar Lokakynningin fór fram í bíósal Sindra- bæjar á Höfn sunnudaginn 5. nóvember að viðstöddum fjölda áheyrenda. Þar fór einnig fram afhending verðlauna. Allir sem þátt tóku fengu viðurkenningarskjal og einnig voru veitt peningaverðlaun fyrir tvö bestu verkefnin. Niðurstaðan af þessari tilraun er fyrst og fremst sú að halda beri áfram að þróa þetta frumkvöðlastarf með börnum og unglingum. Í tengslum við námskeiðið kviknaði sú hugmynd að á Hrolllaugs- stöðum ætti að stofna Frumkvöðlaskóla Íslands. Markaður fyrir skóla af þessu tagi er til staðar bæði innanlands sem utan og hugmyndin og nokkur reynsla er til staðar. Einungis vantar aðila sem eru tilbúnir til að kosta undirbúning og fyrstu skrefin á þessari spennandi braut. Guðmundur Ingi Sigbjörnsson Höfundur er skólastjóri Heppuskóla. Ungir frumkvöðlar á Austurlandi Lj ó sm y n d ir f rá h ö fu n d i

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.