Skólavarðan - 01.05.2007, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 01.05.2007, Blaðsíða 10
10 KENNARINN SEM LEIÐTOGI SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 7. ÁRG. 2007 Staða kennarans hefur á undanförnum áratugum breyst verulega, bæði hvað varðar inntak starfsins og stöðu kennarans í þjóðfélaginu. Í breyttu samfélagi sem einkennist af aukinni menntun og kröfum þegnanna um gegnsæi og góða þjónustu hefur smátt og smátt fjarað undan sjálfgefinni virð- ingarstöðu starfsins. Þetta hefur haft þær afleiðingar að okkar mati að nú er svo komið að kennarar þurfa að ávinna sér þá stöðu sem þeir vilja öðlast. Við teljum farsælt að fagmennska sé sá þáttur sem sjónum verði beint að. Einn grunnþáttur fagmennsku kennarans er að okkar mati leiðtogahæfni, enda er hann ennþá í sjálfgefinni leiðtogastöðu í kennslustofunni. Fjarvera kennarans Í umræðu um skólamál er athyglisvert að skoða þá mynd sem þar birtist af kennaranum og störfum hans. Umræðan einkennist af því að aðrir segja kennurum fyrir verkum og þeir svara með því að benda á að þeir vinni vinnuna sína og einnig að sá rammi sem þeim er búinn sé þröngur. Í umræðunni birtist kennarinn oft sem valdalaus leiksoppur en ekki leiðtogi og fagmaður. Áhrif þessa geta orðið þau að ímynd kennarans sem leiðtoga hverfur. Undanfarinn áratug hefur umræða um mikilvægi leiðtogafærni verið áberandi og fjarvera kennarans í þeirri umræðu er einkar áhugaverð. Þar er iðulega horft til þeirra sem hafa formleg og viðurkennd völd stöðu sinnar vegna. Sama á við þegar skoðuð eru rit um leiðtogann í skólastarfi. Þar er nær eingöngu fjallað um þá sem hafa formlegt og viðurkennt vald samkvæmt skipuriti, skólastjórnendur og millistjórnendur. Hinn almenni kennari kemst varla á blað nema sem viðfang formlegra stjórnenda. Í leiðtogafræðum er því litið framhjá kennaranum sem er fyrsti leiðtogi barna að undanskildum fjölskyldumeðlimum. Höfundar kynntu sér leiðtogafræði og skrif um leiðtogafærni til að finna umfjöllun um kennarann sem leiðtoga. Leitað var fanga í fræðilegum skrifum og í gagnasafni Morgunblaðins. Þegar leitar- orðið kennari er slegið inn í gagnasafn Morgunblaðsins er niðurstaðan tæplega 400 greinar. Við nánari skoðun kemur í ljós að í fæstum þeirra er kennarinn og störf hans umfjöllunarefni. Þær fjalla um skólamál í víðum skilningi og margar þeirra um kaup og kjör. Sé leitarorðið skólamál slegið inn í sama gagnasafn birtast 43 greinar. Tæplega helmingur þeirra eru framboðsgreinar þar sem stjórnmálamenn lofa því að bæta skólana. Tíu greinar fjalla um skólastarf, og þá aðallega vandamál tengd sérkennslu eða sérþörfum, og svo eru viðtöl við forsvars- menn hagsmunasamtaka. Einnig eru nokkur viðtöl við foreldra sem óska eftir betri þjónustu fyrir börn sín. Í þessum greinum ríkir alger þögn um mikilvægi kennarans sem leiðtoga í lífi barna. Hann er fjarverandi, ekki er rætt um fagmennsku hans og störf en einblínt á það sem hann gerir ekki og er ekki fær um að veita. Greinar um skólamál og kennslu fjalla að stærstum hluta um háleita drauma stjórnmálamanna um betri skóla og hins vegar um það sem skortir; hærri laun, meiri mannafla, aukið tímamagn, betra rými, fleiri sérúrræði og betri kennsluhætti. Kennarinn er ekki gerandi heldur hluti af pakkanum „foreldrar, nemendur, kennarar og starfsfólk skóla“. Í umræddum greinum er skólinn er Leiksoppinn af snaganum og leiðtogann sýnilegan! Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir og Edda Kjartansdóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.