Skólavarðan - 01.05.2007, Blaðsíða 15

Skólavarðan - 01.05.2007, Blaðsíða 15
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 7. ÁRG. 2007 mega aldrei vera settar fram fyrir þarfir barna til samveru með fjölskyldu sinni. Í ljósi breytinga á samfélaginu er einmitt ljóst að ræða þarf í fullri alvöru við aðila vinnumarkaðarins, sveitarfélögin og framkvæmdavaldið um að gera foreldrum kleift að vera meira með börnum sínum. Umræðan um endurskilgreiningu leik- skóladagsins er að þeirra sögn innlegg í þá baráttu um leið og hún er í samhengi við þróun starfsins í leikskólanum í tengslum við samfélagsbreytingar. Breyttur leikskóli – ný hugtök „Inntak menntunar og skilgreiningu skólastarfs þurfum við að ræða sem hluta af allri stefnumótun og framkvæmd,“ segir Björg. „Kennarar skoða þessi mál út frá skólapólitískri sýn og ef þeir vekja ekki athygli á og hafa áhrif á þróun mála í skólastarfi, hver á þá að gera það? En það eru vissulega önnur og mun hversdagslegri mál sem hvíla á kennurum á vettvangi. Númer eitt er skortur á leikskólakennurum. Hann er orsök mikilla starfsmannaskipta vegna þess að hlutfall leiðbeinenda er allt of hátt og það er sá hópur sem fer úr starfi. Þessum hlutföllum verður að breyta,“ segir Björg. „Það er áberandi,“ segir Þröstur, „að á stöðum þar sem hlutfall kennara er hátt í leikskólum er umræðan og hugsunin allt önnur.“ Björg nefnir að á Akureyri er til dæmis vel mannað af kennurum og þar nota allir hugtök á borð við kennslu, skólastjóra og nemendur. „Hlutfall fagfólks hefur gífurleg áhrif á alla menningu og innra starf leikskóla,“ segir hún. Þröstur vekur athygli á gildi þess fyrir kennara að kynnast slíkri menningu í heimalandinu. „Ég segi alltaf við fólk sem er að skipuleggja kynnisferðir í leikskóla erlendis að það ætti allt eins að fara til Akureyrar. Kynnisferðum þangað fjölgar reyndar jafnt og þétt,“ segir hann. Umræða um hvaða hugtök eigi að nota um leikskólastarf hófst að sögn Bjargar með útgáfu aðalnámskrár leikskóla árið 1999, en fram að því hafði verið gefið út sambærilegt rit undir heitinu uppeldisáætlun. „Þá kom þessi stóra spurning um hvort rétt væri að taka upp ný hugtök og við erum ennþá í þeirri umræðu,“ segir Björg. „Með útgáfu aðal- námskrár var tekið fyrsta skrefið til að samræma hugtök milli skólastiga og vera samstiga í skilningi á skólastarfi.“ Enn gætir viss óöryggis í hópi kennara í leikskólum gagnvart þessum hugtökum að sögn Bjargar og þessi uggur endurspeglaðist um tíma m.a. í mikilli útbreiðslu sk. skólahópa fimm ára barna í leikskólum þar sem kennarar reyndu að færa sig nær grunnskólanum í kennsluháttum. „Meðal annars af þessum sökum óttast sumir að notkun hugtaka á borð við nám og kennslu leiði til þess að leikskólinn lagi sig að grunnskólanum og aðferðafræði hans,“ segir Björg. „En þessi ótti er á undanhaldi og leikskólakennarar eru farnir að þora að segja að þeir séu kennarar og kenni börnum – svo bæta þeir við töfraorðunum í gegnum leikinn. Leikurinn fylgir alltaf þegar leikskólakennarar skilgreina kennslu. Leikur, skapandi starf og daglegar athafnir, þetta þrennt er sett undir einn hatt og allt jafn mikilvægt.“ Björg segist telja tortryggni á hugtakið kennslu í leikskóla vera af sama meiði og einstrengingslega túlkun á sama hugtaki í tengslum við grunnskólastarf. Ef kennarar eru meðvitaðir um hvaða hugmyndafræði þeir aðhyllast og hvaða aðferðum þeir beita og hvers vegna, ættu þeir að geta sett hvaða hugtök sem er á hlutina. „Þessi þróun, að tvískipta skóladeginum og nota ólík hugtök um starfið sem fram fer á hvorum dagshluta um sig, er reyndar nú þegar á fleygiferð úti í leikskólunum,“ segir Björg. „Leikskólastjórar skipuleggja skóladaginn í auknum mæli þannig að boðið er upp á kennslu eða skipulagt starf frá klukkan átta til þrjú eða þar um bil. Eftir það eru til dæmis framhaldsskólanem- endur eða aðrir leiðbeinendur að vinna með börnunum og ef til vill er einn kennari á staðnum. Þetta skref hefur þegar verið stigið í mörgum leikskólum og við erum því ekki að tala um róttækar nýjungar með endurskilgreiningu skóladagsins og innleiðingu annarra hugtaka, heldur erum við fyrst og fremst að svara þeim breytingum sem þegar hafa orðið eða eru í gangi. Við þurfum að nota réttu orðin um hlutina og skilgreina okkur í samræmi við veruleikann.“ Sérstök hugtakanefnd hefur verið starfandi í Félagi leikskólakennara og í mars sl. sendi hún frá sér greinargerð með tillögum um meginhugtök í leikskólastarfi. Þar á meðal eru hugtökin kennari og nemandi, skóli og skólastjóri. Tillaga hugtakanefndar um að leggja áherslu á tiltekin hugtök hefur verið samþykkt af stjórn FL og skólamálanefnd félagsins og hefur verið kynnt félagsmönnum í trúnaðarmannabréfi. Lögverndun staðsetur leikskólann hjá öðrum skólastigum Af áþreifanlegum vanda sem leikskólinn á við að etja hefur kennaraskortur þegar verið nefndur. Björg segir að skortur á kennurum sé jafnframt sá vandi sem brýnast er að leysa á leikskólastiginu. Erfiðlega gengur að leysa þennan vanda sem væri snöggtum viðráðanlegri ef kennarastörf væru betur launuð og metin að verðleikum. Eitt hefur þó gerst að undanförnu sem vonir standa til að ýti undir að kennarar ráði sig til starfa í leikskólum, en það mun þó varla gerast án þess að fleira komi til. Þetta er undirbúningur lögverndunar starfsheitis leikskólakennara, sem er eitt af tíu skrefunum í samnefndu samkomulagi Kennarasambands Íslands og menntamálaráðherra. Björg Bjarnadóttir fjallaði um lög- verndun leikskólakennara á ársfundi KÍ þann 27. apríl sl. og sagði þá meðal annars að í henni fælist viðurkenning á kennarastarfinu í leikskólum og mikilvægi skólastigsins. Full samstaða er um lög- verndunina í ráðuneyti, hjá fulltrúum sveitarfélaga sem að málinu komu og í kennarasamfélaginu og þrátt fyrir nýafstaðnar kosningar, með breytingum sem þeim kunna að fylgja, er ekkert sem 15 Þrengslin í leikskólunum er mikill vandi. Það er ekki það að of mörg börn séu á starfsmann heldur eru hóparnir sjálfir allt of stórir í allt of litlu rými. Þá er mjög brýnt að bæta vinnuaðstöðu kennara. Nýju skólarnir eru þokkalega útbúnir en víða er aðstaðan alveg hrikaleg. ÍSLENSK MENNTUN, MENNTASTEFNA OG -FRAMKVÆMD 2.GREIN

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.