Skólavarðan


Skólavarðan - 01.11.2001, Síða 15

Skólavarðan - 01.11.2001, Síða 15
Starfsfólk skólans heldur vel hópinn og bryddar upp á ýmsu skemmtilegu til að krydda tilveruna og auka samheldni. Erla Gunnarsdóttir skólastjóri Safamýrarskóla segir allt starfsfólk skólans vera staðráðið í að gera hann að skemmtilegum vinnustað þar sem öllum líður vel og gaman er að vera. „Hér er mjög góður starfsmannahópur, jákvæður, úrræðagóður, glaðlyndur, metn- aðarfullur og duglegur í starfi. Starfsand- inn er mjög góður. Ef til vill má rekja það að hluta til þess að löng hefð er fyrir miklu samstarfi í skólanum, við þurfum hvert á öðru að halda.“ Árlega er kosin þriggja manna starfs- mannastjórn sem skipuleggur leikhúsferð- ir, bíóferðir, partý, óvissuferð og svo fram- vegis. Hún stendur fyrir uppákomum og viðheldur hefðum sem hafa orðið til í gegnum árin og gefist vel. Í kringum hverja árstíð hafa til dæmis skapast vissar hefðir. „Hefð er fyrir því að fara í álfaleik fyrir jólin en þar á hver sinn leynilega velgjörða- mann sem gaukar að honum hlýlegum orð- um, brandara eða einhverju örlitlu en huggulegu. Meðan á álfaleik stendur er skemmtilegt andrúmsloft, skólinn er undir- lagður af alls kyns vísbendingum, svo sem blöðrum, borðum og ýmsum vörðum sem eiga að leiða fólk að gæsku álfanna. Smákökur finnast í vösum, bílar eru skreyttir, til dæmis með músastigum, skór burstaðir, frumort ljóð á glámbekk eða rúnstykki bíður á uppdekkuðu borði í kaffi- tíma. Álfar fara laumulega um og álfabörn- in eru sífellt að reyna að lesa í hver þeirra álfur er,“ segir Erla. Á jólunum er borðað saman hangikjöt í skólanum og haldið jólaball fyrir börn, barnabörn og/eða frændsystkini starfs- manna. Vorið er tími óvissuferðar skólans og verið er að fjármagna hana allt árið. „Óvissuferðin er fjármögnuð að miklu leyti með kökusölu. Við skiptumst á að mæta með köku einu sinni í viku og það kemur þannig út að hver starfsmaður þarf að koma með köku einu sinni á ári. Við höf- um líka stundum hlaðborð á starfsdegi. Þá skiptum við okkur niður í hópa og kemur hver í hópnum með einn rétt. Við erum líka með sjoppu fyrir kennara sem starfs- mannafélagið rekur og þar er sjálfsaf- greiðsla.“ Andrúmsloftið er að sögn Erlu með miklum ágætum hvað sem fólk tekur sér fyrir hendur. „Stór hluti starfsmanna sótti gítarnámskeið í skólanum og hittist annað veifið á gítarkvöldum. Hópurinn hefur frá upphafi troðið upp, öðrum og ekki síður sjálfum sér til skemmtunar. Sönghópurinn Safasystur nýtur mikilla vinsælda á skemmtunum, þær syngja gömul hugljúf lög og klæðast að sjálfsögðu í þeim anda. Árshátíð hefur undanfarin tvö ár verið haldin með Öskjuhlíðarskóla og hefur skemmtilegt fólk beggja skóla séð um skemmtiatriði. Við hittumst stundum í heimahúsi á þemakvöldum, ræðum um bók, lesum ljóð eða ráðum einfaldlega lífs- gátuna. Auðvitað eru einstaklingar í hópn- um ólíkir en það þykir bara kostur og hver og einn fær að njóta sín eins og hann er. Þetta þýðir ekki að allir séu alltaf sammála um allt en venja er að taka á málum sem upp koma og afgreiða þau. Flestir eru líka mjög meðvitaðir um að hlátur er af hinu góða, á vel við á skemmtilegum stundum en getur líka létt róðurinn í erfiðleikum,“ segir Erla að lokum, full tilhlökkunar enda stutt í að uppákomur tengdar jólunum hefjist í Safamýrarskóla. Steinunn Þorsteinsdóttir Safamýraskól i Í Safamýrarskóla er löng hefð fyrir öflugu félagsstarfi starfsmanna og er skólinn rómaður fyrir það. Þar er kraftmikið starfsmannafélag sem stendur fyrir ýmsum uppákomum. Í skólanum eru 37 starfsmenn sem all- ir leggja sitt af mörkum til að gera hann að eftirsóknarverðum vinnu- stað og í Safamýrarskóla er hláturinn aldrei langt undan. Leynivinir, kökusala og gott skap - félagslíf starfsfólks Safamýrarskóla í Reykjavík 17 Vísbending um næsta áfanga í óvissuferðinni var í flöskuskeyti Fyrsta stopp í ævintýraferð 1998 - nestistími Vísbending leiddi hópinn á sjó Að lokum var farið í kúlu - „kúlusveifla“

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.