Þjóðmál - 01.09.2013, Page 49

Þjóðmál - 01.09.2013, Page 49
48 Þjóðmál haust 2013 lífsins, æðsta manns mesta stórveldis heims og leiðtoga allra frjálsra þjóða,“ sagði Bjarni í upphafi . Undir lok ávarpsins sagði hann: „Kennedy var í senn mikill baráttumaður og mikill mannasættir . Þess vegna er hans nú saknað um alla heimsbyggðina, á Íslandi ekki síður en annars staðar .“7 Óvænt og hörmuleg fregn Fréttin um morðið var á forsíðum allra fimm íslensku dagblaðanna daginn eftir, á laugardegi . Sama fyrirsögn var þvert yfir forsíður Alþýðublaðsins, Morgun blaðs­ ins og Tímans, skráð með upphafsstöf um: „Kennedy myrtur .“8 „Kennedy myrtur í Tex as,“ sagði Þjóðviljinn .9 Vísir sagði að „24 ára bandarískur kommúnisti“ hefði verið ákærður fyrir morðið .10 Í ritstjórnargreinum blaðanna var for­ setans minnst . „Hin óvænta og hörmulega fregn um andlát John F . Kennedys Banda­ ríkjaforseta vakti hryggð og reiði um allan heim, er hún barst síðdegis í gær,“ voru upphafsorð greinarinnar í Alþýðublaðinu .11 „Allur heimurinn er í dag harmi lostinn yfir falli John F . Kennedys,“ sagði í Morg­ unblaðinu .12 „Það er ekki ofmælt að aldrei Fyrstu tvær fréttir Útvarpsins um atburðina í Texas fyrir fimmtíu árum . Þjóðskjalasafnið

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.