Þjóðmál - 01.09.2013, Síða 50

Þjóðmál - 01.09.2013, Síða 50
 Þjóðmál haust 2013 49 hefur mannkyn allt verið snögglegar harmi lostið vegna fráfalls eins manns og þegar fregnin um morð Kennedys forseta barst um heiminn,“ sagði Tíminn .13 Vísir sagði: „Fregnin um víg Kennedys Bandaríkjaforseta hefur vakið harm um víða veröld .“14 Þjóðviljinn skrifaði um málið í sunnudagsblaðið: „Ekki einungis Evrópa heldur allar álfur heims hrukku við á föstudaginn þegar skotið heyrðist vestan úr heimi sem varð John F . Kennedy Bandaríkjaforseta að bana .“15 Mikils metinn forseti Daginn eftir morðið lögðu hundruð Íslendinga leið sína í bandaríska sendiráðið til að skrifa nöfn sín í minningabók, þar á meðal öll ríkisstjórnin, aðrir stjórnmálaleiðtogar og „fólk úr öllum stéttum, bæði ungir og aldnir,“ eins og það var orðað í Alþýðublaðinu .16 Minningarathöfn var í Dómkirkjunni í Reykjavík á mánudeginum, daginn sem útförin var gerð vestanhafs .17 Einnig var Kennedys minnst á Alþingi . Viðburðaríkt ár Á rið 1963 voru Íslendingar 185 þúsund . Í mars reið Skagafjarðarskjálftinn yfir, í apríl féllu allar aspir frá Vík í Mýrdal að Hvalfirði í frosthörkum, Ísagabruninn var í júlí, Skálholtskirkja var vígð um sumarið, Guðrún Bjarnadóttir var valin fegursta kona heims í ágúst, Lyndon B . Johnson varaforseti Bandaríkjanna kom til landsins í ágúst, tveimur mánuðum áður en hann tók við af John F . Kennedy, Hljómar léku í fyrsta sinn opinberlega í október og Surtseyjargosið hófst í nóvember, átta dögum áður en Kennedy var myrtur . Sama dag og hinir eftirminnilegu atburðir gerðust fyrir vestan haf fól mennta­ málaráðuneytið útvarpsráði og útvarps stjóra „að gera tillögur um með hverjum hætti verði efnt hið fyrsta til íslensks sjónvarps á vegum Ríkisútvarpsins“ .18 Það tók til starfa þremur árum síðar . Tilvísanir 1 Kennedy myrtur . Skotinn úr launsátri í Dallas . Morg un blaðið, 23 . nóvember 1963, bls . 1 . Indriði G . Þor steinsson: Sá þá á strimlinum 3 orð: Kennedy er död . Morgunblaðið, 22 . nóvember 1983, bls . 54 . Það er búið að skjóta hann! Morgunblaðið, 20 . nóvember 1988, bls . 25 . 2 Greipt í minnið . DV, 22 . nóvember 2003, bls . 19 . 3 Ríkisútvarp . Erlendar fréttir 1 .–25 . nóvember 1963 . Þjóðskjalasafn Íslands (FB/241) . 4 Björn O . Björnsson: Útvarpið og lát Kennedys . Mér dettur í hug . Vísir, 26 . nóvember 1963, bls . 7 . Út varps stjóri: Fljótar fréttir og rækilegar . Mér dettur í hug . Vísir, 29 . nóvember 1963, bls . 7 . 5 Ríkisútvarp . Erlendar fréttir 1 .–25 . nóvember 1963 . Þjóðskjalasafn Íslands (FB/241) . 6 Það var svakalega vont að lesa þetta, segir Jón Múli Árnason . Tíminn, 20 . nóvember 1983, bls . 5 . 7 Mikill baráttumaður og mikill mannasættir . Vísir, 23 . nóvember 1963, bls . 1 . 8 Kennedy myrtur . Alþýðublaðið, 23 . nóvember 1963, bls . 1 . Kennedy myrtur . Skotinn úr launsátri í Dallas . Morgunblaðið, 23 . nóvember 1963, bls . 1 . Kennedy myrtur . Tíminn, 23 . nóvember 1963, bls . 1 . 9 Kennedy myrtur í Texas . Þjóðviljinn, 23 . nóv­ ember 1963, bls . 1 . 10 Ákærður fyrir morð Kennedys . 24 ára banda­ rískur kommúnisti L . Oswald . Vísir, 23 . nóvember 1963, bls . 1 . 11 John F . Kennedy . Alþýðublaðið, 23 . nóvember 1963, bls . 2 . 12 John F . Kennedy fallinn . Morgunblaðið, 23 . nóvember 1963, bls . 12 . 13 Kennedy . Tíminn, 23 . nóvember 1963, bls . 7 . 14 Víg Bandaríkjaforseta . Vísir, 23 . nóvember 1963, bls . 8 . 15 Hvert verður stefnt? Þjóðviljinn, 23 . nóvember 1963, bls . 4 . 16 Hundruð Íslendinga vottuðu samúð sína . Alþýðublaðið, 24 . nóvember 1963, bls . 8 . 17 Kennedys minnst um allan heim . Fögur minningarathöfn í Reykjavík . Alþýðublaðið, 26 . nóvember 1963, bls . 1 . 18 Ríkisútvarp . Erlendar fréttir 1 .–25 . nóvember 1963 . Þjóðskjalasafn Íslands (FB/241) .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.