Þjóðmál - 01.09.2013, Side 58

Þjóðmál - 01.09.2013, Side 58
 Þjóðmál haust 2013 57 því miður, ekki fremur en flest ríki ESB . Nú er evrusamstarfið algerlega undir Þjóðverjum komið — og því er rétt að líta á það í stuttu máli hvers vegna „Evrópa þarf að tala þýzku“ til að myntsamstarfinu verði bjargað . Samkeppnishæfni Á fundum æðstu ráðamanna Evrópu sam ­ bandsins hamrar forysta Þýzkalands á nauð­ syn þess að ESB­ríkin auki sam keppnis­ hæfni sína til að evran fái staðizt til lengdar . Sé starfsmannakostnaður á staðlaða virðis­ einingu (e . unit labour cost) settur á 100 árið 2000 er hann nú 105 hjá Þýzkalandi, 122 hjá Bandaríkjunum, 125 hjá Spáni, 128 hjá Frakklandi, 135 hjá Ítalíu og 137 hjá Bretlandi . Framleiðniþróunin hefur á þennan mælikvarða orðið með hrikalega misjöfnum hætti sem augljóslega leiðir til gríðarlegs samkeppnisforskots Þýzkalands, en lönd utan evrunnar geta haldið sér á floti um sinn með gengislækkun . Það hefur komið fram að Boris Johnson, borgarstjóri Lundúnaborgar, er hrifinn af Þjóðverjum nútímans og vill að Bretar taki þá að sumu leyti sér til fyrirmyndar . Hann segir ekki nokkra ástæðu til að óttast Þjóðverja . Lítil viðkoma þeirra undirstrikar að slíkt mat er rétt . Meginmarkmið Þjóðverja með öllum þessum ESB­bægslagangi er að koma Evrópu í forystu sæti heimsins hvað samkeppnishæfni varð ar. Þess vegna vilja Þjóðverjar halda í Breta innan ESB og fá hreyfanlega Pól verja inn í evrusamstarfið til að vega upp á móti stöðnuðum Frökkum . Að líkja Boris Johnson við Neville Chamberlain, þegar þessir tveir menn komu af fundum með gjörólíkum leiðtogum Þjóðverja við ósambærilegar aðstæður, eins og fyrr ver­ andi ritstjóri Morgunblaðsins hefur ritað á Evrópuvaktinni, er óboðlegt . Árangurinn af umbótum Þjóðverja á hagkerfi sínu síðan um síðustu aldamót er mikill . Til marks um það er að atvinnuleysið var þá á meðal hins versta í iðnríkjunum en nú er atvinnuleysið aðeins 5,4% og á meðal hins lægsta sem þekkist . Atvinnuleysi ungs fólks er aðeins 8%, helmingur á við Bandaríkin og aðeins þriðjungur meðaltalsins í Evrópu . Árið 2003 lækkuðu jafnaðarmenn skatta og losuðu um ýmis höft á vinnumarkaðin­ um sem hömluðu nýráðningum og upp­ sögnum . Fulltrúar starfsmanna í stjórn­ um fyrirtækjanna eru taldir hafa haldið aftur af launakröfum sem eflt hefur sam­ keppnishæfnina . Á tímabilinu 2001–2010 hækkuðu laun að meðaltali aðeins um 1,1% á ári að nafngildi, sem þýðir að laun stóðu í stað að raungildi, en kaupmáttur jókst hins vegar vegna skattalækkana . Í anda Boris Johnson eigum við Íslendingar að Á rangurinn af umbótum Þjóðverja á hagkerfi sínu síðan um síðustu aldamót er mikill . Til marks um það er að atvinnuleysið var þá á meðal hins versta í iðnríkjunum en nú er atvinnuleysið aðeins 5,4 % og á meðal hins lægsta sem þekkist . . . Árið 2003 lækkuðu jafnaðarmenn skatta og losuðu um ýmis höft á vinnumarkaðin um sem hömluðu nýráðningum og upp­ sögnum . . . Á tímabilinu 2001–2010 hækkuðu laun að meðaltali aðeins um 1,1% á ári að nafngildi, sem þýðir að laun stóðu í stað að raungildi, en kaupmáttur jókst hins vegar vegna skattalækkana .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.