Þjóðmál - 01.09.2013, Side 70

Þjóðmál - 01.09.2013, Side 70
 Þjóðmál haust 2013 69 Hér er greinarhöfundur á norðausturhluta eyjarinnar San Cristóbal með einni risaskjaldbökunni þar . Þær geta orðið miklu stærri en sú, sem á myndinni er . Þær eru jafnan gæfar, en ef þær styggjast, þá kippa þær hausnum inn fyrir skelina . Þetta eru frumstæð dýr, en hin langlífustu í heimi . Ef til vill eru enn á lífi einhverjar risaskjaldbökur, sem Darwin skoðaði á Galápagos­eyjum í frægum leiðangri sínum 1835 . Ljósmynd: Andrej Íllaríonov . þegar ég var gistiprófessor og Fulbright­ fræði maður í UCLA haustið 1998 . Barbara er gyðingakona frá Brooklyn og með munninn fyrir neðan nefið . Lal var forseti Mont Pèlerin­samtakanna 2008–2010 . Hann er indverskur að uppruna, en hlaut mennt un sína í Bretlandi, dökkur yfirlitum með silfurgrátt hár og voldugt arnarnef, ber sig eins og enskur aðalsmaður og talar Oxford­ensku, heldur lágt og hratt, en hann er maður víðlesinn og ljóngáfaður, og kemur eng inn að tómum kofanum hjá honum . Þá hitti ég á þinginu vinahjón mín frá Argen tínu, Elisalex von Wuthenau og Eduardo Helguera, sem ég hafði heimsótt í ógleym an legri suðurför 1998, og skrapp með þeim eitt kvöldið á veitingastað ásamt syni þeirra og tengdadóttur . Elisalex er af gamalli, saxneskri aðalsætt, og var ömmu­ systir hennar Sophie, eiginkona Frans Ferdín ands erkihertoga, og skotin til bana með honum 28 . júní 1914 í Sarajevo . Hún er brosmild og þokkafull, kvenna kurteis ust og ber með sér andblæ þeirrar horfnu evrópsku hámenningar, sem Stefan Zweig lýsti í Veröld sem var .13 Eduardo er lög fræðingur að menntun og rekur stórbúskap á landar­ eignum sínum nálægt Góðviðru (Buenos Aires) og víðar . Hann sótti ungur mál stofu Ludwigs von Mises í New York­háskóla og

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.