Þjóðmál - 01.09.2013, Side 71

Þjóðmál - 01.09.2013, Side 71
70 Þjóðmál haust 2013 var góður vinur markaðs­stjórn leysingjans Murrays Rothbards . Hann er afdráttar laus í skoðunum eins og fleiri læri svein ar Mises . Þeim verður allt ljóst að bragði . Hrakfarabálkur Þótt ég skemmti mér hið besta á þing­inu og utan þess, virtist ekki vera á Galápagos­eyjar logið: Þær eru í álögum, eins og Deepak Lal, sem skipulagði þingið, rakti síðar í löngu minnisblaði til okkar þátttakenda .14 Stjórn Mont Pelerin­ samtakanna hafði ákveðið fundarstað og fundarefni árið 2010, og hafði þeim Lal og Giuseppe Marzano, prófessor í Háskólanum San Francisco de Quito, USFQ, verið falin skipulagning fundarins . En í maí 2013 tilkynnti Marzano, að hann hefði sagt upp starfi sínu í USFQ . Voru horfur á, að aflýsa yrði þinginu, en þá hljóp gömul vinkona mín frá Ekvador, Dora de Ampuero, sem hefur lengi verið félagi í MPS, í skarðið fyrir Marzano . Næsta áfallið var, að Stuart Kauffmann, líffræðiprófessor í Vermont­háskóla, sem átti að flytja erindi um rannsóknir sínar, missti konu sína og gat þess vegna ekki komið . Var þá brugðið á það ráð að taka upp erindi hans og flytja . Enn tilkynnti Allan Meltzer, forseti MPS, að kona sín væri nýkomin af sjúkrahúsi eftir mikla aðgerð, svo að hann treysti sér ekki til að sækja þingið og halda ávarp forseta . Var þá ávarpið tekið upp og flutt þannig . Komu nú allir glaðir og reifir á fundar stað í San Cristóbal sunnudaginn 23 . júní . En nú nefbraut David Kohn sig, og varð hann að hraða sér flugleiðis til Bandaríkjanna í aðgerð . Hann gat þó, áður en hann fór, lýst í síma úr gistiherbergi sínu stórfróðlegum glærum Prófessor Kenneth Minogue virðir fyrir sér loðsel í fjöru á San Cristóbal­ey . Það vekur undrun allra gesta á Galapagos­eyjum, hversu gæf dýrin þar eru . Nokkrum klukkutímum eftir að þessi mynd var tekin, var Minogue allur . Ljósmynd: Carl­Johan Westholm.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.