Þjóðmál - 01.09.2013, Síða 89

Þjóðmál - 01.09.2013, Síða 89
88 Þjóðmál haust 2013 kvæmi legum refsiaðgerðum Sameinuðu þjóð anna vegna kjarnorku til raunarinnar með því að fá það sem virtist alls herjar tauga áfall . Þeir riftu vopnahléinu sem batt enda á Kóreu stríðið árið 1953, lýstu yfir stríði á hendur Suður­Kóreu og hótuðu að skjóta kjarnorkusprengju á Bandaríkin og her stöðvar Bandaríkjamanna á Guam og víðar við Kyrrahaf . Þeir hótuðu einnig að „brjóta niður brjálaða andstæðinga, skera á barkann á þeim og sýna þeim svo ekki yrði um villst hvernig raunverulegt stríð væri“ . Snemma í apríl 2013 sögðu þeir erlendum sendiráðum að flytja starfsfólk sitt frá Pyongyang vegna þess að héraðið „stæði á barmi kjarnorkustríðs“ . Þrátt fyrir að framkoma Norður­Kóreu­ manna hafi löng um verið óútreiknanleg vakti þetta ótta . Fjölmiðlar um allan heim birtu stórar fyrirsagnir um að nýtt Kóreu­ stríð væri hugsan lega í uppsiglingu og að kjarnorkuvopnum yrði ef til vill beitt . Bandaríkjamenn tóku þetta nógu alvar­ lega til að efla varnir sínar . Ráðamenn í Peking brugðust ókvæða við og sök uðu upp skafninginn Kim um að valda því að banda rískum her mönnum fjölgaði við Kyrra hafið . Kínverjar brugðust Norður­ Kóreu mönnum með því að greiða atkvæði með refsi aðgerðum í öryggisráði Samein­ uðu þjóðanna . Kínverskir fræði menn töluðu opinskátt um að Kínverjar ættu að hætta stuðn ingi við Norður­Kóreu, en það var óheillavænleg fram tíðar sýn þar sem 90% af allri olíu sem Norður­Kóreumenn þurfa árið 2013 kemur frá Kína . Ekki bætti úr skák að Norður­Kóreumenn ákváðu að tilefnislausu að loka iðnaðarsvæðinu í Kaesong rétt norðan við hlutlausa beltið þar sem norður­kóreskir verkamenn störfuðu í verksmiðjum sem Suður­Kóreumenn ráku . Svæðið hafði verið birtingarmynd „sólskins­ stefnu“ ríkjanna tveggja og ein stöðugasta og lögmætasta tekjulind Norður­Kóreu með launagreiðslur upp á 90 milljónir dollara á ári . (Annað gjaldeyrisskapandi verkefni, ferðir ferðamanna frá Suður­ Kóreu til Kumangfjalls í Norður­Kóreu, lagðist af árið 2008 eftir að hermaður sem var á gangi á ströndinni skaut Suður­ Kóreu búa .) Lokun Kaesong var enn verra skref þar sem nýr forseti hafði nýlega tekið við völdum í Suður­Kóreu, Park Geunhye, en hún hafði byggt kosningabaráttu sína á loforðum um að bæta samskipti ríkj anna á Kóreuskaga . Park, sem er dóttir fyrr­ verandi einræðisherrans Park Chung­hee, naut nokkurs trúverðugleika að þessu leyti en hún er ein af fáum reyndum stjórn­ málamönnum í Suður­Kóreu sem hafa komið til Pyongyang . Þrátt fyrir alla sína ágalla var Kim Jon Il talinn afar slunginn við að beita hótunum og ofsa til að fá há­ marks tilslakanir . Kim Jong Un virtist á hinn bóginn vera að skjóta sig í fótinn . Tiktúrur hans voru svo öfugverkandi, hótanirnar voru svo yfirdrifnar og í svo miklu ósamræmi við getu Norður­Kóreu­ manna að fólk tók að efast um að nýja stjórnin gæti haldið völdum . „Þessi strákur veit ekki hvað hann er að gera,“ sagði kínverskur herforingi á eftirlaunum við mig á ráðstefnu í apríl 2013 . Einn af þeim sérfræðingum um málefni Norður­Kóreu sem ég hef í mestum metum, Aidan Foster­ Carter, skrifaði: „Nýr strákur er við stýrið og þrátt fyrir fullyrðingar um að þessi ungi maður kunni að aka virðist hann hvorki kunna að stýra né vita hvert ferðinni er heitið .“ Þegar þetta er skrifað eru Norður­ Kóreumenn enn að reyna að lágmarka skað­ ann . Sérstakur sendimaður fór til Peking í maí 2013 með handskrifað bréf frá Kim Jong Un, væntanlega einhvers konar afsök­ unar beiðni . Norður­Kóreumenn fóru á fjör urnar við Suður­Kóreumenn til að reyna að endurvekja samningaviðræður, en þær
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.