Þjóðmál - 01.09.2013, Page 96

Þjóðmál - 01.09.2013, Page 96
 Þjóðmál haust 2013 95 að finna lægsta samnefnara á öllum sviðum . Í stað þess að taka ákvörðun af ótta við að hún sé umdeild er látið reka á reiðanum og er augljóst að sú aðferð hefur verið að skapi Steingríms J . Sigfússonar sem var með puttana í þeim málum sem um er fjallað í bókinni frá 1 . febrúar 2009 fram í maí 2013 . Þessi hægagangur stangaðist á við lög sem Jóhönnu­stjórnin beitti sér fyrir nr . 107/2009 um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka­ og gjaldeyrishrunsins . Í 1 . gr . þeirra er lögfest það markmið að hraða endurreisn íslensks efnahagslífs í kjölfar hrunsins 2008 . Til þess að vinna að því að ná þessu markmiði skipaði ríkisstjórnin meðal annars eftirlits­ nefnd um sértæka skuldaaðlögun til að fylgjast með störfum bankanna . Var Þór­ ólfur Matthíasson, prófessor í hag fræði við Háskóla Íslands, einn þriggja nefndar­ manna en hann var málsvari stefnu ríkis­ stjórn ar innar í Icesave­málinu og hafði sterk ar skoðanir á einstökum fyrirtækjum eða eigendum þeirra . Hinn 22 . maí 2013, daginn áður en Stein­ grímur J . skilaði ráðherralyklunum, skilaði þessi nefnd skýrslu um framkvæmd fjármála­ fyrirtækja á sértækri skuldaaðlögun fyrir tækja sem skulda milljarð . Áður hafði nefndin skilað skýrslum um fjárhagslega endur skipu­ lagningu minni og meðalstórra fyrirtækja og framkvæmd hvað varðar einstaklinga . Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi for­ stjóri BM Vallá, hefur fullyrt opinberlega að við hina „sértæku skuldaaðlögun“ hafi orðið til „aftökulisti“ fyrir tilstilli stjórn málaafla innan fjármálafyrirtækja og skuldug fyrir­ tæki hafi verið tekin ólíkum tökum . Í Íslandi ehf. er ekki vikið að þessu álitaefni em ætti þó að vera nærtækt viðfangsefni fyrir rann­ sóknarblaðamenn . Á bls . 65 í bókinni er hins vegar sagt frá því að um mitt ár 2011 hafi mál verið á þann veg að bankar, slitastjórnir og lífeyrissjóðir hafi beint eða óbeint ráðið 60% af stærstu fyrirtækjum landsins . Þá segir: Í greiningu Samkeppniseftirlitsins á þess­ um aðstæðum var tilgreindur ýmiss konar vandi sem orsakaði þær . Einn slíkur var um sýsluvandi . Í honum felst að þeir sem starfa við að leysa úr vanda mál um hafa af því miklar tekjur og byggja lifibrauð sitt á því . Þess vegna myndu hagsmunir þeirra af tekju öflun og at vinnu öryggi vega þyngra en hags munir sam félagsins af hraðri úrlausn mála . Orð rétt sagði: „Til er orðin ný tíma­ bund in atvinnugrein, endurskipulagning og sala eigna . Hagsmunir starfsmanna henn ar af tekju öflun og atvinnuöryggi vinna gegn hag munum samfélagsins af hraðri úr lausn . Hræðslan við að taka ákvörðun og gera mistök heldur aftur af mörgum við núverandi aðstæður . Kerfið umbunar ekki þeim sem tekur af skarið .“ Orðið „umsýsluvandi“ er ekki gagnsætt í þeirri merkingu sem lýst er af Sam­ keppniseftirlitinu og er hætta á að greining Íbókinni er lýst kerfi þar sem enginn þorir eða vill taka djarfar ákvarðanir og leitast er við að finna lægsta samnefnara á öllum sviðum . Í stað þess að taka ákvörðun af ótta við að hún sé umdeild er látið reka á reiðanum og er augljóst að sú aðferð hefur verið að skapi Steingríms J . Sigfússonar sem var með puttana í þeim málum sem um er fjallað í bókinni frá 1 . febrúar 2009 fram í maí 2013 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.