Skólavarðan - 01.05.2015, Page 20

Skólavarðan - 01.05.2015, Page 20
að húsnæði og starfsfólk skyldi samnýtt eins og kostur væri hverju sinni. Sú staðreynd að starfsemin fer öll fram í sama húsnæði skiptir miklu máli og auðveldar eðlilega alla vinnu og framkvæmd. Mikilvægur þáttur í velgengni þessa samstarfs er sá að leikskólakennarinn sem ráðinn var til starfa hafði margra ára reynslu af starfi í grunnskóla og þekkti því til starfsumhverfisins og möguleika á sam- starfi. Boðað var til starfsmannafundar þar sem kanna átti áhuga grunnskólakennar- anna á samstarfi og kennslu við leikskóla- deildina. Áhuginn var mikill og hefur þróast gott samstarf á þessum árum. Fjöldi fagmenntaðra starfsmanna hefur því alltaf komið að starfi leikskóladeildarinnar. Hvernig samstarfinu er háttað hverju sinni byggir þó eðlilega á fjölda barna í árgangi og er það því ekki fastmótað, þrátt fyrir að ýmsar hefðir leggi grunninn að því. Hagræðing og betri nýting Í námskrá Stórutjarnaskóla segir um samþættingu skólakerf- anna: Samþætting leik-, grunn- og tónlistarskólastigs í Stóru- tjarnaskóla er mikilvægur hluti uppeldis- og kennslufræði. Einnig er hún talin mikilvæg til að auka tónlistarkennslu og listfræðslu í menntun einstaklinga í nútíma samfélagi ... Sam- þætting skólanna er líka viðleitni til að bregðast við fólksfækkun á skólasvæðinu með því að hagræða í skólarekstrinum og ná fram betri nýtingu á húsnæði, aðstöðu og starfsfólki. Fjölbreytilegar leiðir í kennslu eru nauðsynlegar svo þörf- um og hæfileikum barnanna verði mætt sem best. Með þetta að leiðarljósi leitast starfsfólk Stórutjarnaskóla við að flétta saman þessi þrjú skólastig svo samfella náist í námi barnanna. Í námskrá leikskóladeildarinnar segir um samstarf skóla- kerfanna: Til að stuðla að góðum tengslum leik-, grunn-, og tónlist- arskóla er reynt að nýta þá aðstöðu og þann mannauð sem „Starfsemin fer öll fram í sama húsnæði sem auðveldar eðli- lega alla vinnu og framkvæmd.“

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.