Skólavarðan - 01.05.2015, Page 24

Skólavarðan - 01.05.2015, Page 24
Nám í hagnýtri margmiðlun hefur það að mark- miði að veita nemendum alhliða kennslu og þjálf- un í framsetningu og vinnslu efnis með stafrænum hætti, gerð prentmynda, kvikmynda og vefefnis svo fátt eitt sé nefnt. Hagnýt margmiðlun hefur verið kennd í Borgarholtsskóla um skeið og svo verður einnig í haust en þá verður boðið upp á þetta nám með dreifnámsfyrirkomulagi. Að sögn Kristján Ara Arasonar, kennslustjóra lista- og fjölmiðlasviðs Borgarholtsskóla, var ákveðið að bjóða upp á námið í ljósi þeirra miklu breytinga sem átt hafa sér stað í samfélaginu og skólakerfinu á undanförnum árum. „Aukin áhersla er á skapandi vinnu nemenda og að þeir nýti sér upplýsingatæknina til að afla sér þekkingar og leikni og um leið miðla hæfni sinni. Sumpart eru nemendur komnir langt fram úr okkur skólafólkinu í nýtingu tækninn- ar. Það er hins vegar á ábyrgð okkar kennaranna að kenna ungviðinu að nýta tæknina á ábyrgan og skilvirkan hátt og um leið að varast pyttina með því að innleiða nýjungar í kennslu- hættina,“ segir Kristján Ari. Hann segir margmiðlunartæknina gefa jafnt nemendum sem kennurum tækifæri til skapandi vinnu og á fjölbreyttari hátt en við áttum að venjast á árum áður. „Hið nýja tungumál einskorðast ekki við talaða og ritaða framsetningu – með því „Námið gefur góða heildarsýn á hvað marg- miðlun er. Námið er áhugavert og án efa hefur það hjálpað mér að opna nýja leið að framtíð- inni og það hefur leitt mig inn í hugarheim lista, hönnunar, menningu og tækni. Að fara í nám með vinnu er strembið á köflum, en þetta nám er alveg þess virði. Ég er mjög ánægð að hafa farið í námið og er margs vísari sem nemandi og manneskja.“ Nanna Ævarsdóttir, verkefnastjóri Lauga lækjarskóla.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.