Skólavarðan - 01.05.2015, Page 40

Skólavarðan - 01.05.2015, Page 40
hefur lækkað, hvort sem átt er við óleiðréttan eða óskýrðan mun. Launamunur er aldursbundinn og mun meiri hjá eldri aldurshópum en þeim yngri. Ætla má að í því felist vísbending um þróun á næstu árum og jafnvel áratugum... Niðurstaðan í þessari rannsókn, eins og mörgum öðrum, er að launamun milli kynjanna megi einkum rekja til kynbundins vinnumarkaðar. Mennta – og starfsval kynjanna skiptir hér mestu. Hagfræði- kenningar gera ráð fyrir að valið sé frjálst og taki mið af hámörkun nytja hvers og eins... en taka ekki afstöðu til hvernig val fólks mót- ast. Að því leyti sem þessar forsendur eru uppfylltar gæti hagfræðingur freist- ast til að telja þann hluta launamunar sem rekja má til menntunar- og starfsvals léttvægan. Samkvæmt þessu horfa konur til annarra þátta en launa við val á starfsvett- vangi, s.s. öryggis og félags- legra þátta... Frekari rannsóknir þarf að gera á þeim þáttum sem gera vinnumarkaðinn kynbundinn og áhrif þess á launamun.“ ÓLEIÐRÉTTUR MUNUR Á REGLULEGUM LAUNUM Á ALMENNUM MARKAÐI 35% 30% 10% 8% 6% 4% 2% 0% 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 SKÓLAVARÐAN MAÍ 2015 Skýrslan var kynnt á morgunverðarfundi miðvikudaginn 20. maí. Yfirskrift fundarins var „Kyn, starfsemi og laun – Staða karla og kvenna á íslenskum vinnumarkaði“.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.