Skólavarðan - 01.05.2015, Page 52

Skólavarðan - 01.05.2015, Page 52
Reynt verður að blanda saman stærðfræði- og kennslufræði- námskeiðum en námið fer fram í blöndu af stað- og fjarnámi. Tryggt verður að kennarar af landsbyggðinni geti tekið þátt en þeir geta þá stundað námið með aðstoð fjarfundabúnaðar. Þeir sem hafa áhuga á náminu hafa frest til 5. júní til að skrá sig en sjálft námið hefst með staðarlotu á Menntavísindasviði dagana 10. – 14. ágúst 2015. Fjölbreyttur kennarahópur Nánari upplýsingar um námið eru sem hér segir: Tímasetningar: Flestir tímar verða á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 15 til kl. 18. Í júní 2016 er gert ráð fyrir að haldin verði tveggja vikna staðarlota. Kennarar: Fjölbreyttur hópur kennara af Menntavísindasviði og Verkfræði- og náttúruvísindasviði og víðar mun koma að náminu, m.a. Freyja Hreinsdóttir, Anna Helga Jónsdóttir, Auð- björg Björnsdóttir, Ingólfur Gíslason, Rögnvaldur Möller, Birgir Hrafnkelsson, Friðrik Diego, Gunnar Stefánsson o.fl. Haust 2015: ■ SSF101F Kynning og upplýsingatækni 5e, ágúst/september. ■ SSF102F Talningarfræði 5e, september/október. ■ SSF103F Tölfræði og tölfræðikennsla 5e. Vor 2016: ■ SSF201F Kennslufræði stærðfræði I 5e. ■ SSF202F Undirstöður stærðfræðigreiningar 10e. Haust 2016: ■ SSF304F Ályktunartölfræðí 5e. ■ SSF302F Rúmfræði 5e. ■ SSF303F Kennslufræði stærðfræði II 5e. Vor 2017: ■ SSF401F Talnafræði 5e. ■ SSF402F Stærðfræðileg líkön 10e

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.