Skólavarðan - 01.05.2015, Side 54

Skólavarðan - 01.05.2015, Side 54
(e. statistical thinking) og hvernig hægt sé að ná þessum atriðum fram í kennslu. Að auki verða kynntar aðferðir sem nota má til að miðla grundvallarhugtökum tölfræðinnar til nemenda í gegn- um leik og störf. Notast verður við töflureikni í námskeiðinu (OpenOffice/LibreOffice). Kennslufræði stærðfræði I, 5 einingar: Í námskeiðinu ígrunda nemendur eigin sýn á stærðfræðikennslu með hliðsjón af rannsóknum á stærðfræðinámi og kennslu. Helstu kenningar og rannsóknarniðurstöður um stærðfræðinám eru kynntar, og áhersla er lögð á að tengja fræðin við stærðfræðikennslu þátt- takenda. Ólíkar nálganir á stærðfræðikennslu eru kynntar og fræðilegar forsendur þeirra. Undirstöður stærðfræðigreiningar, 10 einingar: Ræðar tölur og rauntölur. Samfeldni og samleitni hugtökin. Diffrun og heildun. Áhersla er lögð á að skoða grunnhugtök og óformlegar og formlegar skilgreiningar þeirra. Í tengslum við hugtökin sjálf verður fjallað um hvernig nemendum á ýmsum skólastigum gengur að átta sig á þessum hugtökum. Ályktunartölfræði, 5 einingar: Í byrjun námskeiðs verður farið í hugmyndafræðina á bakvið ályktunartölfræði, svo sem öryggisbil, tilgátupróf og p-gildi. Því næst verða tilgátupróf og öryggisbil fyrir meðaltöl, dreifni og hlutföll kynnt. Í lok námskeiðs verður farið í einþátta fervikagreiningu, aðhvarfs- greiningu og tíðnitöflur. Áhersla verður lögð á hvaða aðferðir er viðeigandi að nota hverju sinni. Samhliða því að fræðin eru kynnt verður fjallað um kennslufræði tölfræðinnar og áhersla lögð á hvernig miðla má fræðunum til annarra í gegnum leik og störf. Þátttakendur læra beitingu allra ofangreindra aðferða í tölfræðihugbúnaðnum R. Rúmfræði, 5 einingar: Frumsendur Evklíðskrar rúmfræði. Teikningar með hringfara, reglustiku og í tölvu. Valin efni úr annars konar rúmfræði, t.d. vildarrúmfræði, varprúmfræði, strjál rúmfræði, rúmfræði á kúluyfirborði og breiðger rúmfræði. Kennslufræði stærðfræði II, 5 einingar: Námskeiðið er framhaldsnámskeið í kennslufræði stærðfræði og í því dýpka

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.