Skólavarðan - 01.05.2015, Page 65

Skólavarðan - 01.05.2015, Page 65
barna og fullorðinna. Hún segir að menningarmót megi útfæra í mörgum námsgreinum og námssviðum. „Menningarmótin tengjast oft vinnu með sjálfsmynd barna í leikskólum, samfé- lagsfræði, íslensku, tónlistar- og leiklistarkennslu í grunnskólum og lífsleikni í grunn- og framhaldsskólum og íslensku sem öðru tungumáli á fullorðinsstiginu.“ Kristín segir menningarmótin hugsuð sem tækifæri fyrir nemendur til að hittast og kynna sína persónulegu menningu í hvetjandi umhverfi. „Það er ekki endilega rætt um þjóðmenn- ingu eða menningu upprunalands ef svo ber undir heldur er markmiðið að hver og einn varpi ljósi á það sem honum finnst mestu máli skipta og hvað vekur áhuga hans. Menningarmót eru ekki landakynning heldur er lykilatriði að litið sé á hugtakið fjölmenningu í víðum skilningi; eitthvað sem varðar alla í sam- félaginu en ekki einungis ákveðna hópa.“ Vefsíðan menningarmot.is var formlega opnuð í Borgar- bókasafninu 26. febrúar síðastliðinn og geta áhugasamir fundið þar ýmsan fróðleik og fréttir um verkefnið. Kristín segir mikla Menningarmót felur í sér að þátttakendur fjalla um hvað þeim finnst áhugavert og skemmtilegt. Á þessu borði mjá sjá fimleika- og balletfatnað eins þátttakandans auk bókanna um Harry Potter, en þær var einnig að finna á fleiri borðum.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.