Skólavarðan - 01.05.2015, Page 71

Skólavarðan - 01.05.2015, Page 71
e-TWINNING Í 10 ÁR – GÓÐUR ÁRANGUR ÍSLENSKRA SKÓLA AÐSEND GREIN MAÍ 2015 eTwinning er Evrópuáætlun um rafrænt skólasamstarf á fyrstu þremur skólastigunum og er hluti Erasmus+, menntaáætlunar ESB. Verkefninu var hleypt af stokk- unum í byrjun árs 2005 og hefur Ísland tekið þátt frá upphafi. Á þessum tíma hafa hátt í 1.000 íslenskir kennarar skráð sig í eTwinning, samstarfsverkefnin sem Íslendingar hafa tekið þátt í telja yfir 500, og fjöldi kennara hefur sinnt starfsþróun á netnámskeiðum og vinnustofum hér heima og í Evrópu. Íslenskir skólar hafa einnig unnið til margvíslegra viðurkenninga, nú síðast Grunnskóli Bolungarvíkur sem hlaut tvenn verðlaun á Evrópu- verðlaunahátíð eTwinning í Brussel 7. maí sl. eTwinning slítur barnsskónum eTwinning er líklega stærsta starfssamfélag kennara og skóla- fólks í heiminum en í dag telja skráðir þátttakendur um 310.000, samstarfsverkefnin 41.000 og skólarnir 140.000. Í gegnum eTwinning er hægt að komast í samband við evrópska kennara, taka þátt í einföldum samstarfs- verkefnum, fara á netnámskeið sér að kostnaðarlausu og sækja um styrki til að komast á evrópskar vinnustofur um upplýsingatækni og kennslu. Kennarar sem skrá sig í eTwinning ganga því inn í öflugt skólasamfélag þar sem miklir möguleikar eru á starfsþróun. Hver og einn skráir sig sem einstaklingur og fær strax aðgang að eigin svæði þar sem hægt er að leita að samstarfskennurum, skrá sig á netnámskeið og taka þátt í þemahópum, svo nokkuð sé nefnt. Frá því að eTwinning var hleypt af stokkunum árið 2005 hafa hátt í 1.000 íslenskir Guðmundur Ingi Markússon verkefnisstjóri hjá Landsskrifstofu eTwinning, Rannís

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.