Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 148

Gerðir kirkjuþings - 2010, Page 148
 148 3. Unglingastarf – fræðsla fyrir unglinga og ungt fólk. 4. Fræðsla fullorðinna. 5. Starfsmannaþjálfun kirkjunnar. Við samningu námskrár fræðslustarfs kirkjunnar hefur þessi skipting verið höfð að leiðarljósi. Námskráin er heildstæð þar sem tekið er mið af öllum æviskeiðum mannsins og dregin eru fram enn frekar þau viðfangsefni sem kirkjan vill vinna að í fræðslustarfi sínu. I. Skírnarfræðsla Áherslur Fræðsla kirkjunnar grundvallast á skírnar- og kristniboðsskipuninni: Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar. (Matt. 28: 19-20). Megintilgangur með barnastarfi kirkjunnar er að fræða börnin um Guð og leiða þau inn í helgihald kirkjunnar og heim bænarinnar. Þetta er einn þáttur uppeldis sem öll skírð börn eiga að njóta. Heilagur andi skapar trú í gegnum orðið og sakramentin. Trúin kviknar vegna verka heilags anda. Með fræðslu er leitast við að hafa áhrif á trú barnsins og ýta undir trúar- og siðgæðisþroska þess á margan hátt: Í fyrsta lagi: Með því að hafa Guðsorð um hönd. Börnin þurfa að kynnast innihaldi og boðskap Biblíunnar og læra að taka hann til sín. Í öðru lagi: Í gegnum helgihald, fræðslu og námsumhverfi sem höfðar til upplifunar má hjálpa börnunum að skilja og hlusta á Guð og lifa í samfélagi við hann. Í þriðja lagi: Fræðslan á að hjálpa til við að auka og dýpka skilning barnanna á innihaldi kristinnar trúar og undirbúa þau undir að takast á við siðferðilegan vanda. 1. Fræðsla í kirkjunni Söfnuðurinn er vettvangur fræðslu þar sem Jesús Kristur er þungamiðjan og heilagur andi er að verki. Sú fræðsla sem gengið er út frá verður að miðast við þarfir barnanna og safnaðarins. Sú uppeldisfræði sem fram kemur í námskránni er grundvölluð í evangelisk-lútherskri guðfræði. Í fræðslunni er mikilvægt að lögð sé áhersla á þekkingu, upplifun og leikni. Upplifun grundvallast á þeirri reynslu og þeirri þekkingu sem barnið býr yfir. Til að auka skilning barnanna á trú og trúarreynslu má fara leið upplifunar sem kallar á tjáningu í einhverju formi. Þessi leið er vandmeðfarin og þarf stöðugt að hafa í huga að gengið sé út frá forsendum barnanna. Þau þurfa að fá möguleika til túlkunar og tjáningar þannig að færi gefist á úrvinnslu á þeirra eigin forsendum. Frásagan er hér mikilvæg leið. Mikilvægt er einnig að fá börnin til að tjá sig og tala um trú sína og andlegt líf. Samtal og spurningar gera börnin virkari þátttakendur í fræðslunni. Í fræðslunni er mikilvægt að ganga út frá spurningum barnanna. Á þennan hátt er hægt að komast til móts við hugsanir, tilfinningar, og þarfir barnsins. Texti Biblíunnar og frásögur eru vel til þess fallin að höfða til reynslu og upplifunar barnanna. Leið upplifunar til skilnings er mikilvæg þegar viðfangsefnið er tilfinningabundið og mjög huglægt. Það eru ekki einvörðungu orðin og fræðslan sem mætir barninu sem hafa áhrif á það heldur allt það umhverfi sem barnið hrærist í og viðmótið sem það mætir. Mæta þarf börnum af skilningi og virðingu. Jákvætt og vinarlegt viðmót gagnvart börnunum skapar gagnkvæmt traust.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.