Félagsbréf - 01.10.1960, Blaðsíða 10
8
FÉLAGSBRÉi'
til vill hafa þeir verið bornir atkvœbum, þó aS ekki ')sé annars getið en
þarna hafi allt verið samþykkt samliljóða, eins og tíðkast í atkvœðagreiSsl-
um fyrir austan tjald. E8a kannski þetta hafi bara verið svona hljóðir og
hógvœrir lý&rœðissinnar, að þeir hafi hvorki haft löngun né vilja til a&
skjóta inn einhverju frá eigin brjósti. Hins er að minnsta kosti vandlega
gœtt, að enginn stafkrókur í ályktunum fundarins brjóti í bága við hinn
alþjóðlega kommúnisma, en beri miklu fremur merki hans.
Meira að segja nafn þeirra samtaka, sem stofnað var til á fundinum.
felur í sér afdráttarlausa afneitun á íslenzku þingrœði. Þau eru nefnd
„Samtök hernámsandstœðinga“, þó að hér hafi ekkert hernám átt sér stað,
samkvœmt lýðrœðislegum hugsunarliœtti, — fsland er ekki hernumið land.
Varnarstö&var Atlantshafsbandalagsins eru hér að vilja lýðrœðislega rétt
kjörins þings, og það er á valdi þess þings, hvenœr þessar stöðvar verðat
lagðar niður. Aftur á móti er t.d. Ungverjaland liernumið land, samkvœmt
lýðrœðislegri hugsun. Þar hefur ekkert lýðrœðislega kjörið þing samþykkt
dvöl erlends hers. Sama máli gegnir um Búlgaríu, Rúmeníu, Eistland, Litáa-
land, Lettland, Tíbet og fleiri lönd.
Samkvœmt marxistískum hugsunarhœtti er þessu þó ekki þannig varið.
Marxistar telja sig eina hafa á hendi allan sannleik, — og er að því leyti
enginn munur á þeim og ö&rum ofstœkistrúarflokkum. Ef þeir eru andvígit
einhverri samþykkt, þá er hún lögleysa, marxistískt séð. Kommúnistar eru
andvígir herstöðvum Atlantshajsbandalagsins hér, þess vegna eru þessar
herstöðvar lögleysa, jajngilda hernámi að þeirra dómi, og þeir hafa alltaf
nejnt herinn þar hernámslið.
Samkvœmt þessum marxistíska hugsunarhœtti er t.d. ekki eihungis af-
sakanlegt, heldur sjálfsagt, að kommúnistar ráði í öllum löndum, þar sem
því verður við komið, alveg án tillits til þess, í hversu miklum minnihluta
þeir eru meðal hlutaðeigandi þjóðar. Og það, að aðrir flokkar en kommún-
istar bjóði fram til kosninga í löndum, þar sem þeir síðarnefndu eru vi&
völd, vceri að þeirra dómi jafnfráleitt og vér Islendingar leyfðum dœmdutn
bófaflokki að bjóða fram til þings. Þeir, sem öðruvísi hugsa, eru ekki
marxistar.
En hvað sem því líður, þái er það þessi hugsunarháttur, sem virðist hafa
ráðið nafngift samtaka þeirra, sem stofnað var til á ÞingvaUafundi, og
breytir þar engu um, þó að kommúnistar segi, að menn úr öllum flokkum
hafi átt þar áðild að.