Félagsbréf - 01.10.1960, Blaðsíða 15
félagsbréf
13
Ólína er ef til vill mesta meistaraverk Hamsuns af öllum hans ótölulegu
persónum. Enginn mundi væna Hamsun þess, að hafa svo mikið sem séð
Settu í Bollagörðum, sem íslenzkur sveitamaður mótaði átta árum fyrr. En
grunur hefði getað fallið á Jón Trausta, ef tímaröðin hefði verið öfug,
Að vísu: Setta er einhliða listaverk, vond kerling eingöngu, en Ólína
Hamsuns er sem heil heimsálfa mannlegs eðlis.
En hér eru fáeinir drættir úr boðskap hókarinnar:
„....ísak beið enn nokkra daga, það leit út fyrir rigningu og hann
sáði korninu. Öld eftir öld hafa forfeður hans sáð korni. Það er heilög
athöfn á kyrru og mildu kvöldi, þegar logn er, helzt undir blítt og örlítið
úðaregn . . . .korn eða korn ekki, það er lífið eða dauðinn. Isak gekk ber-
höfðaður og í Jesú nafni og sáði, hann var eins og trjábútur með hand-
ieggjum á, en hið innra var hann eins og barn. Hann hugsaði vandlega uin
hvert sitt kast, hann var vinsamlegur og auðmjúkur. Sjá, nú skjóta þessi
korn frjóöngum og verða að öxum og meira korni, og svona er þetta um
alla jörðina, þegar korni er sáð. í Gyðingalandi, í Ameríku, í Guðbrands-
dal — o-o! hvað veröldin er stór, og þessi örlitli reitur þar sem Isak gekk
og sáði, hann var í miðjunni á öllu saman. Það breiddust blæjur af korr.i
út úr hendi hans. . . .“
Þetta er frá hinum fyrstu dögum fátæklingsins í heiðinni, þegar stúlkau
með skarðið í vörina er nýkomin til hans og orðin konan hans.
En hálfum mannsaldri síðar, við bókarlok, talar Geissler, uppgjafa léns-
maður, nú gamall og farinn og félaus; hann kom á fót koparnámunni í
fjallinu hans ísaks; nú er hún að deyja út; nýju koparlögin í Montana
órepa hana. — Geissler talar við Sigvarð, bóndaefnið í Landbrotum:
»-...Seinast lét ég son minn selja, það er ungur maður á þínum aldri
og annars ekki neitt. Hann er eldingin í ættinni, ég er þokan. Ég er einn
af þeim sem vita það rétta en gera það ekki. .. . Það er eitthvað í mér,
en það er ekki í honum, hann er bara eldingin, viðbragðsfljótur nútíma-
maður. En eldingin sjálf er ófrjó. Líttu á ykkur í Landbrotum: þið hafið
hvern dag blá fjöllin fyrir augunum, það eru ekki tilbúnir hlutir, það eru
gömul fjöll, þau standa djúpt, bjargföst í fortíðinni. En þið eigið þau
fyrir félaga. Þið þurfið ekki sverð í hönd, þið gangið gegn lífinu berhent
°g berhöfuð, umvafin djúpri vináttu. Sjáðu, þarna er náttúran, þú og þínir
eiga hana! Manneskjan og náttúran skjóta ekki úr fallbyssum hvor á aðru,
þreyta ekki kapphlaup eftir neinu, þær fylgjast að. Mitt í þessu öllu hrærist