Félagsbréf - 01.10.1960, Blaðsíða 34

Félagsbréf - 01.10.1960, Blaðsíða 34
32 FÉLAGSBRCl' — og tungu sína eina, ásamt því, sem hún varðveitir, sem hinztu von og lífakkeri þjóðernis síns og sjálfstæðrar menningar — á óneitanlega nokkr- ar skyldur að rækja við bókmenntir sínar. Hér breytir það engu, þó að sú gleðilega þróun hafi orðið, að íslendingar leggja nú stund á fleiri list- greinir en bókmenntir, og það með fullum sóma. Spurningin, sem á veltur, verður enn sem fyrri þessi: Á að stefna að því — og gera þá kröfu — að hver fullvita maður, sem vex upp með þjóðinni, geti orðið gildur aðili að þeirri menningu, sem verið er að skapa í landinu? Um þetta býst ég við1 að allir geti orðið sammála. En er þá þannig að unnið, að von sé um, að þetta megi takast? Því miður ekki. í mörgum greinum er ekki annað sýnna en stefnt sé í þveröfuga átt. Það er hægt að manna þjóð og skríl- menna, reisa menningu eða hrinda henni til falls. Ég held, að við séum í allverulegri hættu að þessu leyti. Og ég held, að af öllum þáttum íslenzkv- ar menningar sé bókmenntirnar ef til vill í mestri hættu. Og þar með tung- unnar heilagi arfur. Ég vildi orða þetta svo: Við vinnum ekki nægilega mikið að því að gera bókmenntirnar samlífar þjóðinni, né þjóðina sam- lífa bókmenntunum. Við sköpum að vísu bókmenntir, en látum um of reka á reiðanum um þetta innra samlíf — aðild hins einstaka manns að þess- um þætti menningarinnar. Þessari hugsun skaut fyrst upp í huga mínum niðri í Austurstræti and- spænis hinni væntanlegu bókmenntahöll Almenna bókafélagsins. Og ég sagði við sjálfan mig: Farðu þér rólega, karl minn! Vera má, að þér skjátlist. Þú gerist brátt gamlaður, og rosknum mönnum verður margt til angurs. Og svo varð það ekki meira í bili. En þegar ég kem heim í Holt eftir nokkurra daga fjarveru, bíður mín bunki af öllum helztu dagblöðum landsins, og ég fer að blaða í þessu dóti. Svo dettur það í mig að raða blöðunum upp í stafla eftir dagsetningunni, hverju fyrir sig og gera í þeim ofurlitla efniskönnun. Þetta var allt frem- ur óvísindalegt og efalaust dálítið af handahófi. Ég taldi fyrst frá allt það efni, sem hverju blaði um sig þótti nauðsyn til bera að helga áróðri og umræðum fyrir sinn stjórnmálaflokk, þá fréttir allar og loks auglýsingar. Eftir var þá í rauninni það rúm blaðanna, sem ætlað var menningu og framförum í nokkuð víðri merkingu. Og það var engan veginn svo lítið, þegar á allt var litið. Dálítið misjafnt að vísu hjá einstökum blöðum, en ekki öllu minna en vænta mátti — ekki stórum minna en gerist og gengur hjá meðalblöðum erlendis. En þó með einum óbærilegum mun. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.