Félagsbréf - 01.10.1960, Blaðsíða 55

Félagsbréf - 01.10.1960, Blaðsíða 55
félagsbréf 53 þeir aðhyllast og ekkert gott í öðrum stjórnmálastefnum. „Ég er albúinn að fórna hverju sem vera skal fyrir skoðanir mín- ar,“ segir Þórbergur. Ég býst við að þetta segi hann satt. Að minnsta kosti vill hann fórna miklu fyrir þær. í opnu bréfi til Kristjáns Albertssonar segir Þórbergur: „Ég deili á stórsyndir andstæðinga minna, en þegi yfir smásyndum samherja minna.“ Telur Þórbergur Þórðarson Ungverja- landsmálið „smásynd" samherjanna sinna ! Rússiandi? Telur Þórbergur Þórðarson valdaránið í Tíbet „smásynd" samherjanna sinna í Kína? Er Pasternakmálið í augum Þórbergs Þórðarsonar „smásynd" vina hans í Kreml? Álítur Þórbergur Þórðar- son að innrás Rússa í Finnland hafi verið nauðsynleg „smásynd“ hinna rússnesku samherja sinna? Svona mætti lengi telja. Hefur Þórbergur Þórðarson ekki samþykkt 'þetta allt með þögninni? Er þetta kannski allt í anda „nýrrar siðmenningar" hverrar -,,svalalind“ Þórbergur segist vera? Ég held að Þórbergur segi það satt að hann sé reiðubúinn að fórna miklu fyrir skoð- anir sínar. Hið merkasta við þessar ritgerðir Þór- hergs er stíllinn. Hann hefur ótrúlegan •orðaforða. En hann neytir líka allra bragða í því sambandi. Ef hann vantar íslenzkt orð til að ná hugsun sinni grip- ur hann tafarlaust til útlendra orða. Þór- bergur skrifar þess vegna ekki alltaf vand- að mál. En mál hans er svo auðugt og lifandi og þjónar svo vel hugsunum hans að hrein unun er að. Ekki finnst mér nú samt að stíll Þórbergs hafi breytzt mikið a löngum rithöfundarferli hans, að minnsta bosti ekki í þessum ritgerðum. Að vísu skrifar hann ekki alltaf sama stíl. En mér finnst hann alltaf skrifa sama stíl um xvipað efni. Þórbergur er baráttumaður mikill. Hann er hvass i ritskeytum og honum þykir illt að láta hlut sinn. Þar gildir einu máli hvort um er að ræða stjórnmál eða trú- mál eða eitthvað annað sem honum er sárt um. Og víst er um það að vafalaust hefur mörgum sviðið illa undan einstökum rit- gerðum hans þegar hann beitir allri sinni ritsnilld og lætur penna sinn skjóta gneistum. Þórbergur er opinskár og segir hlutina beint út, forðast allt rósamál. Og hann er ekkert feiminn við að segja álit sitt á mönnum, bæði persónulega og mál- efnalega. En ekki má skilja svo að Þórbcrgur sé alltaf í þeim hamnum að hafa allt á horn- um sér. Síður en svo. Það gerist helzt í ritgerðum hans um stjórnmál og trúmál. En í þessu ritgerðasafni er auk þess rætt um tungur og bókmenntir, sagðar frásagn- ir, fluttar kveðjur til lifandi manna og látinna, og nokkrar ritgerðir eru skoplegs eðlis. Hér kennir því margra grasa, mis- munandi fagurra og mismunandi yndis- legra. Þórbergur fer ekki alltaf troðnar slóðir. Ef hann tekur sér eitthvert verkefni fyrir hendur gerir hann sér far um að varpa á það nýju ljósi. Þar af leiðir að Þórbergur er nær ávallt ferskur í ritlist sinni. Hitt er svo annað mál að hinar nýstárlegu skoð- anir hans á hlutunum falla ekki öllum í geð. En það er önnur saga. Þórbergur Þórðarson hefur að mörgu leyti aðhyllzt skoðanir Guðspekinnar. Þó urðu þær að þoka nokkuð fyrir öðru heim- spekikerfi sem er ólíkt jarðbundnara, kommúnismanum. Þá skrifaði hann „Heimspeki eymdarinnar“. Þá var Þór- bergur trúr þeirri skoðun sinni að ráðast á allt það sem honum mislíkar meðal skoðanabræðra sinna. Síðan hafa málin breytzt. Nema Þórbergi mislíki ekkert í kommúnismanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.