Félagsbréf - 01.10.1960, Blaðsíða 32
30
FÉLAGSBRÉF
Það fylgir heitunum bekkjarbróðir og bekkjarsystir sérstök hlýja, sem
veldur því, að þótt margt beri í milli og leiðir skilji, tökumst við þéttings-
fast í hendur og njótum liðinna minninga, þegar við hittumst á stúdents-
afmælum.
Fyrir 25 árum vorum við 42, sem gengum niður Skólábrúna með hvítar
húfur og rauðar rósir í barmi. Sá dagur er okkur flestum minnisstæðari en
aðrir dagar. Við vorum kynslóð, sem sleit skólaskónum á árum kreppunnar
miklu. Þá var vorhret þeirrar æsku, sem nú er komin á manndómsárin. Þá
gránaði í rót á hörðu vori íslenzks þjóðfélags. En þann dag gleymdum við
hversdagsleikanum. Stúdentsdagurinn kom sem mildur hnúkaþeyr. Þá varð
sumar, og það var sól, og sjálfum fannst okkur við vera vaxtarbroddur
nýrra tíma. (
Ég vona, að þessi virðulegi skóli megi alltaf vekja sams konar kenndir
í brjóstum allra ný-útskrifaðra stúdenta. Að hann megi alltaf vera athvarí
frjálsrar hugsunar, eða eins og Jón Sigurðsson orðaði það: „Skólinn á að
tendra hið andlega ljós.“ Og þeir, sem eiga að lýsa, þeir verða að loga.
Loga af sannfæringu og vilja til þess að láta eitthvað gott af sér leiða fyrir
samfélagið, fyrir þjóðina. Megi Menntaskólinn kveikja slíka elda. Þjóðin
þarfnast þeirra í dag. Manna, sem hafa sannfæringu og kjark til þess að
standa við hana. Manna, sem geta sagt eins og klerkurinn í Worms
fyrir 440 árum: „Hérna stend ég og gel ekki annað.“ Það er menningarleg-
ur protestantismus, sem þetta þjóðfélag vantar, uppreisn einstaklingsins
gegn múghyggju og fjöldasamtökum. Megi slik svöl hafræna berast frá
j>essum skóla.
Ennþá gnæfir gamli skólinn svipmikill yfir hjarta höfuðborgarinnur.
Fyrir hönd okkar 25 ára stúdentanna vil ég í dag færa honum þakkir fyrir
þær ánægjustundir, er við dvöldumst innan veggja hans, og óska honum þess,
að hann megi á ókomnum öldum jafnan vera íslenzkri æsku Hungurvaka,
stöðugt vekja hungur hennar eftir aukinni þekkingu, aukinni menningu og
auknum mannfélagsbótum.
Minnugir glaðra stunda hér á sal, færum við 25 ára stúdentar á þessum
tyllidegi okkar, Menntaskólanum í Reykjavík að gjöf hljóðfæri, píanó j)að,
er hér stendur, og við vonum, að því megi jafnan fylgja lífsgleði, það
verða fæðingarstaður góðra tónverka og fjölda mörgum stúdentsárgöngum
hljómþýð harpa minninganna.