Félagsbréf - 01.10.1960, Blaðsíða 40

Félagsbréf - 01.10.1960, Blaðsíða 40
Sir STANLEY UNWIN: Tvö brot úr ævisögu Sir Stanley Unwin er forstjóri eins af stærstu útgáfufyrirtækjum Lundúnaborgar, Allen and Unwin. Hann hefur nýlega ritað ævisögu sína, The Truth Albout a Publisher, merkt rit. Fara hér á eftir tveir kaflar úr þeirri bók. 0r IslandsferS inn 'þeirra rithöfunda sem vöktu áhuga minn um þessar mundir (um 1934) var Halldór Kiljan Lax- ness og ég kynntist honum við óvenju- legar aðstæður. Hversu mjög sem útgefendum kann að þykja vænt um rithöfunda þá þarfnast þeir þó hvíld- ar frá þeim öðru hvoru, að minnsta kosti frá handritum. Þegar ég tek mér hvíld frá störfum á starfsfólk mitt ekki að skýra neinum frá dval- arstað mínum; frí er ekkert frí ef maður er hundeltur með viðskipt- um. Með einhverjum brögðum komst rithöfundur einn að því eitthvert árið að ég hefði farið til Wensleydale og elti mig þangað þegar í stað. Hann vildi fá tafarlausa ákvörðun um handrit sitt. Hann fékk það. Gott samhand við slíkan höfund mundi fljótt vera úr sögunni, og ef samband við rithöfund er óskemmti- legt, þá er því bezt lokið sem fyrst hvað sem hagnaðarmöguleikum af verkum hans líður. Einu eða tveim- ur árum eftir þetta atvik, þegar ég var uppgefinn og óeðlilega þreyttur, ákvað ég með tilliti til þessa fyrr- nefnda atviks, að Island væri staður- inn fyrir mig. Þangað voru þá eng- ar flugsamgöngur, enginn sími, og engin bréf gátu borizt til mín fyrr en ég væri á heimleið. Ég dvaldist á bóndabæ í Borgarfirði ásamt göml- um skólafélaga mínum og naut þar hinnar heztu andlegu hvíldar sem hægt er að hugsa sér. Ég tala um and- lega hvíld af ásettu ráði vegna þess að það er ekki líkamleg hvíld að sitja á hinum íslenzku smáhestum mílu eftir mílu ef maður er því ekki vanur, og fyrstu dagana var botn- inn á mér svo aumur að ég gat ekki setzt og ég var of þreyttur til að standa. Það leið þó brátt frá og ég sneri aftur til Reykjavíkur með nýja lífsreynslu. Þar fann ég bréf frá Ás- geiri Ásgeirssyni forsætisráðherra, síðar forseta landsins, sem ég hafði áður kynnzt í Lundúnum, og þarna stakk hann upp á því að ég dveldist nokkra daga á Þingvöllum sem gest- ur ríkisstjórnarinnar, en áður skyldu mér sýndir nokkrir'af goshverutn og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.