Félagsbréf - 01.10.1960, Blaðsíða 59

Félagsbréf - 01.10.1960, Blaðsíða 59
FÉLAGSBRÉF framkvæmd mála, sem hann treystist ekki sjálfur a5 hrinda af stað. Hann verður því að vega og meta hvert orð. Bókinni má skipta í tvo hluta og fjallar fyrri hlutinn um verk Guðs, en hinn síð- ari um það verk, sem oss er ætlað að vinna, um „praktísk" viðfangsefni kirkj- unnar. Bókin hefst á kaflanum Immanúel, og er hann sem inngöngudyr bréfsins og mót- ar sjónarmið alls þess, sem þar er fyrir innan: Guð með oss í Kristi. Kaflarnir hinir næstu, Kirkjan, Heilög Ritning og Boðun orSsins, fjalla um grundvöll krist- indómsins, hvað kristin trú er og hvað evangelísk-lúthersk kristni leggur megin- þungann á sérstaklega. Hér og þar dregur höfundur saman efnið, svo að lesandan- um gefist þess kostur að svipast um af sjónarhóli meginatriðanna. Hann segir um kenningu kirkjunnar og vísar til Ágsborg- arjátningar (bls. 96): Og hvert er það erindi? Fyrirgefn- ing syndanna, ekki vegna vorra verðleika, heldur vegna Krists.... Trúin er traust, sem huggar og hughreystir hrelldar samvizkur. ....Að prédika Guðs orð í anda vorrar evangelísk-lúthersku kirkju er að fylgja þessari bendingu. í kaflanum um túlkun ritningarinnar úregur höfundur ljóslega fram meginatriði hins lútherska skilnings. Hann segir á bls. 58: Áhrifavald Ritningarinnar byggist ekki á neinum ytri rökum fyrir guðdómlegum óskeikulleik hennar, heldur aðeins á íhúandi mætti orðs- ins sjálfs. Og í kaflanum Frelsi GuSs orSs, þar sem lýkur fyrri hluta, mætast meginlínur efnisins þangað til: Frelsi orðsins er vega- hréf kirkj unnar. I þessum köflum flestum gerir höfund- ur miklu efni góð skil innan hins tak- markaða rúms. Margt er hér afbragðsvel athugað og greypist í hugann. Það er mikils virði að hafa hér á einum stað fram sett meginatriði kristinnar trúar, þótt framsetningin hljóti formsins vegna að vera ágrip eitt. Höfundur hefir til þess dirfsku að ganga í hirðisbréfi til fang- hragða við nokkur veigamikil trúfræðileg vandamál kirkjunnar, svo sem túlkun ritningarinnar og stöðu játninganna, og hann glímir fallega. Það liggur mikil vinna að baki þessari bók, og ritning- arstaðirnir á spássíum sýna leiðarþráðinn: minni kristinnar trúar frá öndverðu. En hitt er ljóst, að engan veginn gefst hon- um tilefni til annars en að tæpa á fingri, að benda á eitt og vísa til annars. Svo mörg eru umræðuefnin. Annar kafli, Kirkjan, er að mínum dómi veikasti kafli fyrri hlutans. Áherzla er ójöfn; hún er of þung á hinu „andlega" eðli kirkjunnar og oflétt á hinu félagslega eðli hennar. Einnig er einstaklingshyggjan um of í fyrirrúmi. Af þessari slagsíðu kafl- ans um eðli kirkjunnar hlýzt það, að síSari hluti bókarinnar, sem fjallar um líj og starj kirkjunnar, nær, þegar til heildar- innar er litið, ekki settu marki: að rann- saka hver eru hin brýnu úrlausnarefni í starfi og hvernig megi úr þeim greiða. í umræddum síðari hluta er á margt drepið. í kaflanum um uppeldismál bendir höfundur á þau gjaldþrot í andlegu upp- eldi sem eldri kynslóðin hefir koniið þjóðinni í, og vitnar hann þar til ummæla tveggja landskunnra skólamanna máli sínu til stuðnings. Hann ræðir um heimilin. — Kristt^oSinu helgar liann, fyrstur ís- lenzkra biskupa, sérlegan kafla í hirðis- bréfi sínu. Hann bendir á nauðsyn þess að innleiða að nýju lífrænt messujorm í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.