Félagsbréf - 01.10.1960, Blaðsíða 19
félagsbréf
17
Úr bókinni:
Fyrri hluti kaflans Flótti ofvirkjans.
Bráðabirgðaúrlausn réttlætingarinnar, sem lýst er hér að framan, er að-
eins einn af þeim mörgu möguleikum, sem hagnýttir eru, þegar tilfinninga-
leg neyð sverfur að. Næst her að athuga tvær meginleiðir, sem í fljótu
hragði virðast fullkomnar andstæður, en eru eigi að síður af skyldum rótum.
Á aðra hlið er hér um að ræða þá svörun, sem leiðir til athafna út á við, þeg-
ar einstaklingurinn fær útrás þenslu sinnar í látlausum athöfnum, með eða
án forsjár, eins konar kapphlaupi við sjálfan sig og hugraun sína. Hin
leiðin er innhverfing baráttunnar, þar sem hnútur vandamálsins er vandlega
hulinn undir rólegu yfirborði, en glíman sjálf einkum háð á vitrænan hátt
í sálarlífi hins þjáða. Að nokkru leyti myndast við þessa skiptingu svipaðir
hópar og það, sem nefnt hefir verið úthverfir og innhverfir persónuleikar,
en þess ber að gæta, að sú skipting er hvergi nærri alger. Bæði fyrirbærin
geta birzt í sömu persónu, og engan veginn er fært að draga hvaða per-
sonu sem er í annan hvorn þessara dilka. Það, sem hér verður um rætt, er
því ekki raunveruleg flokkaskipting persónuleika, heldur viðbragðsfyrir-
Bæri í sálarlífi mannsins, sem krefst alls ekki neinnar manngerðarflokkunar
B1 þess að verða skilið.
í langflestum þjóðfélagseiningum nútímans eru næg dæmi hinnar fyrr-
nefndu jafnvægisleitar. Flestir munu kannast við einstaklinga, karla og
konur, sem enga ró hafa í sínum beinum, þurfa stöðugt að vera á andlegum
eða líkamlegum spretti. Þeir eru sítalandi og sívinnandi, stjórna lífi sínu
°g annarra, eru pottur og panna í hverju búri. Oft og tíðum geta þessir
einstaklingar naumast setzt niður, en þurfa að ganga um gólf, jafnvel í
viðræðu, þola ekki þögn, láta útvarp eða grammófón stöðugt gjalla, mega
°gjarnan vera einir og geta sízt af öllu þagað eða hugsað með öðrum.
Þessir menn eru ætíð önnum kafnir, finnst þeir vera ómissandi, bæði á
vinnustað og í félagsskap, láta skoðun sína, andúð og samúð óspart í ljós,
eru vanalega kátir og glaðklakkalegir, en ýfast skjótt og sættast skjótt. í
samræðu og þó einkum í kappræðu er hnyttni þeim nærtækari en rök,
aukaatriði hugleiknari en aðalatriði. Snögg viðbrögð eru verulegur þátt-