Félagsbréf - 01.10.1960, Blaðsíða 36

Félagsbréf - 01.10.1960, Blaðsíða 36
34 FÉLAGSBRÉF En þess er um leið að gæta, að einmitt á þeim vikum lesa menn ef til vill af meira flaustri en allar aðrar vikur ársins. Bókaauglýsingarnar fyrir jólin æra menn svo gersamlega, að fjölda manns er það talsverð hugsvölun að ná sér dálítið niðri á skruminu og hávaðanum með því að líta ekki á það, sem þá er ritað um bækur. Hér væri óneitanlega betra minna og jafn- ara. Flaustursumsagnirnar, sem reka hver aðra í halarófu þessar vikur, stundum margar í sama blaðinu á dag, gera sáralítið gagn höfundunum, lesendunum, bókmenntunum í heild. Að nokkru leyti skapast þetta óheppilega ástand af þeirri venju, sem nú má orðið kalla reglu bókaútgefenda á fslandi, að snara öllum útgáf- um sínum á markað síðustu vikur fyrir jól. — Er ekki unnt að hafa þetta öðruvísi? Gefa út bækur í hverjum mánuði, eins og Almenna bókafélagið gerir? Spyr sá, sem ekki veit. £g efast um að forráðamenn blaðanna geri sér fulla grein fyrir þessu undarlega og ískyggilega tómlæti blaða sinna um bókmenntirnar. Ég efast um, að sú rúmfreka og yfirlætisfulla viðhöfn, sem dægurlaga- og danslaga- framleiðslunni er sýnd og einkum dekrið og tipplið í kringum þá, sem náðarfyllst bera þessa framleiðslu á borð fyrir hávaðaþyrst eyru, samsvari mati þeirra sjálfra á gildi hennar. Ég efast um, að tómlæti blaðanna um bókmenntaleg efni stafi af því, að forráðamönnum þeirra þyki í rauninni svo lítils um þau vert. En þó er það staðreynd, að ekkert framangreindra blaða hefur, svo að mér sé kunnugt, fastráðinn ritstjóra, er stýri deild blaðsins, sem reglulega og skipulega sé helguð bókmenntum. Og væri þess þó í rauninni ekki fyllsta þörf? Er oss það ekki nægilega ljóst, að íslenzk menning lifir hvorki langan dag né fagran, þrátt fyrir öll myndarátök þjóðarinnar á öðrum sviðum, ef ekki er hlúð af alúð og skilningi að bók- menntum hennar, bæði hinum fornu og þeim sem eru í sköpun? Hér hafa blöðin skylt verk að vinna, og þess eðlis, að það er á þeirra valdi að inna það af höndum framar og betur en nokkrum öðrum aðilum, einstökum eða fleirum saman, er auðið að gera. Þetta verk er í því fólgið að gera bók- menntirnar samlífar þjóðinni, þjóðina samlífa bókmenntum sínum með því að beina almennri hugsun og mati betur og rækilegar en gert hefur verið um sinn, beina, leiðbeina, hvetja, örva skilning og áhuga, ala upp fagurskyn og smekk. Það er drjúgt heillaverk fyrir framtíðina að vinna að slíku — og engan veginn ókleift. Og þyki einhverjum slælega unnið á akri bókmenntanna, má bæta því við, að engin uppörvun eða stuðningur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.