Félagsbréf - 01.10.1960, Blaðsíða 26
24
FÉLAGSBRÉF
er það bara persónulegt ólán. Ef til vill gerist það einungis örsjaldan, að
utanaðkomandi rödd nái að hefja máls um slíka hluti. Ég get einungils
beðið um það, ásamt með mörgum öðrum, að „hin grimmilegu og kald-
hæðnislegu áhugamál, sem andstæðingarnir eiga sameiginleg,“ eins og
Oppenheimer hefur orðað þetta, muni nægja til að koma í veg fyrir ógæf-
una og afkomendur vorir fái tækifæri til að vinna að framhaldi menningar
vorrar. Það virðist mér aðalatriðið. Samkvæmt skoðun minni hefur lífið
því aðeins tilgang, að um slíkt framhald sé að ræða. Og vér, sem tilheyr-
um þessari kynslóð, höfum engan rétt til þess að rreita afkomendum vor-
um um tækifæri til slíkrar aðildar, um dýpsta og helgasta rétt manneskj-
unnar, — einungis sakir ófullkominnar sannfæringar vorrar eða vegna
öryggis vors. Ég tala fyrst og fremst til yðar í dag til að segja yður, að í
vonleysistilfinningunni gagnvart þessari ytri hættu sé ég enga ástæðu til að-
gerðaleysis eða örvæntingar andspænis hinni tiegund hættunnar — þeirri
hættu, sem sprettur úr viðjum vors eigin þjóðfélags. Þvert á móti: hin mikla
óvissa, sem með tilliti til allrar menningarinnar jafngildir stöðugum mögu-
leikum á tortímingu einstaklingsins, eykur aðeins á skylduna, að vér gerum
það sem unnt ler, á meðan það er hægt, á þeim sviðum, sem enn standa
okkur opin.
I þessu sambandi dettur mér í hug lítil saga, sem, ef mér skjátlast ekki,
vinur minn Dean Acheson sagði mér. Ég veit ekki, hvort mér tekst að endur-
segja hana nákvæmlega rétta í öllum smáatriðum, en ég er viss um, að hann
mun ekki reiðast mér, þótt ég reyni að segja hana hér eftir beztu getu.
Á þingi einu í Nýja-Englandi á nýlendutímanum, ég held í Connecticut,
gerðist eftirfarandi: Við fundarhöld dag nokkurn skall á þrumuveður, og
himinninn varð svo dökkur, að það var ekki lengur lesbjart í þingsalnum-
Margir héldu, að kominn væri heimsendir, og nokkrir krupu á kné í bæn.
Stungið var upp á að fresta þingfundinum. Þá stóð upp forseti þingsins
og sagði: „Herrar mínir! — Ef til vill er þetta heimsendir, ef til vill ekki-
Ef þetta er ekki heimsendir, þá er engin ástæða til að fresta fundinum. Er.
sé raunverulega um heimsendi að ræða, þá kynni ég betur við að mæta
dauðanum við skyldustörf mín. Berið hingað ljós.“
Þetta er samkvæmt minni skoðun hin eina afstaða, sem vér getum tekið
gagnvart hinni sýnilegu hættu, er steðjar að oss á vettvangi heimsmálanna-
Skyldustarfið, sem vér óskum að mæta dauðanum við, er hin skapandi
þróun vors eigin þjóðfélags. Og einmitt slíkar samkomur eins og þessi