Félagsbréf - 01.10.1960, Side 59
FÉLAGSBRÉF
framkvæmd mála, sem hann treystist ekki
sjálfur a5 hrinda af stað. Hann verður því
að vega og meta hvert orð.
Bókinni má skipta í tvo hluta og fjallar
fyrri hlutinn um verk Guðs, en hinn síð-
ari um það verk, sem oss er ætlað að
vinna, um „praktísk" viðfangsefni kirkj-
unnar.
Bókin hefst á kaflanum Immanúel, og
er hann sem inngöngudyr bréfsins og mót-
ar sjónarmið alls þess, sem þar er fyrir
innan: Guð með oss í Kristi. Kaflarnir
hinir næstu, Kirkjan, Heilög Ritning og
Boðun orSsins, fjalla um grundvöll krist-
indómsins, hvað kristin trú er og hvað
evangelísk-lúthersk kristni leggur megin-
þungann á sérstaklega. Hér og þar dregur
höfundur saman efnið, svo að lesandan-
um gefist þess kostur að svipast um af
sjónarhóli meginatriðanna. Hann segir um
kenningu kirkjunnar og vísar til Ágsborg-
arjátningar (bls. 96):
Og hvert er það erindi? Fyrirgefn-
ing syndanna, ekki vegna vorra
verðleika, heldur vegna Krists....
Trúin er traust, sem huggar og
hughreystir hrelldar samvizkur.
....Að prédika Guðs orð í anda
vorrar evangelísk-lúthersku kirkju
er að fylgja þessari bendingu.
í kaflanum um túlkun ritningarinnar
úregur höfundur ljóslega fram meginatriði
hins lútherska skilnings. Hann segir á
bls. 58:
Áhrifavald Ritningarinnar byggist
ekki á neinum ytri rökum fyrir
guðdómlegum óskeikulleik hennar,
heldur aðeins á íhúandi mætti orðs-
ins sjálfs.
Og í kaflanum Frelsi GuSs orSs, þar
sem lýkur fyrri hluta, mætast meginlínur
efnisins þangað til: Frelsi orðsins er vega-
hréf kirkj unnar.
I þessum köflum flestum gerir höfund-
ur miklu efni góð skil innan hins tak-
markaða rúms. Margt er hér afbragðsvel
athugað og greypist í hugann. Það er
mikils virði að hafa hér á einum stað
fram sett meginatriði kristinnar trúar,
þótt framsetningin hljóti formsins vegna
að vera ágrip eitt. Höfundur hefir til þess
dirfsku að ganga í hirðisbréfi til fang-
hragða við nokkur veigamikil trúfræðileg
vandamál kirkjunnar, svo sem túlkun
ritningarinnar og stöðu játninganna, og
hann glímir fallega. Það liggur mikil
vinna að baki þessari bók, og ritning-
arstaðirnir á spássíum sýna leiðarþráðinn:
minni kristinnar trúar frá öndverðu. En
hitt er ljóst, að engan veginn gefst hon-
um tilefni til annars en að tæpa á fingri,
að benda á eitt og vísa til annars. Svo
mörg eru umræðuefnin.
Annar kafli, Kirkjan, er að mínum dómi
veikasti kafli fyrri hlutans. Áherzla er
ójöfn; hún er of þung á hinu „andlega"
eðli kirkjunnar og oflétt á hinu félagslega
eðli hennar. Einnig er einstaklingshyggjan
um of í fyrirrúmi. Af þessari slagsíðu kafl-
ans um eðli kirkjunnar hlýzt það, að síSari
hluti bókarinnar, sem fjallar um líj og
starj kirkjunnar, nær, þegar til heildar-
innar er litið, ekki settu marki: að rann-
saka hver eru hin brýnu úrlausnarefni í
starfi og hvernig megi úr þeim greiða.
í umræddum síðari hluta er á margt
drepið. í kaflanum um uppeldismál bendir
höfundur á þau gjaldþrot í andlegu upp-
eldi sem eldri kynslóðin hefir koniið
þjóðinni í, og vitnar hann þar til ummæla
tveggja landskunnra skólamanna máli sínu
til stuðnings. Hann ræðir um heimilin. —
Kristt^oSinu helgar liann, fyrstur ís-
lenzkra biskupa, sérlegan kafla í hirðis-
bréfi sínu. Hann bendir á nauðsyn þess að
innleiða að nýju lífrænt messujorm í