Félagsbréf - 01.12.1960, Blaðsíða 10
8
FÉLAGSBRÉF
verzlunarstað landsins skuli standa glœsileg bókabúð, en ekki ein-
hver annars konar verzlun. Slikt œtti að hœfa vel pjóð, sem d að
mállœki: Betra er berfcettum en bókarlausum að vera, — og á ból:-
menntum raunar tilveru sina að þakka.
En vér spyrjum ekki i þessu sambandi, hvað œtti að vera, heldur
hvað er. Er hér ekki e.t.v. aðeins um ytri glœsileik að rœða, sem
sé i ósamræmi við þjóðina og afstöðu hennar til bóka? Flest bendir
til, að svo sé ekki, og þá kannski fyrst og fremst það, hversu mikil
bókaútgáfa er i landinu og hve mikið er lxér keypt af bókum.
Itóka líii
En þetta er i hróplegu ósamrœmi við sumt annað, er bcekur
þessa lands áhrœrir. Hér eru t.d. opmberar umrœður um bókmennt■
ir svo fágætar, að liklega er ekki í neinu menningarlandi eytt eins
litlum pappir og hér í umræður um bókmenntir, ef miðað er við
magn þess lesmáls sem prentað er. Dctta manni þá fyrst i liug dag-
blöðin, sem éru vissulega lang-áhrifamestu mótendur almennings-
álits i landinu. Séra Sigurður Einarsson i Holti gerði þvi tnáli góð
skil i siðasta hefti Félagsbréfa i grein, sem hann nefnir Blöðin og
bókmenntirnar. Vér teljum vist, að allir þeir, sem Félagsbréfin fá<
hafi lesið þessa grein, eri þó má rifja upp, að séra Sigurður gerði
lauslega athugun á þvi, hversu ríflegu rúmi dagblöðin i Reykjavik
fórnuðu bókmenntaefni mánuðina júní, júlí og ágúst s.l. miðao
við annað, sem. liann taldi sig verða að flokka undir menningarmál•
Hann komst að þeirri niðurstöðu, að þessi áhrifarikustu útbreiðslu-
tæki vor fórnuðu skáldum og bókmenntum þjóðarinnar i heild tiu
sinnum minna rúmi en dægurlagasöngvurum og danshljómsveit-
um. —
Varla þarf að nota stór orð um þetta, fólk skilur, hvað hér er a
seyði. Þetta væri kannski sök sér, ef íslendingar væru frægir fypr
dægurlagasöng og danshljómsveitir, en það hyggjum vér, að ekk>
sé. Aftur á móti erum vér frægir fyrir bókmenntir vorar og bóka-
útgáfu og viljum gjarnan halda áfram að vera það, — en það verðui'
tæplega nema þetta hlutfall breytist hjá blöðunum bókmenntun■
um i vil. Blöðin halda uppi vikulegum iþróttasiðum og launa rit-