Félagsbréf - 01.12.1960, Blaðsíða 47

Félagsbréf - 01.12.1960, Blaðsíða 47
félagsbréf 45 sýnir glöggt þýðingu Leikfélags Reykjavíkur fyrir leiklistarþróunina hjá okkur, að allir þeir leikarar, sem fastráðnir voru hjá Þjóðleikhúsinu í upphafi komu af fjölunum í Iðnó. Þar höfðum við öll hlotið okkar vega- nesti og listrænt uppeldi. Leikfélagið gegndi í rauninni um langan aldur hlutverki Þjóðleikhúss, því að ekkert annað leikfélag á landinu stóð því á sporði í afköstum og listrænum sýningum. Þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa, töldu sumir, að hlutverki Leikfélagsins væri lokið og það ætti að hætta störfum. En sem betur fór var ákveðið að halda áfram starfseminni í Iðnó gömlu; og í stað þess að guggna í samkeppninni við ríkisleikhúsið við Hverfisgötu, færðist nýtt líf í gamla leikfélagið undir stjórn ungra og áhugasamra leikara. Hefur Leikfélag Reykjavíkur staðið sig með mikilli prýði í þessari hollu, listrænu samkeppni, sem án efa hefur verið leiklist- mni í höfuðborginni til hvatningar og framfara. Eins og ég gat um í upphafi hefur e.t.v. ýmislegt getað betur farið hjá okkur á þessum fyrstu 10 árum Þjóðleikhússins, þótt óneitanlega hafi niargt verið vel gert og væri því fróðlegt að taka til athugunar nokkrar hliðar þessa máls, ef það kynni að stuðla að úrbótum. — Gagnrýni sú, sem beinzt hefur að Þjóðleikhúsinu, hefur aðallega fjallað um meðferð ein- stakra viðfangsefna hverju sinni, svo og val þeirra; virðist hún lítil áhrif hafa haft á gang mála í Þjóðleikhúsinu, og e.t.v. ekki sízt sökum þess, að stundum hefur í gagnrýninni gætt meiri vilja til niðurrifs en uppbyggingar. Það er full þörf á strangri og réttlátri gagnrýni, en almennt getur hún tæplega orðið íslenzkri leiklist góður skóli, fyrr en ritstjórar sumra dag- blaða og tímarita taka að gera meiri kröfur til þeirra, sem að jafnaði skrifa Um leiklistarmál. Eitt er að hafa gaman af því að fara í leikhús og annað að eiga að gagnrýna af viti listgrein, sem iðulega grípur yfir list forms, lita, tóna og dans, auk orðsins listar. Til þess þarf djúpstæðari þekkingu en þá, sem vinnst með því að vera í áhorfendasal á frumsýningum. Þessu má vafa- laust svara með nokkrum rétti með því að benda á, að við eigum ekki nægi- lega mörgum mönnum með sérþekkingu á að skipa til þessara ritstarfa. — Það er að vísu rétt, en væri þá úr vegi að reyna að bæta þekkingu þeirra, sem fyrir eru? En meðal þeirra hefur ekki borið á neinum sérstökum áhuga 1 þeim efnum, svo kunnugt sé. Það er t.d. enginn vafi á því, að ná mætti samkomulagi um það, að gagnrýnendur fengju aðgang að leikhúsinu í því skyni að kynna sér starfið að tjaldbaki, þegar unnið er að undirbúningi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.