Félagsbréf - 01.12.1960, Blaðsíða 13
Dr. Þorkell JÓhannesson háskólarektor andaðist 31. október s.l. tæpra
65 ára. Hafði hann veikzt kvöldið áður og var látinn um hádegi næsta dag.
Dr. Þorkell Jóhannesson stjórnaði sínum síðasta bókmenntaráðsfundi hjá
Almenna bókafélaginu daginn áður en hann veiktist. Hann var þá hress
og kátur að vanda, og datt þá vissulega engum af vinum hans þar í hug,
að þetta væri í síðasta skipti, sem þeir sæju hann.
Svo hittist á, að á þessum síðasta bókmenntaráðsfundi dr. Þorkels var
gerð áætlun um útgáfubækur næsta árs. Verður ekki sagt, að hann hafi
skilið við starf sitthjá Almenna bókafélaginu í óvissu. Er það táknrænt fyrir
hann. Hann kunni aldrei við að hverfa frá hálfunnu verki.
Dr. Þorkell Jóhannesson hefur orðið harmdauði öllum þeim, sem þekktu
hann nokkuð, og þó einkum nemendum sínum og samstarfsmönnum. Hann
var góður kennari, lét sér mjög annt um nemendur sína og fylgdist vel með
þeim eftir að hann brautskráði þá. Hann var skarpvitur maður, víðsýnn í
hvívetna og fordómalaus.
Islenzk sagnfræði sér á bak traustum starfskrafti, þar sem dr. Þorkell
Jóhannesson var. Þar olli hann straumhvörfum. Það, sem ritað var í þeirri
grein, eftir að doktorsritgerð hans kom út, var allt önnur sagnfræði en
áður hafði tíðkazt. Með sagnfræðiritum sínum reisti hann sér þann baula-
stein, sem tönn tímans vinnur ekki á.
En hann hafði líka yndi af bókmenntum, og bókmenntagreinar hans víðs
vegar í tímaritum eru bæði merkar og snjallar.
Dr. Þorkell Jóhannesson var kvæntur Hrefnu Bergsdóttur, ágætri konu.
Islenzka þjóðin á dr. Þorkeli Jóhannessyni meira að þakka en flestum
er ljóst að lítt hugsuðu máli, og er það bæði fyrir sagnfræðiritun og fleira.
Sjálfur minnist ég hans alltaf sem mikils kennara, föðurlegs leiðbeinanda og
trausts vinar.
Eiríkur Hreinn Finnbogason.