Félagsbréf - 01.12.1960, Blaðsíða 33

Félagsbréf - 01.12.1960, Blaðsíða 33
FÉLAGSBRÉF ol árniðurinn, grasvöxturinn og fjallasýnin í skáldsögum Guðmundar Daníels- sonar sé af Suðurlandi eins og mannlíf þeirra. Hann er sonur landsins milli fljótanna með Þjórsá á hægri hönd, en Markarfljót á vinstri, og fram- undan er ólgandi Þverá. Nálægð Heklu kennist og í skáldskap hans. Þar eru tröllaslóðir, undirheimar og mannabyggð. Eigi að síður er Guðmundur svo alþjóðlegur í hugsun og lífsviðhorfi, að hann hefur numið fræði víðrar veraldar. Guðmundur Daníelsson veit og finnur, hvar hann á heima, en læt- ur ekki tjóðrast. Þvert á móti hefur hann lært af fjarlægum meisturum heimsbókmenntanna á þessari furðuöld tækninnar, þegar gamlar hömlur eins og fjarlægðir staða og landa, manna og þjóða mega heita úr sögunni. Og hann er eins ófeiminn að setja heiminn í tákn Holtanna og að gera Holtin að tákni heimsins. Sumum finnst Guðmundur of duglegur rithöfundur, og satt er það, að vinnudagur hans er samur og annarra skólastjóra auk ritstarfanna, en þar leggur Guðmundur hönd að sýnu fleira en skáldskapnum. Hann hefur tíma til að ritstýra blaði, sem kemur út hálfsmánaðarlega, og skrifar það víst oftast að hálfu minnsta kosti. Loks situr hann löngum stundum við fiskveiðar á Ölfusárbökkum og bregður sér í uppsveitir, ef honum mislík- ar aflinn. En mér dettur ekki í hug að áfellast þessi afköst. Guðmundi hef- ur vaxið ásmegin stíls og skáldskapar með hverri bók að kalla fram á þennan dag og þar með íþróttar þeirra vinnubragða, sem krefjast nákvæmni og samvizkusemi. Ókunnugir ætla, að hann semji bækur sínar af því kappi, sem heitir methraði. Ég veit hins vegar, að sú ályktun er fjarri lagi, bó að afköstin séu mikil og ótvíræð. Gallarnir á bókum Guðmundar Daníels sonar stafa ekki af því, hvað hann sé hraðvirkur, heldur hinu, að sitc sýnist hverjum. Og mér er næst að halda, að Guðmundur skrifaði ekki hætishót meira eða betur, þó að hann væri laus við kennslu og ritstjórn. Aftur á móti kynni hann þá að verða þaulsætnari við fiskidráttinn í Ölfusá og uppsveitunum. Guðmundur var ungur í veri úti í Vestmannaeyjum, og verkstjóri hans þar gaf honum einhverju sinni þennan eftirminnilega vitnis- burð: „Honum leið illa, ef hann hamaðist ekki.“ Maður þeirrar gerðar á naumast heima innan um glerkýr og annað glingur í stásstofum. Mér er sem ég sæi Guðmund Daníelsson frá Guttormshaga í Holtum, ef hann ætti að una sér við það milli fótaferðar og háttatíma árið um kring að drekka niolakaffi á Laugavegi 11. Hann mundi sjálfsagt einhvern tíma laumast til að fá sér eitthvað sterkara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.